Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 27

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 27
sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar fólk við reykbindindi. Lýðheilsustöð heldur úti vefsíðunni www.reyklaus.is þar sem hægt er að nálgast gagnlegar upplýsingar um tóbak og skaðsemi þess ásamt því að fá stuðning og aðstoð við að hætta að reykja. Síðan er öllum opin, ókeypis og gagnvirk. Þar er einnig að finna próf sem reykingafólk getur tekið til að finna hvar það er statt í fíkn sinni3. Þar er meðal annars Fagerström prófið sem metur nikótínfíkn einstaklings og hefur reynst gagnlegt4. Mest upplýsandi spurning um nikótínfíkn er: Hvað líður langur tími frá því þú vaknar þar til þú reykir fyrstu sígarettuna? Reykingar innan 30 mínútna benda til mikillar nikótínfíknar og þörf fyrir meiri stuðning'. Krabbameinsfélagið hefur um árabil boðið upp á nám- skeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja, auk þess að bjóða einstaklingsmeðferð og fræðslu5. Námskeið hafa einnig staðið til boða í heilsustöðinni Heilsuborg6. Á Reykjalundi eru reykleysisnámskeið einnig í boði7. Margar heilsugæslu- stöðvar bjóða einstaklingsmeðferð við reykingum með stuðningsviðtölum og hægt er að fá reykleysisaðstoð á sjúkra- húsum og sjúkrastofnunum. Þá er ótalin aðstoð til reykleysis sem boðin er í fyrirtækjum og eflaust á fleiri stöðum. Lyf geta hjálpað til að losna úr viðjum fíknarinnar. Nikótínlyf fást í lausasölu og eru þau til í ýmsum formum og þarf hver einstaklingur að finna það form sem hentar honum. Mælt er með að nota nikotínlyf í að minnsta kosti átta vikur en þau má nota lengur. Meðferð með tveimur lyfjaformum eykur meðferðarárangur, til dæmis er nikotínplástur og nikótíntyggigúmmí vinsæl samsetning'. Á markaðnum eru nú tvö lyfseðilsskyld lyf fyrir þá sem vilja hætta að reykja, Búprópíon og Varenicline. Þau geta verið gagnleg meðferð. Ákvörðun um notkun lyfjanna fer eftir óskum viðkomandi sem og frábendingum og varúðartilmælum um notkun lyfsins. Nánari upplýsingar er að finna í klínískum leiðbeiningum landlæknis1 og á vef Lyfjastofnunar, www. lyfjastofnun.is. Það má einnig velta fyrir sér hvort meðferð við reykingum ætti að vera öflugri hér á landi en hún nú er. Undanfarin ár hefur European Network for Smoking Prevention - ENSP (http:// www.ensp.org/) sent frá sér samantekt um árangur hinna ýmsu Evrópulanda, þar á meðal íslands, í tóbaksvörnum á hverju ári8. ísland kemur vel út úr þeim samanburði nema hvað varðar framboð á meðferð við reykingum sem er samkvæmt samantektinni takmörkuð hér á landi. Á læknadögum í janúar siðastliðnum kynnti læknirinn Richard Hurt hvernig unnið er að meðferð við tóbaksfíkn á Mayo-sjúkrahúsinu í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar er boðin bæði inniliggjandi meðferð og göngudeildarmeðferð við tóbaksfíknh Bætt meðferð við tóbaksfíkn telst því meðal annars til áskorana sem heilbrigðisstarfsmenn standa frammi fyrir. í klínískum leiðbeiningum Landlæknis er að finna tilvísun í margar góðar greinar og ítarefni um reykingar sem er þess virði að rýna betur í. Reykleysi er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Margir óttast að fitna þegar þeir hætta að reykja og alltaf ætti að leggja áherslu á heilbrigða lífshætti samhliða reykstoppi meðal annars til þess að hindra þyngdaraukningu en einnig sem hluta af almennri heilsueflingu. Áhersla á heilbrigðan lífsstíl á heima í samskiptum heilbrigðisstarfsfólks við skjólstæðinga sína á hvaða þjónustustigi sem er. En hvað er þá heilbrigður lífsstíll? Ég ætla að rekja hér í stuttu máli hornsteina að heilbrigðum lífsstíl eins og við leggjum verkefnið upp í Heilsuborg og á Offitu- og næringarssviði Reykjalundar. • Regla í daglegu lífi. í grunninn má segja að heilbrigt líf snúist um reglu í daglegu lífi. Að skoða sjálf okkur, taka ábyrgð á heilsunni og finna að við erum við stjórnvölinn í lífi okkar. • Mataræði. Þar er regla máltíða og tímasetning þeirra mjög mikilvæg. Borða ávallt morgunmat, hádegismat og kvöldmat auk tveggja-þriggja millibita. Huga þarf að innihaldinu og gæta þess að við fáum nauðsynlega næringu úr fjölbreyttu fæði. Því minna sem matvælin eru unnin, því betra. Við hvetjum allt okkar fólk til að borða mat, ekki duft. Magn þarf að vera við hæfi. Hægt er að fá aðstoð til að reikna út orkuþörf. Líkaminn er gerður til að lifa af hungursneyð en ekki ofgnótt og því þurfum við að gæta okkar í nútíma samfélagi og skoða hvernig við umgöngumst mat. • Hreyfing. Líkami okkar er gerður til að hreyfast. Hreyfing hefur áhrif á andlega sem líkamlega líðan. Mikilvægt að finna hreyfingu við hæfi og vera minnugur þess að hvert skref telur. Það er aldrei of seint að byrja en ráðlegt er að fara hægt af stað í upphafi. • Svefn. Góður svefn er gulls ígildi. Heilbrigðar svefnvenjur skipta miklu og þar sem annarstaðar þarf að gæta að reglu. Það sem við höfumst að á daginn hefur áhrif á svefninn og því mikilvægt að byrja á að laga daglegar venjur. • Andleg líðan. Góð andleg líðan er grunnur þess að við náum árangri með önnur verkefni og finnum jafnvægi í daglegu lífi. Til þess þurfum við að tileinka okkur jákvætt hugarfar. Við þurfum að finna innri sátt og byggja upp sterka sjálfsmynd. Mikilvægt er eiga góð samskipti við fjölskyldu og samstarfsfólk, lágmarka streitu og ytra áreiti og vinna úr áföllum sem kunna að hafa hent okkur á lífsleiðinni. • Reykleysi og hófleg notkun áfengis er mikilvæg forsenda þess að við höldum góðri heilsu. • Vera sem næst kjörþyngd. Offituvandinn fer hratt vaxandi og þekkt er að heilsuvá sú sem starfar af reykingum er mun meiri ef sami einstaklingur er einnig of feitur. Fjölmargir sjúkdómar fylgja of- fitunni auk hættu á andlegri vanlíðan og félagslegri einangrun. Hægt er að ná miklum árangri í barátt- unni við offitu með þvi að breyta lífsstílnum til batn- aðar og hér gildir sem fyrr að forvarnir eru besta leiðin. Snemmtæk íhlutun á vandanum er sú næst besta en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Nokkrar forsendur eru fyrir því að breytingar á lífsháttum takist, hvort sem við erum að kljást við reykingar, offitu eða annað mein sem ógnar heilsunni. Hver einstaklingur þarf að viðurkenna vanda sinn og í kjölfarið gera sér grein fyrir hverju þarf að breyta. Grunnforsendan er siðan sú að VILJA BREYTA. Því næst þarf að huga að aðstæðum til að geta breytt því sem þarf að breyta og fá til þess aðstoð. Það er síðan í okkar höndum sem heilbrigðisstarfsfólks að finna hvar hver einstaklingur er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.