Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2010, Qupperneq 51

Læknaneminn - 01.04.2010, Qupperneq 51
LÆKNISFRÆÐII ÖÐINSVÉUM I Danmörku er læknisfræði kennd á þremur stöðum og er Óðinsvé einn þeirra. Hinir tveir eru Kaupmannahöfn og Árósar. Engin skólagjöld né skráningargjöld eru innheimt í dönskum háskólum, og geta íslendingar sótt um nám hér á sama grundvelli og Danir. Óðinsvé er þriðji stærsti bærinn í Danmörku og búa hér tæplega 190.000 manns. Óðinsvé er staðsett á eyjunni Fjóni, sem er á milli Sjálands og Jótlands. Lestarsamgöngur hingað eru mjög góðar því allar lestar milli Jótlands og Sjálands stoppa hér og tekur lestarferð til Kaupmannahafnar einn til tvo klukkutíma. Óðinsvé hefur uppá margt að bjóða, hér er fjöldinn allur af íþrótta- og tómstundafélögum, ágætis úrval tónleikastaða, leikhús, kvikmyndahús, söfn og mjög líflegt næturlíf um helgar. Gamli bærinn hefur sinn sess í danskri sögu, þar er meðal annars fæddur og uppalinn einn þekktasti rithöfundur Danmerkur, H.C. Andersen. Hér er lögð mikil áhersla á að auðvelt sé að komast ferða sinna á hjóli og er bærinn talinn vera einn helsti hjólreiðabær Danmerkur. Óðinsvé er mikill námsmannabær. Hingað flytja margir til að sækja nám, bæði frá öllum landshlutum Danmerkur og frá öðrum þjóðum. Sveitarfélagið leggur mikla áherslu á að gera bæinn að góðum valkosti fyrir námsmenn. Það er gert á ýmsan máta, til dæmis heldur sveitarfélagið útitónleika í byrjun hvers skólaárs til að bjóða alla námsmenn velkomna í bæinn. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum þá tryggir sveitarfélagið að allir námsmenn fái leiguhúsnæði og vinnu með skóla. Nánari upplýsingar um þetta má finna á www.studiebyen.odense.dk. Læknisfræði í Óðinsvéum er kennd við Syddansk Universitet. Hér eru árlega teknir inn um 300 nemendur í læknisfræði og í heildina stunda núna rúmlega 1500 læknanemar hér nám. Þar af eru 13 Islendingar en einnig er talsvert af Norðmönnum og Svíum í náminu. Námið er eins og víðast hvar skipt upp í þriggja ára bachelornám og þriggja ára kandídatsnám. í bachelorhluta námsins er kennt eftir svokölluðu ”modul” kerfi eða verklotum. Hverri önn er skipt í tvær verklotur þar sem hvor verklota inniheldur átta kennsluvikur, auk níundu vikunnar þar sem prófað er úr námsefni verklotunnar áður en sú næsta hefst. I kandídatshluta námsins er svokallað blokkakerfi sem einnig er nokkurs konar verklotu kerfi. Hver verklota stendur í 2-6 vikur og endar hún á prófi, sem oftast er krossapróf. Þó fer öll ellefta önnin í rannsóknarverkefni og tólfta og síðasta önn námsins er samansett af svokölluðum vikunámskeiðum sem fela í sér upprifjun og undirbúning fyrir embættisprófið. Embættisprófið er þriggja daga próf byggt á sjúkrasögum og skiptist það niður í eitt skriflegt próf og tvö verkleg próf þar sem farið er á milli leikinna stöðva og hin ýmsu verkefni leyst. Verkleg kennsla fer bæði fram í bachelor- og kandídatshluta námsins þó að af sjálfsögðu stærsti hluti hennar liggi á kandidatshlutanum. í lok fyrsta árs þá er fjögurra daga krufningarnámskeið en það er hluti af fjórðu verklotu þar sem meginefnið er anatómía. í bachelor náminu er einnig talsvert af tilraunum og á sjöttu og síðustu önn bachelors námsins er tveggja vikna verknám. I kandídatsnáminu eru tvö verknámstímabil og þau innihalda samanlagt fjórar vikur í lyflækningum, fjórar vikur í skurðlækningum, tvær vikur í geðlækningum, fjórar vikur á deild að eigin vali og tvær vikur í annað hvort heimilislækningum eða barnalækningum. I bæði bachelor- og kandídathluta námsins fara nemendur í verklega kennslu hjá klíniskum færnibúðum en þar er kennt meðal annars hvernig taka á hjartalínurit, hvernig á að hlusta lungu, setja upp æðaleggi, taka blóðprufur og margt fleira. Æfingarnar framkæma nemendur hver á öðrum eða á sérstökum æfingadúkkum eftir því hvað við á. Tilgangurinn með þessu er að nemendur hafi ákveðinn verklegan grunn áður en þeir eru sendir á hinar ýmsu deildir í verknám. Bæði er um að ræða kennslu þar sem er skyldumæting en þar fyrir utan er einnig boðið uppá aukatíma ef menn vilja rifja upp eða æfa sig frekar. Allt námið fer fram á dönsku en margar bækurnar eru á ensku. Þó hafa Danir staðið sig ágætlega í að útbúa kennsluefni og má meðal annars fá ágætis bækur í vefjafræði, anatómíu, fósturfræði og lyfjafræði á dönsku. Námsaðstaðan er ágæt, nemendur hafa aðgang að skólanum allan sólarhringinn, þar á meðal hafa læknanemar sérstakan aðgang að vefjafræði- og anatomíustofum. Um er að ræða annars vegar stofu með aðgang að smásjám og vefjasýnum og hins vegar stofu með líffærum eða líkamspörtum sem liggja í formalíni, bæði í sérstökum glerskápum og í körum þar sem hægt er að taka þau upp til nánari skoðunar. Möguleikar á að stunda rannsóknir eru góðir og öðru hvoru er auglýst eftir nemendum til að vinna að rann- sóknarverkefnum. Þess má geta að við Institut for Mole- kylær Medicin eru meðal annars stundaðar rannsóknir á stofnfrumum, nýrum og blóðrás og hafa rannsóknir þeirra vakið athygli á alþjóðavettvangi. I Danmörku eru til samtök læknanema sem kallast FADL (Forening af Danske Lægestuderende). Samtök þessi standa vörð um réttindi læknanema ásamt því að bjóða uppá ýmis fríðindi fyrir félagsmenn en eitt stærsta verkefni þessara samtaka er að reka og bjóða uppá afleysingaþjónustu. Meðlimum samtakanna stendur til boða að sækja námskeið og að þvi loknu að vinna hjá afleysingaþjónustunni. Að mestu leyti eru það spítalarnir sem nýta sér þessa þjónustu þegar þörf er á auka mannafla, ef mikið er að gera eða mikið er um veikindi hjá fastráðnu starfsfólki. Stór hluti þessara starfa eru umönnunarstörf þar sem unnið er með hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum eða þá setið yfir sjúklingum sem tengdir eru við öndunarvél. Þetta er ágætis leið bæði til að fá tekjur meðfram náminu auk þess sem að það gefur góða reynslu að vinna á hinum ýmsu deildum. Nánari upplýsingar um Háskóla Suður Danmerkur (Syddansk Universitet) og námið þar má finna á heimasíðu þeirra, www.sdu.dk. Einnig má finna frekari upplýsingar um læknanám í Danmörku á heimasíðu Félag Islenskra Læknanema í Danmörku, www.fild.dk. Nils Daníelsson lœknanemi i Oðinsvéum -•
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.