Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 62

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 62
Sérnám í Svíþjóð Byggt á reynslu frá Stokkhólmi og Uppsölum Inga Sif Ólafsdóttir Læknir Læknaneminn fékk þær Sigríði Björnsdóttur, Sædísi Sævarsdóttur og Ingu Sif Óiafsdóttur lækna í sérnámi til að segja frá reynslu sinni. Sigríður er í framhaldsnámi í innkirtla- og efnaskipta- sjúkdómum og Sædís í almennum lyflækningum og gigtar- sjúkdómum, báðar við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Inga Sifer í framhaldsnámi í lungnalækningum og starfar við Akademiska háskólasjúkrahúsið í Uppsaia. Bakgrunnur: Sædís: Ég lauk doktorsnámi í ónæmisfræði á íslandi áður en ég fór utan í sérnám í lyf- og gigtarlækningum, en vann vaktir og einstaka mánuði í dagvinnu á lyflæknis-, bráða- og barnadeild Landspítalans samhliða því. Sigríður: Ég tók stærsta hlutann af almennum lyf- lækningum á íslandi áður en ég fór út, fékk allt það nám metið inn hér og kláraði það hérna á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Er nú í sérnámi í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Inga Sif: Að loknu kandídatsári lauk ég tveimur árum í lyflæknisprógrammi LSH, þar af eitt ár sem umsjónar- deildarlæknir. Árið 2004 fluttist ég til Skotlands þar sem ég vann í 17 mánuði sem SHO (senior house officer, deildarlæknir) í almennum lyflækningum og lauk skriflegu MRCP prófunum í almennum lyflækningum. Samhliða þessu vann ég að rannsóknarverkefnum um tengsl lungnaeinkenna og bólguþáttarins CRP við lungnasjúkdóma eins og astma og langvinna lungnateppu. í janúar 2006 flutti ég mig svo til Uppsala í Svíþjóð til að stunda sérnám í lungnalækningum og hef hafið doktorsnám við lungna- og ofnæmissvið Háskólans í Uppsala. Af hverju varð Svíþjóð fyrir valinu? Sædís: Ég hafði skoðað ýmsa möguleika, þar með talin Bandaríkin, Bretland, Ástralíu og hin Norðurlöndin og hefur kerfið í hverju landi vitanlega sína kosti og galla. í minni sérgrein þótti mér Svíþjóð/Karolinska koma best út hvað varðar uppbyggingu og innihald sérnámsins og möguleika á rannsóknum, en mér þótti eftirsóknarvert að samtvinna klínískt sérnám og hlutastöðu í rannsóknum. Auk þess spilla fjölskylduvænar aðstæður ekki fyrir og svo heillaðist ég alveg af Stokkhólmi. Mikilvægt er að átta sig á að maður ber sjálfur ábyrgð á að fá út úr sérnáminu það sem þarf til að verða góður sérfræðingur, og bera sig eftir björginni hvað varðar kúrsa, ráðstefnur, aðgerðir o.fl. í samráði við handleiðara. Á móti kemur að slíku frumkvæði er vel tekið og maður getur upp að vissu marki sérsniðið sínar áherslur, frelsið er því í senn stór kostur og mögulegur galli. Á gigtardeild Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi er mikil samvinna milli legudeildar, dagdeildarog göngudeildar. Þarsem sjálfstætt starfandi sérfræðingar utan sjúkrahúss eru fáirfer eftirfylgd flest allra sjúklinga fram á sjúkrahúsinu auk þess sem deildin sinnir ráðgjafaþjónustu við heilsugæsluna. Maður fær því heildarsýn yfir og þjálfun í öllum þáttum fagsins. Sjúkraskrárupplýsingar, lyfjablöð, beiðnir og m.a.s. 62 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.