Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 32

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 32
Öldruöum, langveikum sjúklingum fjölgar Að undanförnu hefur umræðan um þarfir aldraðra sjúklinga í okkar flókna heilbrigðiskerfi farið vaxandi. Þessa um- ræðu mætti skoða í stærra samhengi. Þar má nefna þá óumflýjanlegu staðreynd að öldruðum fjölgar í heiminum, aldurs- pýramídinn er að breytast í allt annað form sem minnir frekar á kúlu, svo að maður haldi sig við geometrisk form. Einnig ber að hafa í huga að þó að u.þ.b. 20% aldraðra séu við ágæta heilsu fram eftir aldri og missi aldrei getuna til að bjarga sér sjálfir1, þá er það nú samt svo að um 65% þeirra sem ná 80 ára aldri eru með fleiri en einn sjúkdóm.2 Orðtækið „Sjaldan er ein báran stök“ á svo sannarlega við um flesta sjúka aldraða einstaklinga vegna margra meðverkandi heilbrigðisvandamála hjá hverjum og einum. Fjölgun sjúkra ald- raðra er vandamál sem starfandi læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er orðið vel meðvitað um. Þessi hópur vex hraðar en nokkur annar sjúklingahópur og sérstaklega fjölgar þeim allra elstu með tilheyrandi sjúkdómum og fjöl- lyfjanotkun. Verkefnin verða ærin í fram- tíðinni. Þess vegna er brýnt að finna leið til að sinna þessu fólki á þann hátt sem er því fyrir bestu og sem hagkvæmast fyrir þjóðarbúið. Hagkvœm og heildrcen meðferð Aldraðir og veikir einstaklingar eru upp til hópa mjög viðkvæmir sjúklingar. Hin brotakennda meðferð sem bráðasjúkra- húsið veitir hentar þeim yfirleitt ekki vegna þess að þar er einblínt á einn meginsjúkdóm en ekki heildina. Það vantar heildræna nálgun sem tekur á öllu því sem gerir einstakling að manneskju; líkamlegir, andlegir og félagslegir þættir. TIL HVERS? Hinn hjartabilaði, hrumi einstaklingur þarf vissulega að fá þvagræsilyf en það er líka nauðsynlegt að bregðast við þvaglekanum, göngulagstrufluninni, depurðinni og félagslegu einangruninni ef á að veita honum lífsgæði og góða þjónustu. Langvarandi sjúkdómar eru nútíma- faraldur og þeim þarf að mæta. Öldruðum fjölgar og þar með stækkar hópur fjöl- veikra sem nota meginhluta af útgjöldum heilbrigðiskerfisins, 75% af útgjöldum bandaríska heilbrigðiskerfisins fer nú þegar i meðferð langveikra2. Meðferð aldraðra þarf að vera eins hagkvæm og kostur er, það þrengir að efnahag heilbrigðiskerfisins en einnig í ljósi þess hversu fáir munu verða til að sinna þessum hlutfallslega stækkandi hóp. Jafnframt þarf meðferðin að vera heild- ræn til að hún gagnist. Samfella í meðferð langveikra, aldraðra sjúklinga Samfella í meðferð á að geta mætt báðum þessum kröfum um hagkvæmni og heildræna nálgun3. Samfella felur það í sér að einn læknir sem þekkir sjúklinginn heldur utan um alla meðferð hans og sér til þess að ákvörðunum um meðferð sé framfylgt í ákveðinn tíma, sem er breytilegur eftir aðstæðum. Þessi sami læknir er tengiliðurinn ef sjúklingi hrakar, hann þekkir sjúklinginn í samhengi við umhverfi hans og samhæfir meðferðina innan flókins heilbrigðiskerfis. Samfella er flókin, erfitt er að skilgreina hana og enn erfiðara að mæla að magni til. Þess vegna getur verið að hún sé dæmd til að glatast í heilbrigðiskerfi nútímans þar sem síauknar kröfur eru um hratt gegnumstreymi og mælanlegan árangur meðferðar. En svo mikið er víst að samfellu ber oft á góma, sérstaklega innan öldrunargeirans. Við finnum öll hversu mikilvæg hún er, sjáum vinnusparnaðinn sem felst í því að þekkja sjúklinginn og eins að hann þekki lækninn. Sjúkdómsbyrðin setur meðferðarheldni i hcettu Læknismeðferð langveikra sjúklinga gengur ekki út á lækningu heldur með- ferð til að halda sjúkdómnum niðri og þetta krefst þess að sjúklingurinn beri þunga byrði til langs tíma. Margir eru að sligast undan þessari byrði og það stuðlar að alþekktu vandamáli hjá langveikum, þ.e. lélegri meðferðarheldni4. I því felst að sjúklingurinn fer ekki að læknisráðum og tekur ekki lyfin sín rétt. Þetta getur leitt til verri heilsu og aukinna útgjalda fyrir sjúklinginn sjálfan, fjölskyldu hans og ekki síst samfélagið þar sem með- ferðarkostum er eytt til einskis. Einnig getur þetta leitt til vandamála í sam- skiptum við sjúklinginn og rangtúlkunar á svörun við meðferð. Læknir eykur kannski lyf sem hann heldur að virki ekki í fyrirskipuðum skömmtum þegar þau í reynd eru alls ekki tekin inn. Flestir sjúklingar sem hafa getað gert grein fyrir lélegri meðferðarheldni sinni segja að þeir séu meðvitaðir um hana en að þá skorti hæfni, skilning eða getu til að gera betur4. Hér tel ég að samfella í meðhöndlun sjúklinga gæti bætt mikið úr og stuðlað að betri meðferðarheldni og þar af leiðandi minni sóun á verð- mætum. Með samfellu ætti að verða mun auðveldara að finna þá sjúklinga sem ráða illa við eigin meðferð og með aukinni samvinnu við sjúklinginn færi hann að verða meiri þátttakandi í ákvörðuninni um eigin meðferð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.