Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2010, Qupperneq 66

Læknaneminn - 01.04.2010, Qupperneq 66
Fáir íslendingar þekkja vel til læknanáms í Ungverjalandi og ýmsar spurningar hafa vaknað sem vonlegt er. Fólk spyr sig gjarnan hvort námið sé metið á Islandi og hvers vegna svo margir íslendingar hafi kosið að læra til læknis í Ungverjalandi. Spurningar vakna ekki síst hjá þeim sem taka þá ákvörðun að fljúga þessa 3300 km leið til lands sem þeir þekkja ekki vel og ætla sér að búa þar í sex ár. Ástæður og aðstæður þeirra sem útí þetta leggja eru mis- jafnar en allir eiga það sameiginlegt að vilja sækja traustan og góðan grunn í læknisfræði. Sjálf erum við nemendur á 4. ári (Hafsteinn) og 2. ári (Katrín) við læknadeildina í Háskólanum í Debrecen og vonumst til með að geta svarað helstu spurningum sem hafa vaknað í tengslum við námið og háskólalífið hér úti. Sem stendur stunda rúmlega 70 Islendingar læknanám í Debrecen auk tveggja nema í tannlæknisfræði. Við þennan hóp íslendinga bætast börn og makar. Nú þegar hafa 18 manns lokið héðan námi. Borgin Debrecen er næst stærsta og fjölmennasta borg Ung- verjalands á eftir höfuðborginni Búdapest. Hér búa rúmlega 200 þúsund manns en í Ungverjalandi búa alls um það bil 10 milljónir manna. Debrecen er vinaleg og hæglát borg í um þriggja stunda fjarlægð austan af Búdapest, skammt frá landamærum Rúmeníu. I borginni mætast gamli tíminn og sá nýi en borgin var nánast lögð í rúst í síðari heimsstyrjöldinni og merki kommúnismans blasa víða við hvort sem það í formi bygginga eða þeirra sem hér búa. Á móti kemur að Debrecen ber þess augljós merki að vera háskólaborg þar sem fjölskrúðugt og fjölþjóðlegur hópur nemenda setur svip sinn á borgina og efnahaginn. Borgin á sér mikla sögu og hefðir, bæði gamlar og nýjar, sem gaman er að vera hluti af. Háskólinn í Debrecen er einn sá stærsti í Ungverjalandi og telur í heildina yfir 20 þúsund nemendur. Skólinn rekur upphaf sitt til ársins 1912 en læknadeildin var aðskilin öðrum deildum árið 1950. Skólinn hefur alið af sér marga merka fræðimenn sem Ungverjar stæra sig af við flest tækifæri en þess má til gamans geta að Ungverjar státa af næst flestum Nóbelsverðlaunahöfum í heimi miðað við höfðatölu... á eftir Islendingum auðvitað. Læknadeildin er í raun tvískipt. Hún skiptist í ungverska nemendur annars vegar og erlenda hins vegar. Deildin fyrir erlenda nema er alþjóðleg og hana skipa nemendur frá hinum ýmsu löndum; Taiwan, Vietnam, ísrael, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Nígeríu, íran, írak, Bretlandi, Tyrklandi og svona mætti áfram telja. Árlega hefja um það bil 300 erlendir nemendur nám við deildina en brottfall er umtalsvert, sér í lagi á fyrstu þremur árum námsins. Námsfyrirkomulagið er í reynd ekki ólíkt því sem gengur og gerist á íslandi þó sumpart sé það öðruvísi og hafi sína kosti og galla. Haustönn hefst í byrjun september en vorönn i byrjun febrúar. Á fyrstu þremur árunum er önnin 15 vikna löng með áherslu bæði á bóklegt nám og verklega kennslu í líffærafræði á fyrsta og öðru ári og meinafræði á þriðja ári þar sem krufningar eru stór hluti námsefnisins. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi fyrir 4. og 5. ár sem ætti að vera íslenskum læknanemum nokkuð kunnugt, eins konar blokkakerfi. Tvær fimm vikna blokkir með blönduðu bóklegu og verklegu námi og svo fjórar vikur í verklegu námi, að þeim loknum, auk próftímabils. Sjötta árið er síðan að öllu leyti verklegt, ekki ósvipað kandidats árinu á íslandi, sem lýkur síðan með embættisprófi og leyfisveitingu. Læknaleyfið gildir á Evrópska efnahagssvæðinu og er því fullgilt á íslandi sem og annars staðar innan ESB svæðisins. Allur gangur er á þvi hvað læknar héðan hafa kosið að gera að lokinni útskrift. Flestir hafa haldið heim á klakann en þó hafa nokkrir kosið að halda annað til frekara náms eða vinnu. Próftímabilið og prófafyrirkomulagið er töluvert öðruvísi en á íslandi. Flest lokapróf (með nokkrum undantekningum á fyrstu árunum) eru munnleg að öllu leyti eða skiptast í skriflegan, verklegan og munnlegan hluta. Próftímabilið sjálft er sex vikna langt og nemendur geta stjórnað því nokkurn veginn sjálfir hvenær þeir skrá sig í hvert próf eftir því hvað þeim hentar best. Þannig geta þeir sem standa sig vel yfir önnina átt þann kost að ljúka sínum lokaprófum á styttri tíma en aðrir sem kjósa að nýta sex vikna rammann til hins ýtrasta. Flestir erlendir nemendur við skólann fara fljótlega út á hinn almenna leigumarkað eftir að þeir koma til Debrecen. Sumir kjósa að nýta sér heimavist sem stendur nemendum til boða. Skólagjöldin eru sambærileg við aðra háskóla í Evrópu en eru þó töluvert hærri en við eigum að venjast heima en íslenskir nemendur geta sótt um bæði skólagjaldalán og framfærslulán hjá LÍN - Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þau lán duga flestum vel þrátt fyrir að kreppan hafi sett ansi stórt strik í reikninginn hjá mörgum líkt og hún hefur gert heima á Islandi og víðar. Við vonumst til að hafa svarað því helsta sem varðar námið og veruna hér í Ungverjalandi og segjum fyrir okkar leyti að við erum afskaplega ánægð með þá ákvörðun að hafa lagt upp í þetta ævintýri og teljum okkur hafa hér tækifæri til að byggja störf okkar í framtíðinni á viðamiklum og traustum þekkingargrunni í læknisfræði. Allar helstu upplýsingar varðandi inntökupróf og annað sem við kemur skólanum má finna á eftirfarandi vefsíðum: Ungverjaland.net Edu.dote.hu Fmsa.hu Hafsteinn Daníel Katrín Björg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.