Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 28
Stúdentaskipti Fótbolti í Palermo ásamt hinum skiptinemunum sem dvöidust þar Seinna matarboðið hjá dottore Lacagnina. Við ásamt Lacagnina, eiginkonu hans, syni og dóttur dreift, það ku vera mafían sem ræður því eins og fleiru! Við vorum auðvitað mjög spennt að komast á sjúkrahúsið. Við sóttum um á almennri skurðdeild og hvorugt okkar hafði séð aðgerðir svo telja mætti. Yfirlæknir deildarinnar, dottore Arcangelo Lacagnina, var gull af manni og í minningunni sér maður fyrir sér góðlega andlitið hans og hann að segja: „Va bene, va bene". Alveg frábær maður sem var mikið í mun að okkur liði vel. Á okkar fyrsta degi fylgdumst við með æðaskurðlæknum að verki. Þá var Ólöfu bent á að skrúbba sig inn með hjálp hjúkrunarfræðings sem leiðbeindi henni á ítölsku. Þegar Ólöf kom aftur inn á skurðstofuna fær hún pinsettu og nál í hendurnar, nú skyldi sko saumað! Ólöf sem aldrei hafði saumað í lifandi manneskju á ævinni skalf eins og lauf í vindi og þá lét aðalæðaskurðlæknirinn eftirfarandi orð falla: „Do you have Parkinson 's?". Frekar fyndið eftir á en kannski ekki mjög uppbyggilegt enda var umræddur læknir ekki þekktur fyrir að vera almennilegur, flestir samstarfsmennirnir voru sammála um að hann væri léttgeggjaður! Við fengum alveg frábærar móttökur á sjúkrahúsinu, þetta var ekki háskólasjúkrahús og við vorum fyrstu skiptinemarnir sem dvöldu þarna. Þrátt fyrir tungumálaörðugleika voru allir að reyna að tala við okkur, benda okkur á hitt og þetta, spyrja um ísland og gera það sem þeir gátu til að þetta væri skemmtilegt fyrir okkur. Dottore Aldo Amico var annar læknir sem tók okkur upp á sína arma. í eitt skiptið þegar engar aðgerðir voru eftir hádegi þá sendi hann okkur á gjörgæsluna. Þarfengum viðfyrirlestur um það hvernig öndunarvélar virka á ítölsku/latínu sem var mjög fróðlegt. Starfs- fólkinu þar var mikið í mun að kenna okkur að setja upp æðaleggi og vorum við látin æfa okkur á meðvitundar- lausu fólki, okkur stóð ekki alveg á sama og vildum fá að stinga hvort Ólöf ásamt Manlio á Scala dei Turchi í Agrigento annað en þau tóku það ekki í mál. Þennan sama dag þurfti að framkvæma endurlífgun og fengum við að taka þátt sem var mjög lærdómsríkt fyrir okkur þó að endurlífgunin hafi því miður ekki borið árangur. Á almennu skurðdeildinni sáum við ýmsar aðgerðir, flestar þó framkvæmdar á neðri hluta meltingarvegar. Alls konar æxli og fistlar, við spáðum í það hvort allt pastaát ítala hefði þessi áhrif. Við sáum líka minni aðgerðir (t.d. fjarlægingu stíflaðra fitukirtla) þar sem við fengum nokkrum sinnum að prófa að sauma og skera. Auk þess sáum við eina aflimun sem okkur þótti frekar gróf. Þar var um að ræða fullorðna konu með illa meðhöndlaða sykursýki og ónýtar æðar í fótum og fótleggjum. Annar fóturinn var nánast svartur og það vantaði stykki inn í ilina þannig að það sást í sinarnar. Lyktin var eftir því, verri en í nokkurri krufningu. Við fengum einnig að fylgjast með aðgerðum á æðaskurðdeildinni og heilaskurðdeildinni en þessar þrjár deildir voru í sömu skurðeiningu og máttum við nánast valsa inn og út að vild. Auðvitað fengum við líka að ganga stofugang og af þeirri reynslu er ekki hægt að segja annað en að ítalir eru komnir töluvert styttra en íslendingar hvað varðar friðhelgi einkalífsins. Þar var dottore Lacagnina dýrkaður sem guð og hann algjörlega af gamla skólanum, hann var t.d. ekkert fyrir það að þvo sér um hendur milli sjúklinga. Fjögur rúm voru á hverri stofu, engin skilrúm milli rúma og mál sjúklinga rædd opinskátt. Einu sinni urðum við vitni að endaþarmsþreifingu nánast fyrir opnum tjöldum, þeir eru ekki feimnir ítalirnir! Einn daginn fengum við að vera með lækni á göngudeild, sem var líka mjög skemmtilegt, fengum að taka sauma og fylgja eftir fólki sem við höfðum séð í aðgerðum. Víð ásamt starfsfólki aimennu skurðdeiidarinnar á Ospedale S.EIia 28 Læknaneminn 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.