Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 92

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 92
*=3%==4>runnskóli eingön}>u —^—háskóla|*x)f Heilsufarsmunur innan eins og sama lands Víkjum nú frá mismunandi ríkidæmi milli landa og hugum að mismuni á heilsufari íbúa eins og sama lands eftir félagsaðstæðum íbúanna. Fá viðfangsefni innan lýðheilsufræðanna eru jafn ögrandi. í heilsufarsskýrslu Sameinuðu þjóðanna (World Developmental Report) 2006 er tekið dæmi af tveimur börnum sem fædd eru sama árið í sama landi, Suður-Afríku. Annað barnið er blökkustúlka úr fátæku sveitahéraði, en hitt barnið er drengur, hvítur á hörund, fæddur inn í ríka fjölskyldu í Höfðaborg. Líkurnar á því að fyrrnefnda barnið deyi áður en það nær eins árs aldri eru 7.2% eða tvöfalt hærri en dánarlíkur hvíta drengsins. Hann nær líklega 68 ára aldri, en lífslíkur blökkustúlkunnar og stallsystra hennar er - a.m.k. tölfræðilega séð - 18 árum styttri. Líklega eyðir hann 12 árum ævi sinnar á skólabekk, en hún má þakka fyrir að fá eitt ár. Það er himinn og haf á milli tækifæra þeirra í lífinu, en það er ekki þeim að kenna. Stúlkan hefur ekkert til saka unnið sem réttlætir þessa mismunun, þetta óréttlæti. Og þessar aðstæður valda því að landið þróast ekki eins og vert væri og nauðsynlegt er til að skapa hagvöxt og ríkidæmi í landinu til frambúðar. Það er enginn róttækur ofstopamaður sem vekur athygli á þessu í skýrslunni, heldur innvígður og innmúraður aðalhagfræðingur bankans sem gerði skýrsluna og hann bætir við að jafnrétti sé forsenda þess að hagur þessa ríkis blómstri í framtíðinni. HvaÖ með okkar heimshluta? Þær aðstæður sem lýst er hér að ofan eru ekki bara við líði í hinum minna eða meðalþróuðu löndum. Hvarvetna þar sem rannsóknir hafa verið gerðar og tölur liggja fyrir sést að það munar mörgum árum á lífslíkum fólks eftir þjóðfélagsstöðu, hvort heldur miðað er við menntun, atvinnu eða tekjur. Þessi munur kemur ekki eingöngu fram í lífslíkum, heldur er sömu sögu að segja um sjúkdómatíðni samkvæmt úttektum á sjúkraskrám eða eigin mati fólks á andlegri og líkamlegri líðan samkvæmt spurninga- könnunum. Tengslin eru nánast alltaf á sama veg: Heilsan er að jafnaði verri því verr settur sem einstaklingurinn er í þjóðfélaginu. Aðeins eru á þessari almennu reglu fáar undantekningar. Þannig er brjóstakrabbamein algengara hjá efnuðum og betur menntuðum konum. Þar munu koma til aðrir skýringarþættir, svo sem að konur úr svokölluðum efri lögum þjóðfélagsins eiga að jafnaði færri börn, en þær hormónabreytingar sem þungun veldur eru verndandi gagnvart krabbameini. Einnig hefur ofnæmi fremur verið tengt hærri þjóðfélagsstöðu, sem hugsanlega tengist því að börn hinna betur settu komast síður í tæri við ofnæmisvalda í uppvextinum. Það skal þó undirstrikað að hér er um að ræða undantekningar sem sanna regluna. Það er kunnara en frá þurfi að segja að lífskjör fólks á vesturlöndum hafa batnað mikið hin síðari ár. Aðbúnaður fólks hefur batnað og forvarnastarfsemi og heilbrigðis- Mynd 3 Aukning á bili á dánartíðni í Rússiandi milli háskóla- menntaðs fólks og þeirra sem einungis hafa lokið grunnskóla- prófi. Miðað er við líkur á að tvítugur maður iifi til 65 ára aldurs eða lengur. þjónustu hefur fleygt fram, eins og m.a. endurspeglast í miklum árangri varðandi dánartíðni í hjarta- og æðasjúkdómum, svo dæmi sé tekið af þeim sjúkdómsflokki, sem flestum dauðsföllum veldur í hinum vestræna heimi. Allar þjóðfélagsstéttir eru betur settar varðandi dánarlíkur en var fyrir nokkrum áratugum. Hins vegar kemur í Ijós að hinir betur settu hafa fengið miklu stærri skerf af þessum ávinningi. Með öðrum orðum er þilið milli þjóðfélagshópa að aukast hvað heilsufar varðar5. Þetta kemurekki einungis fram í okkar heimshluta og er ekki hvað síst áberandi í löndum fyrrum Sovétríkjanna, eins og fram kemur á mynd 3, sem sýnir hversu heilsufarsbilið eftir menntunarstigi breikkar stöðugt i Rússlandi í kjölfar hruns kommúnis- mans6. Á síðustu árum hefur verið reynt að varpa Ijósi á hvað veldur þessum mikla mun á heilsufari þjóðfélagshópa innan eins og sama lands. Sumt virðist liggja í augum uppi. Auðvelt er að skilja ástæðuna ef hópur fólks á ekki til hnífs og skeiðar eða þak yfir höfuðið. Slíkt er svo augljóslega heilsuspillandi að ekki þarf frekar vitnanna við. Þá má nefna að erfiðisvinna er gjarnan áhættumeiri en störf hvítflibbafólks. Lítið menntað fólk getur átt erfiðara með að tileinka sér heilbrigðisfræðslu, sem sífellt er verið að miðla fólki. Það getur líka átt erfiðara með að tileinka sér boðskapinn og fara eftir honum vegna þeirra aðstæðna, sem það býr við. Tekjulágt fólk hneigist að sjálfsögðu til þess að kaupa sér orkuríkan, óhollan og bætiefnasnauðan mat, ef hann er ódýrari, eins og gjarnan er með ruslfæðið svokallaða. Það kostar líka sitt að greiða fyrir æfingar í líkamsræktarstöð eða hjá íþróttafélögum. Flestir áhættuþættir algengra sjúkdóma eru algengari meðal verr settra þjóðfélagshópa. Skýrasta dæmið er reykingar, en af nógu öðru er að taka. Goggunarröðin Vert er að gefa gaum að þeirri staðreynd að heilsufar þjóðfélagshópa skánar jafnt og þétt eftir því sem 92 Læknaneminn 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.