Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 77
Á kantinum í Kenýa
Á kantinum í Kenýa
Árdís Björk Ármannsdóttir, 5. árs læknanemi
Sigríður Karlsdóttir, 5. árs læknanemi
Vaka Ýr Sigurðardóttir, 4. árs læknanemi
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 3. júní 2006 kl. 06:30.
í biðsalnum sitja þrjár ungar læknastúdínur. Þær eru í
kakibuxum, háum flugsokkum, sandölum, með mittistösku,
í flíspeysum og með myndavélar um hálsinn. í hinum
sérlega glæsilegu mittistöskum hefur ýmsum
nauðsynjavörum Afríkufara verið haganlega fyrir komið.
Allt er á sínum stað; malaríutöflur, handspritt, hálfgildings
klósettpappír, moskítóáburður, glás af Imodium, gemsi,
kenýskir shillingar, vegabréf og bólusetningarvottorð í
þríriti, vasaljós og nóg af snæri. í fjórum ferðatöskum á
leið út í flugvél eru vel yfir 100 kg af hjálpargögnum sem
aflað hefur verið á undangengnum vikum með góðri aðstoð
íslenskra fyrirtækja og samtaka. Stúlkurnar sötra í sig
síðustu dropa vestrænnar menningar, Café Latte og
Croisant, áður en þær halda af stað í þriggja vikna ferðalag
suður fyrir miðbaug. Stefnan er sett á höfuðborg Kenýa.
Síðastliðin ár hefur verið komið á samvinnuverkefni
IFMSA (International Federation of Medical Student's
Ássociations) í gegnum samtök læknanema í Noregi og
Provide International sem eru frjáls félagasamtök starfandi
í Kenýa. Provide samtökin voru stofnuð árið 1986 og reka
1 dag 5 heilsugæslustöðvar í fátækrahverfum Nairobi.
Markmið IFMSA með þessari samvinnu er að gefa
lasknanemum tækifæri á að kynnast heilbrigðisvandamálum
þriðja heimsins með því að senda nema til starfa í
sjálfboðavinnu. Með samstarfinu er einnig stuðlað að
fjáröflun og styrkveitingum til handa Provide samtakanna.
Sumarið 2005 fóru 5 læknanemar fyrstir íslendinga til
Kenýa að vinna að þessu verkefni og ruddu með því
brautina fyrir íslenska læknanema. Ári síðar vorum það við
skytturnar þrjár: Árdís Björk Ármannsdóttir, Sigríður
Karlsdóttirog Vaka ÝrSævarsdóttir 3. og 4. árs læknanemar
sem lögðum land undir fót til að taka þátt í Kenýa
verkefninu.
Eftir tæplega sólarhringsferðalag með viðkomu í
London lentum við á flugvellinum í Nairobi. Það var
sunnudagsmorgunn, sólin að koma upp og moskítóflugur
sveimuðu um í Ijósaskiptunum. Lofthitinn var ekki nema
rúmar 20°C enda kaldasti tími ársins við miðbaug. Við
komu í flugstöðina drifum við okkur úr flugsokkunum og
bárum móskítóáburð á bjúgaða leggina. Við vorum að
sjálfsögðu eiturspenntar enda ævintýrið rétt að byrja.
Okkur tókst vandræðalaust að komast með allt okkar
hafurtask á gistiheimilið Nairobi Backpackers en þar
höfðum við pantað okkur gistingu í gegnum netið. Þar sem
við höfðum daginn fyrir okkur ákváðum við að fá okkur
göngutúr um miðbæ Nairobi. Við vorum nú frekar varar
um okkur þar sem þetta var jú fyrsti dagurinn í mjög
ókunnu landi og reyndum því eftir bestu getu að láta lítið
fyrir okkur fara. Talsvert var af fólki á gangi og virtust
flestir stefna í sömu átt. Við vorum forvitnar og ákváðum
að elta fjöldann en reyndum eins og áður sagði að fara að
öllu með gát og láta lítið fyrirokkurfara. Þegará áfangastað
var komið, sem reyndist vera stærðarinnar
almenningsgarður, rann upp fyrir okkur að við vorum
staddar á trúarlegri útisamkomu þar sem var sungið,
Vaka og Árdís í útimessunni
Læknaneminn 2007 77