Læknaneminn - 01.04.2010, Page 37

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 37
gekk hann út. Þá er maður eitthvað að koma á eftir [...] og segja svo „ja hann er nú svolitið hvatvís þessi en við skulum sjá hvað kemur út úrþessu ...já þetta er mjögslcemt brot en við munum gera okkar besta og það er nú kannski engin ástceða til [...] að leggja árar í bát strax“. Gagnrýni eða leiðsögn er einn mikilvægasti þáttur verk- námsins að mati læknanemanna. Nemarnir segja að gagnrýni sé langoftast af hinu góða hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð og að þeir óttist hana ekki. Læknanemarnir telja brýnt að gagnrýni sé reglulegur hluti af námsferlinu og segjast þola hana vel. Þegar nemarnir fá gagnrýni eða leiðsögn finna þeir til mikilvægis og að kennara þeirra stendur ekki á sama um hvernig þeim tekst til. Þetta örvar þá til að gera betur. Eg hef bara upplifað það jákvætt, ég er annað hvort bara styrktur i þvi að ég sé að gera rétt, eða þá að það er eitthvað leiðrétt hjá mér sem ég er þakklátur fyrir að vera þá ekki að gera vitlaust áfram [...] Hins vegar upplifa læknanemarnir oft að fá enga leiðsögn eða gagnrýni á verk sín, jafnvel þótt þeir biðji kennara sína um slíkt. I klínikunum þá eru sérfrceðingarnir oft bara eitthvað „neinei, ég hef ekki tima núna en ég hitti þig á eftir og við tölum um þetta þá“, ég krafðist þess að sérfrœðingurinn fylgdist með mér gera skoðun ífyrri klínikinni minni og hann gerði það. I seinna skiptið bað ég aftur sérfrœðing sem cetlaði ekki ífyrstu að gera það en svo lét hann undan mér og gerði það. Hann gaf mér mjög lítið feedback á það sem ég var að gera svo hversu mikið hann var að fylgjast með eða skoða joumal í tölvunni sinni veit ég ekki. Þegar kennarar veita læknanemum svigrúm til viðræðna, setjast niður með þeim eða spyrja þá hvort þeim liggi eitthvað á hjarta fá nemendurnir mikilvægan stuðning. Einn nemandi segir frá tilteknum kennara sem ræddi stutta stund við nemendur sína einn og einn í einu eftir að þau höfðu verið undir leiðsögn hans í eina viku: [...] Hann spurði okkur hvemig okkur hefði fundist og sagði „ mérfannst þú standa þig bara mjög vel í þessu, þú mcettir kannski aðeins laga þetta“ [...] þetta var alveg frábcert! Umrœða Margir kennarar læknanemanna eru góðar fyrirmyndir og segjast læknanemarnir fyrst og fremst læra framkomu og samskipti við sjúklinga á verklegu árunum með því að fylgjast með kennurum sínum og tileinka sér hegðun þeirra. Þegar lesið er yfir viðtölin tvö kemur í ljós að dregin hefur verið upp frekar neikvæð mynd af verknámi læknanema við Háskóla íslands. Þegar þátttakendurnir fengu að lesa niður- stöðukaflann yfir voru þau nokkuð ánægð með hann en þó óánægð með hversu neikvæður kaflinn var. Þau sögðu eftir á að verknámið væri í heild sinni frábært og að flestir kennarar væru góðir í samskiptum sínum við sjúklinga og nemendur. Ég vann þó einungis út frá þeim niðurstöðum sem fram komu í viðtölunum. Vera má að rannsóknarspurningin „Hvernig veita kennarar í verknámi læknanemum leiðsögn varðandi siðferðileg álitamál og samskipti við sjúklinga?“ hafi verið túlkuð á of neikvæðan hátt af þátttakendum rannsóknarinnar. Þó var tekið fram í upphafi beggja viðtala að upplifanir og reynsla af jákvæðum atburðum ættu til jafns heima í þessari umræðu. Skiljanlegt er að sláandi atburðir sem gerðir eru á ófaglegan, ósiðferðilegan eða jafnvel á vondan hátt sitji fastar í minningunni miðað við atburði þar sem allt gengur smurt og vel fyrir sig. Þannig er jákvæðu hlutunum kannski tekið með meira jafnaðargeði þar sem nemendum þykir það sjálfsagt að alltaf sé komið vel fram við þá sem og sjúklinga og aðstandendur. Þeir kennarar sem virðast ná best til nemenda eru þeir sem gefa sértíma efnemendur þurfa á þeim að halda. Opinumræða á spítalanum um framkomu og samskipti milli kennara, læknanema og sjúklinga gæti leitt af sér ákveðið faglegt aðhald fyrir nemendur sem og kennara. Það ætti að vera eðlilegur hluti af læknastarfinu og kennslunni að menn ræði málin hver við annan þannig að engum kæmi gagnrýni eða leiðsögn á óvart eða þætti hún óþægileg. Líta má á viðtölin tvö sem dæmi um umræður sem þyrfti að vera meira af í náminu sjálfu því þessi stutta stund sem nemendur áttu saman í viðtölunum var að þeirra sögn mikilsverð og dýrmæt og létti af þeim nokkru fargi. Þau hlustuðu hvert á annað, fundu samhljóm við sínar eigin upplifanir og gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að ræða hlutina. Svava Guðmundsdóttir Lceknanemi á 4. ári Heimiidir 1. 1. Cordingley L, Hyde C, Peters S, Vernon B, Bundy C. Undergraduate medical students' exposure to clinical ethics: a challenge to the development of professional behaviours? Med. Educ. 2007;41(I2):1202-09. 2. 2. Nogueira-Martins MCF, Nogueira-Martins LA, Turato ER. Medical students' perceptions of their learning about the doctor-patient relationship: a qualitative study. Med. Educ. 2006;40(4):322-28. 3. 3. Burack JH, Irby DM, Carline JD, Root RK, Larson EB. Teaching compassion and respect - Attending physicians' responses to problematic behaviors. J. Gen. Intern. Med. 1999;14(l):49-55.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.