Læknaneminn - 01.04.2010, Page 73

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 73
Það er ljóst að deildarlæknar og kandidatar gegna veigamiklu hlutverki í kennslu læknanema. í þann fjölda mismunandi tilnefninga sem bárust má lesa að margir sinni því hlutverki af fullum krafti. Ella Kolbrún Kristinsdóttir fráfarandi dósent í liffærafræði hlaut heiðursverðlaunin. Ella Kolbrún hefur kennt fjölda kynslóða læknanema líffærafræði en lætur nú af störfum sökum aldurs. Félag læknanema vill með þessum verðlaunum þakka Ellu Kolbrúnu fyrir starf hennar í þágu læknanema, sem hún hefur sinnt af stökustu prýði. Hin eftirsóttu kennsluverðlaun féllu í hlut Karls K. Andersen dósents í lyflæknisfræði ásamt annarra kennara á hjartavikunum í lyflæknisfræðikúrsi. A hjartavikunum er þétt skipað kennsluprógram þar sem stærstu viðfangsefni hjartalæknisfræðinnar eru tekinn fyrir á hagnýtan hátt. Kemur sú kennsla að auki við hefðbundna kennslu á stofugangi. Karl hefur haldið utan um skipulagið en flestir læknar hjartadeildanna koma að kennslunni. Eiga þeir allir heiður skilinn fyrir sinn þátt. A dvölinni mætir læknanemum vinalegt og áhugahvetjandi viðmót þar sem hvert tækifæri er nýtt til kennslu. Læknaneminn hefur hlutverk og er partur af teyminu. Allt þetta gerir hjartavikurnar að skemmtilegri en jafnframt krefjandi upplifun. Fyrir hönd læknanema vill ég þakka fyrir kennsluna en jafnframt hvetja kennara hjartaviknanna til að halda sínu striki og jafnvel gera enn betur. Skemmtileg viðbót við félagsstarfið. Virkilega ánægjulegt er að segja frá nýjustu viðbótinni við Félag læknanema. Lýðheilsufélag læknanema var endurvakið eftir nokkra ára hlé. Á aðalfundi í apríl 2010 var lýðheilsufélagið síðan gert að lögfestum hluta FL og starfið þannig fests í sessi. I ár hafa helstu viðburðir lýðheilsufélagsins verið Bangsaspítali læknanema og Blóðbankamánuður HI í mars. Læknanemar áttu flestar blóðgjafir í blóðbankamánuðinum en við blasti þriðja sætið eftir að höfðatölureiknikúnstum var beitt. Eftir vel heppnað lokahóf þar sem Bloodgroup kom fram fóru þó allir sáttir heim. Næsta víst er að lýðheilsufélag læknanema muni láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Afhverju við urðum ekki lögfrceðingar Segja má að hörð atlaga hafi verið gerð að ráðningarkerfi lækanema síðastliðið ár. Upphafið má rekja til þess að yfirlæknir í héraði vísaði læknanema á ráðningarkerfið, þegar neminn sótti um starf. Umræddur læknanemi kærði málið til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið vísaði málinu frá, en sendi þó bréf á heilbrigðisstofnanir þess efnis að fara þurfi að lögum við ráðingar í afleysingarstörf. Lækna- neminn sem kærði lét ekki þar við sitja heldur kærði málið enn á ný og nú til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis leggur sjálfur ekki dóm á hvort fyrirkomulag ráð- ninga sé ólöglegt heldur skilur hann viðbrögð heilbrigðis- ráðnuneytisins við kæru læknanemans og svarbréf heilbrigðis- ráðuneytisins til sín þannig að heilbrigðisráðuneytið telji ráðningarfyrirkomulagið ekki samrýmast lögum*. Ekki er tiltekið hvernig ráðningarfyrirkomulag læknanema, sem byggir á áratugahefð, samrýmist ekki lögum. Tekið skal fram að hvergi í vinnu umboðsmanns eða heilbrigðisráðuneytisins var leitað álits eða upplýsinga hjá Félagi læknanema þrátt *■ * ©
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.