Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 62
Sérnám í Svíþjóð
Byggt á reynslu frá Stokkhólmi og Uppsölum
Inga Sif Ólafsdóttir
Læknir
Læknaneminn fékk þær Sigríði Björnsdóttur, Sædísi
Sævarsdóttur og Ingu Sif Óiafsdóttur lækna í sérnámi til
að segja frá reynslu sinni.
Sigríður er í framhaldsnámi í innkirtla- og efnaskipta-
sjúkdómum og Sædís í almennum lyflækningum og gigtar-
sjúkdómum, báðar við Karolinska háskólasjúkrahúsið í
Stokkhólmi. Inga Sifer í framhaldsnámi í lungnalækningum
og starfar við Akademiska háskólasjúkrahúsið í Uppsaia.
Bakgrunnur:
Sædís: Ég lauk doktorsnámi í ónæmisfræði á íslandi
áður en ég fór utan í sérnám í lyf- og gigtarlækningum, en
vann vaktir og einstaka mánuði í dagvinnu á lyflæknis-,
bráða- og barnadeild Landspítalans samhliða því.
Sigríður: Ég tók stærsta hlutann af almennum lyf-
lækningum á íslandi áður en ég fór út, fékk allt það nám
metið inn hér og kláraði það hérna á Karolinska
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Er nú í sérnámi í innkirtla- og
efnaskiptasjúkdómum.
Inga Sif: Að loknu kandídatsári lauk ég tveimur árum í
lyflæknisprógrammi LSH, þar af eitt ár sem umsjónar-
deildarlæknir. Árið 2004 fluttist ég til Skotlands þar sem ég
vann í 17 mánuði sem SHO (senior house officer,
deildarlæknir) í almennum lyflækningum og lauk skriflegu
MRCP prófunum í almennum lyflækningum. Samhliða
þessu vann ég að rannsóknarverkefnum um tengsl
lungnaeinkenna og bólguþáttarins CRP við lungnasjúkdóma
eins og astma og langvinna lungnateppu. í janúar 2006
flutti ég mig svo til Uppsala í Svíþjóð til að stunda sérnám
í lungnalækningum og hef hafið doktorsnám við lungna-
og ofnæmissvið Háskólans í Uppsala.
Af hverju varð Svíþjóð fyrir valinu?
Sædís: Ég hafði skoðað ýmsa möguleika, þar með talin
Bandaríkin, Bretland, Ástralíu og hin Norðurlöndin og hefur
kerfið í hverju landi vitanlega sína kosti og galla. í minni
sérgrein þótti mér Svíþjóð/Karolinska koma best út hvað
varðar uppbyggingu og innihald sérnámsins og möguleika
á rannsóknum, en mér þótti eftirsóknarvert að samtvinna
klínískt sérnám og hlutastöðu í rannsóknum. Auk þess
spilla fjölskylduvænar aðstæður ekki fyrir og svo heillaðist
ég alveg af Stokkhólmi.
Mikilvægt er að átta sig á að maður ber sjálfur ábyrgð á
að fá út úr sérnáminu það sem þarf til að verða góður
sérfræðingur, og bera sig eftir björginni hvað varðar kúrsa,
ráðstefnur, aðgerðir o.fl. í samráði við handleiðara. Á móti
kemur að slíku frumkvæði er vel tekið og maður getur upp
að vissu marki sérsniðið sínar áherslur, frelsið er því í senn
stór kostur og mögulegur galli. Á gigtardeild Karolinska
háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi er mikil samvinna milli
legudeildar, dagdeildarog göngudeildar. Þarsem sjálfstætt
starfandi sérfræðingar utan sjúkrahúss eru fáirfer eftirfylgd
flest allra sjúklinga fram á sjúkrahúsinu auk þess sem
deildin sinnir ráðgjafaþjónustu við heilsugæsluna. Maður
fær því heildarsýn yfir og þjálfun í öllum þáttum fagsins.
Sjúkraskrárupplýsingar, lyfjablöð, beiðnir og m.a.s.
62 Læknaneminn 2007