Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 17
Rákvöðvasundrun Rákvöðvasundrun er heilkenni sem einkennist af frumudauða vöðvafrumna og losun innanfrumuefna út í blóðrásina. Alvarleiki er allt frá einkennalausri hækkun vöðvafrumuensíma í blóði til lífshættulegra elektrólýtatruflana og bráðrar nýrnabilunar. Orsökum rákvöðvasundrunar er skipt í 3 flokka: 1) Averki eða kramning (e. crushing). 2) áreynsla án áverka. 3) án áverka, án áreynslu. Orsakir eru oftast augljósar út frá sögu eða aðstæðum sem eiga við, en algengar orsakir eru t.d. kramningsáverkar eftir bílslys, áverkar tengdir skurðaðgerðum, langvarandi lega i dái eða eftir flog, mikil líkamleg áreynsla o.fl. Stundum eru orsakir lúmskari og óljósari eins og erfðagallar í vöðvafrumuensímum, elektrólýtaraskanir, sýkingar, lyf og hormónaraskanir. Dæmigerð klínísk einkenni einstaklings með rákvöðva- sundrun eru verkir í vöðvum (myalgia), rauð- eða brúnlitað þvag vegna vöðvarauðamigu (e. myoglobinuria) og í blóð- prufum mælist hækkun á vöðvafrumuensímum. Hækkun á kreatínkínasa getur verið mjög mikil, oft vel yfir 100,000 U/L. Lang mest mælist af CK-MM sem er rákvöðvaútgáfan af ensíminu en einnig verður væg hækkun á CK-MB sem er hjartavöðvaútgáfan. Þessi væga hækkun á CK-MB endur- speglar hið litla magn sem er af því ensími í vöðvum en ekki einhvers konar skemmd á hjartavöðva. Hækkun á amínótransferösum og laktat dehýdrógenasa, sem leka úr skemmdum vöðvafrumum, verður oft til þess að fólk með rákvöðvaniðurbrot er misgreint með lifrarskaða. í þvagprufum sjúklings með rákvöðvasundrun sést oft blóð á strimilprófi en ekki rauð blóðkorn við smásjárskoðun. Strimilpróf er næmt fyrir blóðrauða og vöðvarauða og jákvætt stimilpóf endur- speglar síun vöðvarauðans sem losnað hefur í miklu magni út í blóðrásina. Rauðkornamiga er því ekki eðlileg í rákvöðva- sundrun og þarf að leita annarra orsaka ef hún er til staðar. Bráð nýrnabilun er algeng afleiðing rákvöðvasundrunar og kemur fram hjá 10-20% sjúklinga. Uppsafnaðar vöðva- rauðaafsteypur (e. heme pigment casts) í píplum geta valdið stíflu og tilheyrandi gauklar verða óstarfhæfir. Hem-hópurinn í vöðvarauða getur valdið beinum oxunarskemmdum á píplurnar. Þá getur minnkað blóðrúmmál komið fram er mikið magn vökva fer inn í skaddaða vöðva. Það getur leitt af sér minnkað blóðflæði til nýrna og blóðþurrðarskaða í nýrum. Skaddaður vöðvi getur tekið upp allt að 12 lítra af vökva fyrstu tvo sólarhringana eftir áverka. Hafa þarf í huga mögulegan endurflæðisáverka (e. reperfusion injury) og vöðvahólfa- heilkenni þegar verið er að veita meðferð við rákvöðvasundrun. Vöðvahólfa heilkenni getur svo aftur á móti valdið auknum vöðvaskaða vegna blóðþurrðarinnar sem fylgir. Brenglun á elektrólýtum, hækkun þvagsýru og efnaskipta- sýring (e. metabolic acidosis) eru algengar hjá sjúklingum með rákvöðvasundrun. Af elektrólýtatruflunum ber helst að nefna blóðkalíumhækkun og blóðfosfathækkun vegna losunar þessara efna úr vöðvafrumum. Blóðkalsíumlækkun getur orðið vegna útfellingar kalsíum í skaddaða vöðva ásamt minnkuðu viðbragði beina við PTH. Meðferð felst í: 1) Meðhöndla undirliggjandi orsök, ef unnt er. 2) Auka blóðvökvarúmmál með ísótónískri saltlausn sem allra fyrst. Markmið vökvagjafar er a) að hámarka blóðflæði (e. perfusion) nýrna og draga þannig sem mest úr blóðþurrðarskaða eða líkum á blóðþurrðarskaða og b) auka þvagútskilnað (e. urine flow rate) og skola þannig út vöðvarauða og vöðvarauðaafsteypum svo þær myndi ekki stíflu. Talið er til bóta að gefa sjúklingum með kramningsáverka vökva í æð áður en búið er að losa þá undan því sem er að kremja þá, t.d. ef viðkomandi er fastur eftir bílslys eða í hrundu húsi. 3) Vera á varðbergi gagnvart yfirvofandi nýrnabilun og/eða elektrólýtatruflunum með því að taka reglulegar blóðprufur og bregðast við þeim sem fyrst ef blóðprufurnar benda til að hættuástand sé að myndast. Umrœður Velta má fyrir sér hvort greiningin húðnetjubólga hafi verið rétt í þessu tilfelli. Vissulega voru húðútbrotin á hægri handlegg samrýmanleg netjubólgu en það útskýrir ekki einkennin í vinstri upphandlegg né verkina i þríhöfða. Tilgátan var sú að hún væri með slæmar harðsperrur samfara frumkominni netjubólgu sem útskýrði hækkunina á CRP. En þá má aftur spyr ja sig hvort ósvikin netjubólga myndi ekki valda hækkuðum hita og hækkuðum gildum á hvítum blóðkornum hjá svona ungri og hraustri stúlku? Svo er spurning hvort amoxýcillín/ klavúlanat sé besta meðferð við húðnetjubólgu, en algengustu sýkingarvaldar eru S. pyogenes og S. aureus. Það væri því eðlilegra að gefa t.d. penicillín eða díkloxacillín. Annað gildir ef viðkomandi er sykursjúkur en þá vill maður ná til loftfælinna baktería og gram neikvæðra stafa. Amocýcillín/klavúlanat væri betri kostur í þeim tilfellum. Þess má geta að hún tók ekki sýklalyfið eftir að hún var lögð inn á skammverueininguna. Boot Camp er hugtak sem notað er fyrir nýliðaþjálfunarbúðir í Bandaríska hernum. Boot Camp ehf. á Islandi byggir á æfingaaðferðum sem beitt er í herjum og lífvarðanámskeiðum víðast hvar í heiminum. Einn eða fleiri þjálfarar stýra hópi í ýmsum fjölbreyttum æfingum og hvetja fólk ákaft áfram. A æfingunum eru hlaup og sprettir, armbeygjur og maga- æfingar, froskahopp og upphífingar og fleira í margs konar útgáfum. Þá eru æfingarnar ýmist gerðar innandyra, á bíla- stæðinu fyrir utan, grasblettum í Laugardalnum og víðar. Velta má fyrir sér hvort þjálfararnir leggi of hart að fólkinu sem þeir eru að þjálfa. Ekki er gott að fullyrða um það. I rannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.