Læknaneminn - 01.04.2010, Page 14

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 14
Ureterstasi Víkkun verður á safnkerfi nýrna á meðgöngu en líklega valda henni hormónaáhrif á siéttan vöðva þvagleiðaranna sem og mekanísk áhrif stækkandi legs. Algengara er að víkkunin sé hægra megin og endurspeglar það eðlilegan snúning legsins (dextrorotation) sem þrýstir þá meira á þeim megin4. Þessi víkkun er líkleg orsök verkja með dæmigerðri þvagvegaútbreiðslu, yfir nýrastað með leiðni niður síðuna og fram í nára. Væg bankeymsli yfir nýranu og þreifieymsli í síðunni koma fram við skoðun. Ef verkurínn hverfur við legu á verkjalausu hliðinni eða við að lúta yfir stólbak eða borð, styður það greininguna. Útiloka þarf nýrnasteina og sýkingu. Ef konan er hitalaus og þvagstix hreint hvað varðar blóð, hvít blóðkorn, nítrít og prótein, þá eru steinar og sýking ólíkleg. Ómun má líka beita við að greina eða útiloka steina. Eiginleg meðferð við ureterstasa er ekki til en einkennin eru sjaldan langvarandi. Konurnar læra fljótt í hvaða stöðu verkurinn hverfur. Costochondral verkur og eymsli Skyldur grindargliðnun er aukinn hreyfanleíki á mótum rifbeina og geislunga eða beins og brjósks i brjóstkassa. Þetta getur valdið sárauka og tekið á sig mynd „millirifjagigtar” þar sem millirifjavöðvarnir leika stórt hlutverk. Litlir möguleikar eru á meðferð, þar sem NS AID lyf eru ekki nothæf á meðgöngu, aðeins paracetamol með eða án kódeins og bakstrar. í verstu tilvikum kemur millirifjadeyfing (intercostal block) til greina hjá verkjasérfræðingi (oft svæfingalæknar). Miðtaugarheilkenni (e.carpal tunnel syndrom) Miðtaugarheilkenni er algengt á meðgöngu og stafar liklega af staðbundnum bjúg við miðtaug handar (n. medianus) í tiltölulega þröngum úlnliðsgöngum (canalis carpi)5. Almennur bjúgur er algengur á meðgöngu en þær konur sem hafa einkenni þessa heilkennis á meðgöngu hafa ekki endilega mikinn sýnilegan bjúg að öðru leyti. Einkennin lýsa sér á svipaðan hátt hjá þunguðum konum eins og hjá öðrum, með verk og dofa á svæði miðtaugar, oftast verst á nóttunni og þegar konan vaknar að morgni. Einkenni ganga yfir eftir fæðingu. Líði konan af dofa eða verk er oft reynd sú meðferð að spelka úlnliðinn í réttstöðu eða léttri extensio. Sumum nægir að sofa með spelkuna. Stöku sinnum þarf að létta á þrýst- ingnum með því að spretta á retínaculum flexorum. Slíka aðgerð gerir handarskurðlæknir. Fótaóeirð Fótaóeirð er vel þekkt á meðgöngu. Ekki er völ á árangursríkri lyfjameðferð (dópamín agonistar) vegna fóstursins. Kódein (með paracetamoli) getur gagnast í stökum skömmtum en er ekki æskileg langtímameðferð. Eftir sitja almenn ráð svo sem hreyfing og fótaböð. Hafa ber í huga að járnskortur getur verið orsök í einhverjum tilvikum. Sinadráttur Sinadráttur í fótleggjum er vel þekkt einkenni á meðgöngu, einkum á nóttunni og fátt er við því að gera. Þó eru uppi vísbendingar um að magnesíummeðferð geti gert gagn10- Nefstífla Þroti í slímhúðum er vel þekktur á meðgöngu og er hann afleiðing aukins blóðflæðis til vefjanna. Mest finna þungaðar konur fyrir þessu í nefi og finna sumar fyrir langvarandi nefstíflu án tilefnis eða í kjölfar kvefsýkingar. Afrennsli úr nef- og ennisholum er skert og eykur hættuna á skútabólgum (sinuitis). Ofnæmiskvef verður enn verra vegna þessa ástands slímhúðarinnar4. Við nefstíflunni má nota Otrivin® (xylometazolin) og Nezeril® (oxymetazolin) en aðeins í stuttan tíma og gera þau lyf því takmarkað gagn. Af nothæfum nefúðalyfjum með sterum má nefna Rhinocort® (budesonid), Flixonase® (flutikason), Nasonex® (mometason) ogNasacort® (triamcinolon). Einnig getur gamalt lyf í forðatöflum, Rinexin® gert gott gagn og er vel reynt á meðgöngu. Bjúgur Blóðrúmmál, einkum plasmarúmmál, og utanfrumuvökvi eykst um 50% á meðgöngu. Bláæðaaðflæði (venous return) hefur ekkí við og afleiðingin er bjúgur4. Bjúgur einn sér er ekki hættumerki um sjúklegt ástand á meðgöngu. Öðru máli gegnir ef konan hefur meðgöngueitrun, nýrna- eða hjarta- sjúkdóm. Þvagræsilyf á ekki að nota á meðgöngu. Þau skerða nýrnastarfsemi fósturs og minnka legvatnsmyndun. Stundum eykst bjúgurinn fyrstu dagana eftir fæðingu og hverfur ekki fyrr en eftir eina til tvær vikur þar í frá. Yfirliðstilhneiging Konum er hættara við svima og yfirliðstilhneigingu á með- göngu en ella. Dæmigert er að það gerist þegar konan liggur á bakinu og stórt legið minnkar bláæðaflæði (e. venous return) eða að það komi fram sem blóðþrýstingsfall í réttstöðu (e. orthostatismi)4. Á öðru trimestri er blóðþrýstingur lægstur og verða þessi einkenni mest áberandi þá. Hjartsláttarónot Aukið blóðrúmmál og slagrúmmál hjartans skýrir að hjart- sláttarónot (e. palpitations) eru algengari á meðgöngu en ellah Langoftast eru þetta meinlaus einkenni sem konan þarf einungis að fá skýringu á. Ofanslegilshraðsláttur (e. supraventriculer tachy- cardia) er einnig vel þekkt á meðgöngu. Einkennin eru mjög miserfið og þarf að meta í hverju tilviki hvort ástæða ertil frekari rannsókna svo sem sólarhringshjartalínurits og meðferðar. Æðahnútar og gyllinœð Á meðgöngu eru æðahnútar (varices) algengir í neðri útlimum, burðarbörmum (vulva) og við endaþarm (gyllinæð). Aukið plasmarúmmál og aukið blóðflæði til vefja með minnkuðu blá- æðaflæði (venous return) valda aukinni bláæðafyllingu og skýra tilurð þeirra að nokkru4. Teygjusokkar og hvíld geta gert gagn, minnkað þantilfinningu, bætt líðan og ef til vill minnkað hættu á bláæðabólgu (e. phlebitis). Ráðleggja má notkun Hirudoid® áburðar (heparínafleiður) á bláæðabólgu en þó ekki í fyrir- byggjandi tilgangi, einungis ef hlaupin eru eymsli, roði og hersli í æðina. Ekkert samband er á milli æðahnúta og hættu á djúpum bláæðasega. Við gyllinæð er notuð staðbundin meðferð, lausasölulyfið Proctosedyl® (hýdrókortisón, cinkókaín og fleira) og í erfiðari tilvikum Doloproct® (lidocain og fluocortolon).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.