Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 48
Sko, ef þú œtlar að þykjast kunna að baka þá þýðir ekkert að bjóða uþþ á eitthvað
Betty Crocker sjitt. Þess vegna er ég, Þórir Bergs, kominn til þess að redda þessum
málum, til þess að gera þig fœra(n), til þess að kennaþér að halda á kökuspöðunum,
til að kenna þér hvernig á að hnoða, mixa og þeyta, til þess að þú getir sjálf(ur)
haldið kökuboð sem vert er að mœta í.
Fyrst skiptir höfuðmáli að vera ekkert að stressa sig - ég meina,
það er ekki eins og kökuboðin þin muni einhverntímann
jafnast á við mín. Því næst er málið að redda sér einhverri djúsí
uppskrift. Best er að tala við mömmu, ömmu, frænda, frænku
eða einhvern annan í fjölskyldunni sem þykist kunna að baka
og finna með hjálp þeirra eitthvað sem fær medulla oblongata
til þess að örva botnfrumur serous og mucous munnvatnskirtla
til þess að seyta sínu.
Af þessu tilefni hef ég ákveðið að splæsa á liðið tveimur
skotheldum uppskriftum úr vopnabúri mínu sem ykkur er hér
með leyft að nota.
Marsipanbrauð
Það er ekkert sem segir jól eins og glóðvolgt marsipanbrauð,
það er bara eitthvað svo dásamlega beisik við það hvernig
smjörið bráðnar þegar maður smyr bakkelsið og hvernig það
virkjar yfirborðsviðtaka bragðlaukanna þegar maður bítur í
það. Og ég ætla að kenna þér að búa það til.
Til þess að þetta takist hjá þér - til þess að gestir þínir muni
Marsipanbrauð
/2 L mjólk Fylling:
75 g ger V/2 dL súkkat (=100 g)
13/4 dL sykur 200 g marsipan
150 g smjör 50 g smjör
1 tsk salt 2 tsk vanillusykur
Ikg hveiti
1 stk egg Penslað með kaffi eða eggi
- strá perlusykri yfir
veltast um sæti sín af ánægju - til þess að randkerfið fari alger-
lega yfirum af dópamíni - til þess að leggja þurfi þau inn vegna
ídíópathískrar malignant ofsahamingju þá þarftu að fylgja
þessum skrefum nákvæmlega: