Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 123
Rannsókriarverkefni 3. árs læknanema
Áhrif bólguörvandi cytokína og lípópólýsakkaríðs
á myndun cathelicidíns íþekjufrumum frá munni
Andri Elfarsson1, Andrew Johnston2, Guðmundur Hrafn
Guðmundsson3 og Helgi Valdimarsson1-2.
Ææknadeild Háskóla íslands, 2Ónæmisfræðideild LSH,
3Líffræðistofnun Háskólans
Inngangur: Jafnvel þótt margir umhverfisþættir hafi
verið bendlaðir við sóra er hálsbólga af völdum (3-
hemolytiskrast/'epf'ococcaeinivelskilgreindiutanaðkomandi
þátturinn sem hefur verið tengdur við kviknun og bráða
versnun sóraútbrota. Sórasjúklingar virðast fá hálsbólgu
tíu sinnum oftar en aldursstöðluð, óskyld viðmið innan
sama heimilis.
í fyrra prófaði Geir Hirlekar, læknanemi, þá tilgátu að
þetta væri sökum þess að sórasjúklingar hefðu skertar
varnir gegn sýkingum vegna skorts á bakteríueyðandi
peptíðinu cathelicidíni (LL-37). Svo reyndist ekki vera
heldur kom þvert á móti í Ijós aukin tjáning á peptíðinu í
kverkeitlum sórasjúklinga miðað við kverkeitla úr
einstaklingum með endurteknar hálsbólgur án þess að
hafa sóra. Þetta kallará rannsóknirá því hvernig framleiðslu
LL-37 er stjórnað. Vitað er að LL-37 hefur öfluga drápsvirkni
gegn streptococcum en jafnframt því efnatogsvirkni
(chemotaxis) á bólgufrumur (hvítfrumur). Þannig gætu
þær átt greiðari aðgang að kverkeitlum sórasjúklinga og
hugsanlega geturþað útskýrtaukna tíðni hálsbólgueinkenna
þeirra. Markmið þessarar forrannsóknar var að staðla
aðferðirtil að rannsaka stjórnun á framleiðslu LL-37.
Efniviður og aðferðir: í rannsókninni voru notaðar
tvær mismunandi frumulínur, CE/PJ-41 og Detroit-562, en
báðar eiga þær uppruna sinn í þekju munns. Frumur voru
ræktaðar með cytokínunum IL-ip, IL-4, IL-6, IL-12, IFN-y,
TNF-a og LPS í mismunandi styrk og yfir mislangan tíma.
Við gerðum ELISA mælingu bæði á næringarvökva
(supernatant) frumnanna og á sápulausn sem notuð var til
að kanna hversu mikið LL-37 væri í umfrymi þeirra. Til að
leiðrétta fyrir skekkju sem kemur vegna mismunandi fjölda
frumna í rækt var magn proteins mælt og tekið tillit til þess
í útreikningum. Einnig voru gerðar ónæmisfræðilegar
litanir til að kanna með smásjá hvort LL-37 væri til staðar
í umfrymi. Flæðifrumusjármæling (flow cytometry) var
gerð á báðum frumulínum til að athuga tjáningu þeirra á
Toll-like receptors (TLR) 1, 2, 4 og 6.
Niðurstöður: Báðar frumulínur tjáðu TLR-4 en hvorug
tjáði TLR-1, TLR-2 eða TLR-6. Frumulínurnar mynduðu
báðar LL-37 sem hægt var að sjá með ónæmisfræðilegum
litunum og mæla með ELISA. LL-37 var hins vegar vart
mælanlegt í næringarvökva frumnanna. Önnur frumulínan
(CE/PJ-41) sýndi marktækt aukna framleiðslu LL-37 í
viðurvist IL-6 og IL-1. Einnig komu vísbendingar fram um
að LPS og IL-12 örvuðu LL-37 framleiðsluna í sömu línu.
Ekkert þeirra cytokína sem prófað var jók framleiðslu LL-
37 í Detroit-562 línunni en hins vegar komu fram
vísbendingar um að IL-4 gæti bælt framleiðsluna í þessum
frumum.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að unnt sé að nota
þessar frumulínur til að kanna áhrif cytokína á framleiðslu
LL-37. Ætlunin er að nýta þessar niðurstöður til að kanna
þessi áhrif með vefjaræktunum (organotypic cultures) úr
kverkeitlum.
Lykilorð: LL-37 framleiðsla, stjórnun, cytokines, LPS,
epithelium.
Stjórn frumuhrings og frumuöldrunar í myndun
krabbameins
Anna Björnsdóttir1, Helga M. Ögmundsdóttir1'2, Jón
Gunnlaugur Jónasson1-3, Kristrún R. Benediktsdóttir1'3,
Kristrún Ólafsdóttir3.
Ææknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknastofa
Krabbameinsfélags íslands í frumu- og sameindalíffræði,
3Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði.
Inngangur: Hugtakið frumuhringur vísar til hringrásar
atburða sem verða í frumum milli skiptinga. Þessi
atburðarás skiptist í afmörkuð stig, Gl, S, G2 og M, og á
mótum stiganna eru eftirlitsstöðvar. Á G1 eftirlitsstöðinni
geta pl6 og p21 hindrað frumuhringinn og komið í veg
fyrir að frumur fari í S-fasa. Við genaskemmandi áreiti
getur fruma brugðist við á þrjá vegu: hætt að skipta sér,
farið í stýrðan frumudauða eða frumuöldrun. Frumuöldrun
var fyrst lýst sem stöðnun frumna vegna eyðingar á
telómerum við frumuskiptingu. Nú þykir Ijóst að
frumuöldrun sé einnig viðbragð frumna gegn
krabbameinsvaldandi áreiti. Frumuöldrun hefur talsvert
verið rannsökuð in vitro. Nýlega var tilvist frumuöldrunar
sannreynd in vivo í fæðingarblettum manna. Markmið
rannsóknarinnar voru að kanna tengsl frumufjölgunar við
pl6 og p21 í völdum meinum auk þess að leita ummerkja
frumuöldrunar.
Efni og aðferðir: Tíu sýni úr brjóstakrabbameinum og tíu
sýni úr forstigsbreytingum í leghálsi voru valin þannig að í
þeim fyndist eðlilegur vefur ásamt mismunandi forstigsbreyt-
ingum eða illkynja vexti. Sýnin voru valin handahófskennt úr
Lífsýnasafni Rannsóknastofu í meinafræði á LSH. Litað var
fyrir Ki-67 (tjáð þegar frumuhringur er virkur); pl6 og p21
(G1 eftirlitsstöð); H3Kgme og HPly (pökkun í þéttlitni, eykst
við frumuöldrun) auk SA-p-galactosidasa (tjáð í frumuöldrun).
Sýnin voru metin með tilliti til dreifingar og styrks litunar.
Læknaneminn 2007 1 23