Læknaneminn - 01.04.2010, Side 43

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 43
með hindrað hydroxyleringu á lyfinu. Leiðir það til aukinnar virkni lyfsins en bupropion i of stórum skömmtum getur komið af stað flogaköstum7. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á milliverkandi áhrif Ginkgo við omeprazol, ritonavir og tolbútamíð en Ginko veldur lækkun á styrk þeirra i plasma8. Hindrunaráhrif Ginko á P-gp sáust ef gefnir voru endurteknir skammtar af Ginko sam- hliða talinólól meðferð. Jókst styrkur talinólóls í plasma um 36% en einn skammtur af Ginko hafði engin áhrif. Líklega er þetta vegna áhrifa á P-gp og/ eða annarra lyfjapumpa'7. Sólhattur (Echinacea) Sólhattur er talinn örva frumubundið ónæmissvar og hefur verið notaður við efri loftvegarsýkingum og þvag- færasýkingum í áraraðir. Söluvaran Sólhattur inniheldur afurðir þriggja mismunandi Echinacea jurta, E. pur- purea, E. angustifolia og E. pallida. Þessi blanda innleiðir CYP3A4 in vitro en E. angustifolia, hindrar ensímið þegar hún er gefin sér’. Rannsóknir á sjálfboðaliðum sýndu að áhrif sólhatts eru mismunandi á CYP í meltingarvegi og hepatocytum, hvað varðar hindrun og innleiðingu, og væru áhrif á umbrot annarra lyfja því líklega óveruleg. Ginseng Ginseng er notað við staðfestuleysi, upp- gjöf, þreytu, einbeitingarskorti, getu- leysi og kvíða. Mikil hefð er fyrir notkun þess hjá námsmönnum og fólki sem telur sig vera undir miklu álagi. Síberískt ginseng er tiltölulega mein- laust, en kínverskt ginseng (Panax gin- seng) hefur milliverkanir við mörg lyf. Sem dæmi má nefna að það eykur blóð- þynnandi áhrif warfarins, og hraðar umbrotum áfengis í lifur. Einnig hefur það insulin lík áhrif og jafnar blóðsykur'. Ginseng virkni á CYP er veigalítil í flestum tilvikum. Mjólkurpistill (Silybum marianum) Mjólkurþistill er notaður við meltingar- truflunum og lifrar- og gallblöðruvanda- málum. Hann inniheldur ýmis virk efni, en þar ber helst að nefna silymarin, en það er umbrotið af CYP og fasa II en- síminu UGT í silybinin. Silymarin og silybinin hindra ýmis CYP og UGT in vitro en hafa engin áhrif á P-gp2. In vivo hefur mjólkurþistill lítil sem engin áhrif á útskilnað og plasmastyrk ýmissa lyfja en merkilegra þykir að inntaka mjólkurþistils sam- hliða erfiðum lyfjameðferðum eins og krabba-meinsmeðferð með cisplatin hefur vernd andi áhrif á nýru og lifur án þess að skem-ma fyrir frumudrepandi virkni lyfsins1. Hvitlaukur (Allivum satiuvum) Eitt virkasta efni hvítlauks kallast allicin. Hvítlaukur er er meðal annars notaður við æðakölkun, háþrýstingi, of háu kólesteróli, öndunarfærabólgu og liðverkjum. Allicin veldur innleiðingu á CYP3A4 en hemur CYP2C9 og CYP2C19. Rannsóknir hafa sýnt að við inntöku samhliða saquinavir meðferð (proteasa hemill) minnkar heildarfrásog lyfsins um 51%. Allicin getur þar af leiðandi hindrað árangursríka HIV meðferð. Ástæðan er örvun á virkni C YP3 A4 i þörmum en það sér um umbrot saquinavirs. Hvitlaukur hefur áhrif á fibrinogen og blóðflögusamsöfnun. Inntaka samhliða warfaríni örvar blóðþynnandi áhrif lyfsins og getur leitt til tilviljanakenndra blæðinga. Hann eykur jafnframt áhættu á blæðingum í kjölfar skurðaðgerða þar sem notuð eru svæfingalyf. Hvítlaukur getur valdið blóðsykursfalli ef tekinn inn samtímis og sykursýkislyfið klórprópamíð1’5. Lakkris Virka efni lakkrísrótarinnar, glabradin er meðal annars notað við hjarta-, æða- og MTK- sjúkdómum. Það er talið bólgueyðandi,magaslímhúðarverndandi og ofnæmishindrandi. Glabradin getur haft milliverkandi áhrif við þau lyf sem flutt eru af P-gp, m.a. í blóð- heila þröskuldi10. Einnig er talið að lakkris hafi milliverkandi áhrif við digoxín og leiði til eitrunar af völdum þess". Birkiaska Birkiaska er markaðsett hér á landi sem bjúgminnkandi og hægðalosandi. Hún á að vinna gegn gigt, nýrnasteinum, flensueinkennum, útbrotum og exemi. Engar rannsóknir eru þó til sem sýna fram á virkni birkiöskunnar né mögu- legar milliverkanir hennar við lyf. Islensk rannsókn frá 2001 greindi frá mögulegri milliverkun við morfín og er hún talin stafa af lyfjakolsáhrifum birkiöskunnar sem bindur lyfið í melt-ingarvegi og minnkar þannig aðgengi þess12. Hverjir nota náttúruefni? Fólk áttar sig oft ekki á því að þó að náttúruefni komi vissulega beint frá Móður jörð þá innihalda þau ýmis virk efni. Mikill munur getur verið á inni- haldi náttúruefnis með sama markaðs- heiti milli framleiðenda, og jafnvel milli framleiðsluskammta. 55% Bandaríkja- manna segjast nota náttúruefni að staðaldri. Mikil notkun meðal langveikra er athyglisverð, til dæmis 70% HIV sjúklinga í Bandaríkjunum. Notkunin er aðallega til að létta á aukaverkunum erfiðra lyfjameðferða eða sem einhvers konar sáluhjálp. Flestir sjúklingar greina ekki frá náttúruefnanotkun við lækninn sinn í óspurðum fréttum. Ástæður fyrir því eru m.a. þær að fólk telur efnin örugg þar sem löng hefð er fyrir notkun þeirra, aðrir gera sér ekki grein fyrir mögulegum milliverkunum, sumir skammast sín og enn aðrir óttast fordóma læknis gagnvart notkun slíkra efna. Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á notkun náttúruefna hjá krabbameins- sjúklingum sem mæta á göngudeild krabbameinslækninga á LSH. Þar kemur fram að um 80% sjúklinga nýta sér óhefðbundin úrræði, þá sérstaklega jurta- afurðir. Mesta notkunin er meðal kvenna með brjóstakrabbamein. Notkun hefur aðallega aukist meðal kvenna og yngri einstaklinga, einnig er hún minna tengd lágu menntunarstigi13. Margir læknar eru ómeðvitaðir um þessa þróun og spyr ja sjaldan um inntöku náttúruefna. I íslenskri rannsókn frá 2001 kom fram að 17% lækna spyrji alltaf/oft sjúklinga sína hvort þeir noti náttúruefni, 62% stundum/sjaldan og 19% aldrei12. Milliverkanir við náttúruefni geta misskilist sem aukaverkanir lyfja, ófullnægjandi lyfjameðferð eða aukinn framgangur sjúkdóms. Það gefur því augaleið að mikilvægt sé að hafa þennan möguleika í huga og muna að spyrja sjúklinga um notkun nátturuefna11. Þórunn Bjarnadóttir Þórunn Halldóra Þórðardóttir * *
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.