Læknaneminn - 01.04.2010, Side 34

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 34
JÚHANN PÁLL HREINSSON STRONGHANDS Jóhann Páll Hreinsson er 22 ára gamall og er á öðru ári í læknisfræðinni. Hann er ættaður frá Reykjavík hefur alla sína tíð búið í Vesturbænum, var í Hagaskóla og stundaði eftir það nám i Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Því næst var stefnan sett á inntökuprófin í læknisfræði og sér Jóhann ekki eftir því, segir að það sé það eina sem hann hefði viljað læra. Undanfarið eitt og hálft ár hefur hann getið sér gott orð á börum bæjarins undir listamannsnafninu Johnny Stronghands þar sem hann spilar blús með gítar og röddina að vopni. Viðurnefnið fékkhann eitt sinn á Dalvík þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari í kraftakeppninni Kefli við sjómenn á bar bæjarins en snýst sú keppni um að draga á milli sín kefli og sá sem missir fyrr takið tapar orrustunni. En hvernig kom það til að hann fór að spila og syngja? Jóhann hefur allt frá unga aldri verið viðriðinn tónlist, byrjaði snemma að læra á klarinett en snéri sér á unglingsárunum að gitarnum sem sínu aðalhljóðfæri. Hann er mikið til sjálfmenntaður en hefur tekið þrjú námskeið við Gítarskóla íslands (GÍS) sem hjálpaði honum nokkuð við að koma sér af stað. Upphafið var blúsinn sem leiddi hann svo út í rokk líkt og hjá mörgum öðrum, stofnuð voru ótal bönd sem entust varla daginn en einnig önnur sem urðu aðeins langlífari. Blúsinn fór að vekja áhuga hans meira sem tjáningarform og kynntist hann í kjölfarið mikið af fólki sem opnað hefur augu hans enn frekar fyrir þessum tónlistarstíl. En blús er ekki sama og blús. Hann hefur leitað einna helst í ræturnar, svokallaðan Delta-blús sem dregur nafn sitt af Mississippi Delta, gífurlega frjósömu landsvæði í samnefndu fylki Bandaríkjanna. Af hans helstu áhrifamönnum má nefna Robert Johnson, Robert Pete Williams, Mississippi Fred McDowell, Lead Belly, John Lee Hooker og fleiri. Þessir menn grúva. Chicago-blús sem á eftir Delta-blúsnum kom hefur einnig vakið áhuga Jóhanns en hann gefur ekki mikið út á þann blús sem fylgt hefur eftir þessum stefnum. Jóhann hefur mikið verið að spila undanfarið á börum bæjarins en viður- kennir þó að hann sé alls ekki duglegur að koma sér á framfæri, samböndin koma helst til í gegn um menn sem hafa heyrt hann spila. Þeir staðir sem hann hefur mikið spilað á eru Café Rosenberg, Dillon þar sem reglulega eru haldin blúskvöld, á Batterínu, Bakkus og fleiri stöðum. Hann hefur spilað á einum túr erlendis og var það síðasta sumar, þá spilaði hann á sjö tónleikum á átta daga ferð um Danmörku. Sá túr kom til í gegn um vin hans Elliða, sem kallar sig ET Tumason. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa svipaða áhrifavalda í tónlistinni og hafa spilað nokkuð saman. Jóhann spilaði í Kaupmannahöfn og fór einnig til eyjunnar Fano við vesturströnd Jótlands þar sem hann spilaði á tvennum tónleikum. Samstarfsverkefnin eru og hafa verið nokkur, meðal annars við Elliða þótt hann komi mest fram einn síns liðs. Gripurinn sem Jóhann spilar hvað mest á keypti hann af manni í Danmörku sem gerir upp gamla gítara. Gítarinn á rætur sínar að rekja til Chi- cago frá árinu 1967 og er í mestu uppá- haldi af þeim níu gíturum sem hann á. Tvær ferðir með gítarinn til Amsterdam hafa að vísu kostað hann tvær stórar dældir en eigandinn lætur það ekkert á sig fá. Hann hafði í byrjun ekki mikla trú á röddinni sinni en hún hefur þróast og er hann sáttur við hana í dag. Jóhann hefur samið mikið af lögum á undanförnum árum og sækir sinn inn- blástur að sögn i erfitt kvenfólk, brjóst- birtu, blús og fleira. Læknisfræðin kemur þar lítið við sögu. Fyrsta platan hans, frumburðurinn, leit dagsins ljós nú á vormánuðum og fékk hún nafnið Good People of Mine. Plötuna tók Jóhann upp í Stúdíó Sýrlandi og hefur hún að geyma um 12 lög, flest eftir hann en einnig lög eftir aðra blúsara. Mörg blúslög eru þess eðlis að menn taka þau og gera þau að sínum, pússa þau þannig að þau aðlagist stíl hvers og eins, en þetta hefur Jóhann einmitt gert. En hvernig fer læknisfræðin saman við líf blúsarans? Það gengur vel og Jóhann hefur ekki miklar áhyggjur af framtið- inni. Hann vill bara vera bæði læknir og blúsari og ætlar að láta það ganga upp. Menn verða sjaldan heimsfrægir fyrir það að spila þessa gerð tónlistar en ef hann fengi tækifæri til að spila um allan heim kæmi vel til greina að hvila sig tímabundið á læknisfræðinni. Hann kveður undirrit- aða með laginu What‘s the Matter Now eftir Mississippi Fred McDowell á gítar og handabandi sem eyðir öllum efa um réttmæti listamannsnafnsins. Monika Freysteinsdóttir Mynd: Axel Siguröarson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.