Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 7
Nýsköpunarverðlaun Hver var aðdragandinn að því að þú vannst þessa rannsókn? Rannsóknin kom í kjölfar 3. árs rannsóknarverkefnisins míns. Ég hafði talsvert velt fyrir mér hvernig rannsóknar- verkefni ég vildi gera. Mig langaði að prófa að vinna við grunnvísindi læknisfræðinnar og Ijúka þannig preklínísku árum læknisfræðinnar með preklínísku verkefni. Sumarið eftir annað ár sá ég svo viðtal i Mogganum við Gunnar Thorarensen sem var þá úti á Johns Hopkins hjá sömu leiðbeinendum að vinna að verkefni sem hljómaði afar spennandi. Ég hafði samband við hann og í kjölfar þess fór þoltinn að rúlla. Hans Tómas leiðbeinandi minn benti mér á þann möguleika að sækja um styrk hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna til þess að geta verið úti um sumarið líka. í raun var það grunnur þess að ég gat náð að Ijúka nægilega miklu til að eiga möguleika á greinaskrifum því maður er nokkuð lengi að koma sér inn í aðferðirnar og fá þær til að virka í sínum höndum. Hvernig líkaði þér rannsóknarvinnan? Eins og ég kom að áðan voru þetta mín fyrstu kynni af rannsóknarvinnu. Ég var því nokkurn tíma að komast inn í hlutina. Hans Tómas reyndist mér einstakur leiðbeinandi og var alltaf tilbúinn að aðstoða mig. Þá hafði hann stillt upp fyrir mig spennandi verkefni sem var raunhæft að Ijúka á þeim tíma sem ég hafði til stefnu, en jafnframt leyfði hann mér að hafa puttana í þróun mála eftir að ég kom út. Mér líkaði afar vel úti í Bandaríkjunum. Spítalinn er u.þ.b. fimm sinnum stærri en LSH og rannsóknaraðstaðan örugglega a.m.k. tuttugu sinnum stærri en rannsóknar- aðstaðan hér. Aðstaðan og aðbúnaðurinn á labbinu ytra var jafnframt virkilega góður. Svo dæmi sé tekið fékk maður yfirleitt öll hráefni í rannsóknirnar degi eftir að maður pantaði þau. Þá byggist rannsóknarvinna sem þessi mjög á einstaklingsframtakinu, þ.e. hversu mikið maður vinnur. Umhverfið ytra var mjög starfshvetjandi, fólk vann afar mikið og alltaf var einhver að störfum í húsinu. Þó maður gengi síðastur út af labbinu seint að kvöldi var víst að maður hitti einhvern á leiðinni heim sem var enn að vinna. Jafnframt er afar hvetjandi að fá tækifæri til að hlusta á einstaklinga, sem hafa gert mikilvægar uppgötvanir í læknisfræði, segja frá ævistarfi sínu. Geturðu frætt okkur um forritið sem þú hannaðir í tengslum við rannsóknina? í stuttu máli var ég að nota aðferð sem var fyrst birt tæpum mánuði áður en ég kom á labbið og hafði aldrei verið notuð þar áður. Alls eru ríflega 20 milljón mögulegir staðir þar sem metýlhópar geti bundist á erfðaefnið. Ljóst var að aðferðin næði aðeins að dekka hluta þessara staða. Vandamálið við þetta er að stór hluti erfðaefnisins er það sem á góðri íslensku er kallað "junk DNA", þ.e. frumur líkamans nota það ekki til neins. Mikilvægt var því að kanna hvaða hluta erfðaefnisins aðferðin okkar dekkaði. Við leiðbeinandinn minn ræddum þetta vandamál nokkuð og ég stakk upp á að ég myndi reyna að búa til tölvuforrit til þess að leysa vandamálið. Sú varð raunin. Ég þróaði forrit til að kortleggja hvaða svæði erfðamengisins aðferðin okkar var næm fyrir. Þetta var mjög góð reynsla í að vinna með lífupplýsingafræðilega gagnagrunna á borð við raðgreiningu mannsins og í raun magnað að sjá hvað unnt er að gera með tölvuna eina að vopni hafi maður góðar hugmyndir. í raun eru svona gagnagrunnar „tilraunastofa fátæka mannsins" þar sem nóg er að hafa aðgang að þokkalegri tölvu til að svara áhugaverðum spurningum. Sérðu fyrir þér að þú munir halda áfram að vinna við erfðarannsókmr í framtíðinni? Það er mjög sennilegt að ég reyni að vinna áfram að erfðarannsóknum. Erfðafræðin er tvímælalaust eitt áhugaverðasta svið grunnvísindanna og mig grunar að í framtíðinni muni læknisfræðin byggja æ meirá erfðafræði. Þá er ísland frábær staður til að vinna að erfðafræði. Hér er t.d. til ógrynni sýna, sjúkdómar eru vel skráðir og ættir íslendinga hafa verið raktar margar kynslóðir aftur á bak. Jafnframt er tíðni helstu sjúkdóma svipuð hér og víða á Vesturlöndum, sem auðveldar birtingu íslenskra niður- staðna í alþjóðlegum tímaritum. Ég hef þó áhuga á mörg- um sviðum innan læknisfræðinnar og framtíðin því nokkuð óráðin. Ég myndi þó segja að sennilegt væri að ég reyndi að blanda erfðarannsóknum við klínískt sérnám í framtíðinni. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa unnið til þessara verðlauna? Mér finnst þetta mikill heiður fyrir mig og þær rannsóknir sem ég hef verið að vinna að. Jafnframt vona ég að þetta hjálpi til þegar ég sæki um sérnám síðar meir. Þeir sem áður hafa verið tilnefndir segja að í Bandaríkjunum þyki fólki mikið til þess koma að hafa unnið verðlaun sem tengd eru forsetanum, enda hittir það ekki sinn forseta í bíó eða í sundlauginni eins og við. Svo var nátturulega mjög gaman að fá að vera frægur í einn dag á spítalanum. Læknaneminn óskar Martin Inga Sigurðssyni inniiega til hamingju með verðlaunin! Læknaneminn 2007 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.