Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 13

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 13
Kláði, sem er einkenni húðsjúkdóms, kallar á greiningu og meðferð samkvæmt henni. Ef þörf er á kláðastillandi lyfjum á meðgöngu eru gömul og margreynd andhistamín lyf notuð s.s.Tavegyl® (klemastin), Polaramin® (dexklorfeniramin), Phenergan® (prometazin). Húðbreytingar Húðin getur tekið litabreytingum á meðgöngu, dökk svæði dökknaennmeir,sérstaklegavörtubaugurinn(areolamammae), linea alba verður linea nigra, fæðingablettir dökkna og af sama meiði er chloasma, sem er heiti yfir litabreytingar í andliti, dökka bletti á enni, gagnaugum og kjálkum4. Spider nevi geta stungið upp kollinum á meðgöngu og hafa þá engin tengsl við lifrarbilun eða aðra alvarlega sjúkdóma5.Örlitlir húðsepar (1-3 mm að lengd), sem í enskum ritum kallast skin tags, er lýst sem meðgöngufyrirbæri4. Lófaroði (palmar erythema) er vel þekktur á meðgöngu. Allar þessar húðbreytingar ganga til baka eftir fæðingu, alveg eða að minnsta kosti að mestu leyti. Tíð þvaglát Hjá flestum konum verða þvaglát tíðari en áður, og gildir það um alla meðgönguna4 og þarf alls ekki að vera vísbending um sýkingu. Hins vegar er einkennalaus sýklamiga (asymptomatísk bakteruria) vel þekkt á meðgöngu6 og því mikilvægt að fylgt sé leiðbeiningum7 um skimun og reglubundnar þvagræktanir. Aukin útferð Eðlilegt er að útferð frá leggöngum aukist mjög á meðgöngu. Það gerist snemma og varir alla meðgönguna4. Sé útferðin glær, hvít eða gulleit og ekki illa lyktandi, þá er tæpast nokkuð óeðlilegt á ferðinni. Sveppasýkingar Sýkingar af völdum candida albicans eru algengar á meðgöngu. Greining er oftast eingöngu klínísk og ekki þörf á ræktun. Dæmigerð er hvít eða græn kekkjótt útferð sem loðir við leg- gangavegginn og örgrunnar húðrifur á spöng og börmum. Kláði er ríkjandi einkenni en einnig sviði. Staðbundin með- ferð með imidazolafleiðum (Canesten®, Pevaryl®) er kjörmeðferð en lítil reynsla er komin á notkun tríazolafleiða (Candizol®, Diflucan®) um munn. Sýkingin getur gengið yfir án meðferðar\ Skeiðarsýklun Einkenni skeiðarsýklunar (e.bakterial vaginosis) eru illa lyktandi útferð og stundum sviði. Ekki er ljóst hvað veldur skeiðarsýklun eða hvaða sýkill er þar að verki en röskun verður í leggangaflórunni og lactobacilli fækkar hlutfallslega miðað við aðrar tegundir. Tengsl skeiðarsýklunar við fyrirburafæðingar hafa talsvert verið rannsökuð en niðurstöður eru ekki afgerandi. Ef skeiðarsýklun greinist í ræktun er hún oftast meðhöndluð með Dalacin® skeiðarkremi. Hins vegar er sjaldan ástæða til að meðhöndla ef svar við ræktun er „röskun á skeiðarflóru" nema einkenni séu mikil8. Beta-hemolýtiskir streptokokkar af fiokki B (GBS) Um 25% íslenskra kvenna eru GBS berar9. Hafi bakterian ræktast einu sinni hjá konu þarf aldrei að rækta aftur, heldurber að líta á hana sem bera alla tið. Ekki er ástæða til að meðhöndla einkennalausa GBS bera á meðgöngu. Undantekning frá því er þó GBS sýklamiga. Konur sem eru þekktir GBS berar fá penicillin i æð 1 fæðingu sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir nýburann. Herpes simplex á kynfœrum Fyrsta herpessýking sem verður á síðustu vikum meðgöngu getur verið alvarlegt mál en endurtekin herpessár á kynfærum eru yfirleitt ekki áhyggjuefni. Til þess að lina óþægindi konunnar má nota Valtrex® (valaciclovir) eða Zovir® (aciclovir) en slík meðferð er ekki hugsuð til verndar barninu. Jafnvel þótt sár sé á kynfærum þegar konan kemur i fæðingu er ekki einhlítt að gera beri keisara\ Brjóstsviði Brjóstsviði er algeng kvörtun á meðgöngu, einkum þegar líður á hana. Hægari iðrahreyfingar og þrýstingur frá stækkandi legi eiga þar hlut að máli5. Öll almenn ráð við brjóstsviða eiga við á meðgöngu og sýrubindandi lyf má nota. Þau frásogast ekki og fara því ekki yfir fylgju. Ef þau duga ekki til má næst reyna prótónpumpuhemla. Togverkir Togverkir hafa verið kallaðir „ligament” verkir og eru taldir stafa af togi á böndunum (lig. teres uteri, lig. infundibulopelvicum, lig. latum) sem tengja legið við grindarholsveggina. Kenningin er sú að legið stækki og böndin hafi ekki við að lengjast. Nokkuð dæmigert er að konurnar lýsa verkjum neðarlega í fossa iliaca, öðrum eða báðum megin. Algengust eru þessi einkenni á öðru trimestri. Útiloka þarf að um samdrætti og leghálsbreytingu sé að ræða. Grindarlos og verkir Liðamótin í mjaðmagrindinni (symphysis pubis og articulatio sacroiliaca) eru næsta óhreyfanleg en á meðgöngu verður, fyrir áhrif relaxins, svolítið aukin hreyfing 1 þessum liðum5 sem getur orðið sársaukafull. Dæmigert er að óþægindin aukist eftir því sem líður á meðgönguna og eftir því sem konan gengur oftar með. Allar þær hreyfingar og líkamsstellingar sem auka á hreyfingu í þessum liðum og vinda uppá grindina, geta framkallað verki. Dæmigerð iðja sem getur valdið slikum verkjum er það að ryksuga eða spila golf. Hins vegar geta konur sem illa eru haldnar af grindarlosi (einnig kallað grindargliðnun) hjólað sársaukalaust. Þá er grindin kyrr á hjólahnakknum og einungis mjaðmaliðirnir hreyfast. Margri konunni finnst sársaukafullt að snúa sér í rúmi og heldur það stundum fyrir henni vöku. Til eru sérsaumuð hjálpartæki, svokölluð snúningslök, sem nota má þegar svona er ástatt. Sjúkraþjálfun getur verið mjög gagnleg en hún felst ekki síst í ráðgjöf til kvennanna um líkamsbeitingu og hreyfingar. Samdrœttir Legsamdrættir eru mælanlegir alla meðgönguna en afar misjafnt er hversu mikið konurnar finna fyrir þeim. Kúnstin felst í því að greina á milli meinlausra, eðlilegra samdrátta og þeirra sem raunverulega boða fyrirburafæðingu. Þar vegur leghálsþreifing þyngst. Ef engin leghálsbreyting verður þegar samdrættir hafa staðið um tíma eru mestar líkur á að þeir séu meinlausir. <H>
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.