Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 76

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 76
Sjiíkrasaga 5 ára stúlka, ættuð frá Nepal, vaknaði með bólgnar varir og bólginn hægri vanga og fór á bráðamóttöku barna (BMB). Bólgurnar voru án verkja og ekki aumar viðkomu, ekki var roði eða hiti í vörunum. Engin saga um áverka. Tveim dögum áður hafði hægra augað bólgnað á svipaðan hátt án eymsla en það hjaðnaði á einum degi. Hún hafði aldrei fengið svona einkenni áður. Hún hafði ekki verið að bragða á neinni nýrri fæðu. Þessufylgdu ekkihiti, öndunarerfiðleikar, meltingarfæraeinkenni eða kviðverkir, hægðir voru mjúkar og eðlileg þvaglát. Hún hafði hvorki verið kvefuð nýlega né tekið nein lyf. Við kerfakönnun kom í ljós að hana klæjaði hliðlægt á vinstra hné en lýsti ekki frekari kláða. Heilsufarssaga Almennt hraust stelpa. Hafði fengið upphleypt útbrot á handleggi og á búk fyrir tveim vikum. Hún hafði fengið reykeitrun fyrir ári og var meðhöndluð í súrefnisþrýstings- klefanum í LSH í Fossvogi. Hún fór í almenna heilbrigðisskoðun innflytjenda skömmu eftir komu til landsins þremur árum áður og var alveg heilbrigð. Ekki þekkt ofnæmi. Félags- og fjölskyldusaga Stúlka ættuð frá Nepal, talar góða ísl- ensku og gengur í leikskóla. Ekki fjöl- skyldusaga um líkar bólgur í andliti. Ferðalög: Hafði farið til Nepal með föður sínum átta vikum fyrr og kom heim tíu dögum áður en hún leitaði á BMB. Hafði fengið upphleypt útbrot sem hana klæjaði gríðarlega undan á handleggi og búk úti í Nepal. Foreldrarnir leituðu þá til læknis sem taldi að ofnæmiseinkennin væru að ganga yfir og sá því ekki ástæðu til meðferðar. Skoðun Almennt Ekki veikindaleg að sjá. Öndun eðlileg. Lífsmörk Þyngd: 25,4 kg, Hiti: 36,6°C (holhönd), Púls: 103 slög/mín. S02:98%ÖT: 18/mín Höfuð, munnur og háls Bólgnar varir og hægri vangi við kjálkabarð. Ekki hæsi, ekki roði í hálsi. Eitlar Eitlastækkanir greindust ekki. Eyrnaskoðun Ekki sýkingarmerki. Lungu Lungnahlustun var eðlileg. Hjarta S1 og S2, engin auka- eða óhljóð. Kviður A4júkur, óþaninn og eymslalaus. Húð Hreistruð útbrot á ristum, meira hægra megin. Hreistruð útbrot á handleggjum. Greining og orsök Einkennin komu og fóru hratt, ekki voru meðfylgjandi eymsl eða hiti og engar ör- eða sármyndanir þegar bólgan hjaðnaði. Greiningin var ofsabjúgur (e. angioedema). I þessu tilfelli fylgdi ekki þina (e. urticaria) sem oft gerir en hins vegar er sennilegt hún hafi fengið þinu úti í Nepal sem áður var lýst. Greining: Angiooedema T78.3 Mikill hluti bráða ofsabjúgs er án greinanlegrar orsakar. Ef um endurtekin eða þrálát köst er að ræða má íhuga frekari rannsóknir. Sýkingar eru algengasta orsök þinu og ofsabjúgs hjá börnum. Þar sem einkennin komu á nokkuð löngu tímabili vaknaði grunur um að orsakavaldurinn gæti verið langvarandi sýking. í þessu tilviki var ákveðið að senda saursýni i sníkjudýraleit vegna ferðasögu og möguleika á því að viðbrögð við slíkri sýkingu gætu valdið ræsingu í ónæmiskerfinu og einkennum stúlkunnar. Meðferð á bráðamóttöku var 5mg af Lóritíni á töfluformi. Niðurstöður saurræktunar sýndu Giardia lamblia, þolhjúpar og hreyfanlegt stig. Saur var brúnn og linur. Meðferð við Giardia lamblia er Metronidazole og var hún sett á 400 mg x 2 í 7 daga. Einkenni stúlkunnar hurfu og komu ekki aftur. Enginn annar í fjölskyldunni veiktist. Umrœður — Giardiasis Algengi giardiasis á Islandi eru 9-20 tilfelli á 100.000 íbúa á ári frá 1997- 2008. Ofsabjúgur er afar sjaldgæf birt- ingarmynd og stúlkan lýsti engum ein- kennum frá meltingarvegi. Hafa ber i huga að Giardia lamblia getur komið fram sem faraldur og því þurfa einstaklingar sem greinast með giardiasis að halda sig fjarri mannamótum þar til meðferð er lokið. Giardiasis er tilkynningaskyldur smitsjúkdómur1'2. Ofsabjúgur (e. angioedema) er afmörkuð bólga í húð sem kemur vegna aukningar á vökva í millifrumuvef. Hann kemur oftast fyrir í andliti, á vörum, munni, hálsi, barka, útlimum og kynfærum. Dreifing er oft með ósamhverfum hætti. Ofsabjúgi er hægt að skipta í tvennt eftir orsökum þó að orsök finnist alls ekki alltaf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.