Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 103

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 103
Heitsutenqd þjónusta græðara oq fleiri aðila til staðar sannanir fyrir því að smáskammtalækningar séu árangursríkar í meðferð klínískra sjúkdóma.14 í skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Islandi segir: „Hómópatía hefur mögulega virkni en óvíst í hvaða tilvikum".1 Á íslandi er starfræktur The Homoeopathy College of Iceland. Námið tekur að jafnaði þrjú til fjögur ár og útskrifast nemendur sem smáskammtalæknar að þeim tíma loknum.13 Svæðameðferð (zonetherapy) og viðbragðsmeðferð (reflexology) Svæðameðferð byggir á þeirri kenningu að í fótum og í höndum séu viðbragðssvæði eða -punktar, sem tengist líffærum, stoðkerfi, inn- kirtlum eða öðrum hlutum líkamans. Komi sjúkleiki upp á einhverjum stað líkamans verði tiltekið svæði á hönd- um eða fótum aumt viðkomu. Þá geti svæðameðferðaraðili beitt þrýsti- nuddi á þessi svæði og þannig fram- kallað örvun eða slökun á viðkomandi stað líkamans. Meðferðin á að auka orku- flæði og blóðstreymi og þannig gera súrefnisupptöku í líkamanum eðlilegri og auka andlegt og líkamlegt atgervi.15 í skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á íslandi segir um svæðanudd: „Ekki liggja fyrir nægjanleg gögn til þess að segja til um virkni."1 Viðbragðsmeðferð byggir á því að um líkamann streymi orka ísamfelldri hringrás eftirorkubrautum. Um heilbrigðan likama streymi lífsorkan án hindrana. Ef hindranir myndist megi losa um hindranirnar með þrýstingi á punkta á orkubrautunum eða veita örvandi eða letjandi orkubrautarstrokur. Meðferðin á að geta minnkað verki og spennu, styrkt líffærastarfsemi, aukið vellíðan og heilbrigði.2 Þrír skólar á þessu sviði eru starfræktir hérlendis. Ljúka þarf prófi í verklegri og bóklegri svæðameðferð ásamt áföngum í framhaldsskóla á sviði líffæra- og lífeðlisfræði, heilbrigðisfræði, sjúkdómafræði, skyndihjálp o.fl. Nálastungur (acupuncture) Nálastungur hafa þekkst sem verkjameðferð á Vesturlöndum í 300 ár16 en hefur verið beitt í lækningaskyni í Kína í meira en 4000 ár.1 Áður en slík meðferð hefst greinir meðhöndlarinn ástand skjólstæðingsins, m.a. með því að athuga litarhátt í andliti, lit og lögun tungu og púlsa á úlnlið. Einnig eru einkenni skráð og mataræði og lífsmáti skjólstæðings yfirfarin.17 Meðferðin byggir á notkun ein- nota beittra nála sem stungið er í ákveðna punkta á líkam- anum sem tilheyra eiga orkurásakerfi kínversku læknis- fræðinnar. Talið er að þannig megi lagfæra og breyta orku- flæði líkamans milli hinna tveggja mótverkandi hliða hans, svokallaðs yin og yang. Yin og yang eru sagðir andstæðir pólar sem vinni alltaf í andstöðu við hvor annan en séu samt einnig bundnir hvor öðrum. Ójafnvægi milli yin og yang komi af stað sjúkdómum, verkjum og öðrum vandamálum. Hversu margar nálar eru notaðar í hvert skipti fer eftir aðstæðum. Nálarnar eru yfirleitt örvaðar, oftast með höndum en einnig með rafmagni eða hita.18 Fáar aukaverkanir eru þekktar af völdum nálastunga. Notkun nálastunga hefur aukist mikið á Vesturlöndum á undanförnum árum og mun þeim vera beitt í margs konar tilgangi og undir fjölbreyttum aðstæðum. Erfitt að segja hvort sama hugmyndafræði og lýst var hér að ofan liggi að baki hverri notkun. Með rannsóknum hefur tekist að sýna fram á árangur nálastungna í meðferð verkja eftir aðgerðir, ógleði og uppkasta, kvíða, svefnleysis og tannpínu.19 í skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á íslandi segir: „Nálastungumeðferð hefur sannanlega virkni til þess að draga úr ógleði eftir skurðaðgerðir og krabbameinslyfjameðferð og líklega virkni gegn meðgönguógleði, verkjum eftir tannaðgerðir og sem viðbótarmeðferð við áfengis- og lyfjafíkn og endurhæfingu eftir heilablóðfall og ef til vill virkni gegn verkjum eftir skurðaðgerðir, langvinnum verkjum, astma og tóbaksfíkn."1 Sjúkraþjálfarar á Landakoti nota nálastungur til meðferðar á liðverkjum vegna slitgigtar en einnig höfuðverk og vöðvabólgu auk annarra kvilla.16 Nálastungur eru einnig notaðar til verkjastillingar fyrir konur í fæðingu. í svari Magnúsar Jóhannssonar læknis á heimasíðunni www.doktor.is við fyrirspurn um hjálækningar segir: „Á síðustu 30 árum hafa verið gerðar meira en 100 rannsóknir á nálastungulækningum sem hafa verið birtar í læknisfræðitímaritum. Fæstar þessara rannsókna voru nógu vel skipulagðar og framkvæmdar en ef þær bestu eru skoðaðar eru nokkrar sem sýna gagn af nálastungum en margar aðrar sýna ekkert gagn."20. Eyrnastungur (ear acupuncture, auricular therapy) Eyrnastungureru eins konarundirfræðigrein nálastungna. Þeir sem þær stunda telja ytra eyrað vera spegilmynd líkamans. Kortlagðir hafa verið yfir 100 punktar sem hver um sig á að samsvara ákveðnum líffærum.1 Með Læknaneminn 2007 7 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.