Læknaneminn - 01.04.2010, Page 31
3.ár
5.ár
6.ár
Hver er uppáhalds bakterian þín?
Oumdeilanlegur sigurvegari er Pseudo-
monas aeruginosa. Hin seiðandi angan
fleytir henni í fyrsta sætið umfram aðrar.
4.ár
Jón Ragnar
Jónsson
Hvaða hanskastœrð notar þú?
Eru þetta ekki full nærgöngular
spurningar?
María Hrund Stefánsdóttir
Hver er uppáhalds leynistaðurinn
þinn innan sþítalans?
Þessi veggur.
Hvaða þersónuleikaröskun finnst
þér áhugaverðust?
Histrionic.
Fólk með Histrioníc Personality Disorder
(Uppgerðarpersónulekaröskun) einkennist af
grunnum og óstöðugum geðhrifum og ýktri
tjáningu tilfinnínga. Þetta eru oftar konur en
karlar og eru þær sjálfsuppteknar, gjarnar á
leikræna tilburði og daður... fólk sem við
gætum kannski kallað „dramadrottning".
Þetta fólk á erfítt með að beita sjálft sig aga
og er tillitslaust en auðsært með stöðuga þörf
fyriraðdáun, spennu og athygli.
Erna
Sigmundsdóttir
Hvert er uþþáhalds liffœrið þitt?
Uppáhalds líffærin mín eru nýrun. Mér
finnst lífeðlisfræði þeirra einfaldlega svo
mögnuð og það hvernig þau koma að
stýringu margra mikilvægra en ólíkra
þátta s.s. salt- og vatnsjafnvægis og
blóðþrýstings jafnhliða því að framleiða
hormón og skija út úrgangsefni. Það er
sama hvar ég hef verið stödd í náminu
nýrun hafa einhvernveginn alltaf fangað
athygli mína. Ég féll fyrir lífeðlisfræði
þeirra á 2. ári, þvagræsilyfin áttu hug
minn allan á 3. ári og á 4. árinu fannst
mér nýrnalæknisfræðin skemmtilegasti
hlutinn af lyflæknisfræðinni. I gegnum
námið hef ég því orðið heillaðari og
heillaðari af líffærinu og styrkst í trúnni
um það hversu ótrúlega flottu og sniðugu
kerfi þau búa yfir.
Helga Björk
Pálsdóttir
Hvers áttu eftir að sakna mest við
að vera lceknanemi?
Þó að klárlega sé kominn tími til að
útskrifast eru mörg forréttindi við að
vera nemi og þess á ég eftir að sakna.
Mest á ég þó eftir að sakna þess að vera
hluti af þeim frábæra bekk sem ég er í,
sitja saman í fyrirlestrum og heyra mis-
munandi áhugaverðar og skemmtilegar
athugasemdir frá bekkjarfélögunum.
Ásgeir Þór
Másson
Hvað hefðir þú viljað vera ef þú
hefðir ekki farið í lœknisfrœði?
Ég veit að það hljómar frekar lúðalegt en
ég hefði viljað vera uppfinningamaður -
í þeim skilningi að búa til tæki og tól.
Hef alltaf haft mikinn áhuga á tækjum,
byrjaði snemma að taka tæki í sundur og
leika mér með hluti úr þeim. Til dæmis
þegar ég var smá polli dundaði ég mér
við að taka viftuna úr bilaðri Mac tölvu
og notaði sem mótor fyrir lítinn plastbát.
En til að svara spurningunni þá hefði ég
líklega farið í annað hvort verkfræði eða
eðlisfræði til að reyna fullnægja þessu
áhugamáli.
*
-m