Læknaneminn - 01.04.2010, Page 77
1) Mast-frumu miðlaðar orsakir, þar
sem virkjun á mastfrumum veldur
auknu gegndræpi æða. Oftast er
ofsakláði meðfylgjandi.
a. IgE-háð (Fceða, lyf, skordýrabit, la-tex,
snertiofncemi, sýkingar o.Jl.).
b. Bein mast frumu losun (Opiöt,
vöðvaslakandi lyf, skuggaefni).
c. Arachidonicsýru efnaskipti (Asp-irin,
NSAID).
d. Óncemis complex miðlað
(Veirusýkingar? (meira getgátur um
orsök)).
2) Kinin tengdar orsakir, þar sem
aukning á bradykinin og complement
afleiddum boðefnum veldur einnig
auknu gegndræpi æða.
a. ACE hemlar, angiotensin converting
ensím brýtur niður bradykinin sem
vinnur gegn verkun angiotensin II og er
ceðavikkandi.
b. C1 inhibitor skortur, skortur á ensými
sem brýtur niður bradykinin3'4.
Ályktað var að um mast-frumu
miðlaðan ofsabjúg hafi verið að ræða
þó að þina hafi ekki verið til staðar
við skoðun en stúlkan lýsir nokkuð
dæmigerðum þinu útbrotum sem hún
hafði nokkru áður. Orsökin er að öllum
líkindum Giardia lamblia sýking enda
er þekkt að slíkar sýkingar geta valdið
þinu og ofsabjúgi2. Stúlkan var hraust
og án lyfja og auk þess ekki með þekkt
ofnæmi né hafði orðið fyrir skordýrabiti
svo vitað væri og því eru aðrar orsakir
fyrir þessum einkennum ólíklegar. í
langflestum tilfellum af bráðri þinu og
ofsabjúgi hjá börnum er ekki hægt að
finna orsakavaldinn. Sýking er talin
langalgengasta skýringin á slíkum ein-
kennum5. Stúlkan hafði verið erlendis
þar sem sníkjudýrasýkingar eru algengar
og því var rökrétt að kanna það hjá
stúlkunni með þeim hætti sem gert var.
Ef þér dettur það ekki i hug, þá greinirðu
það aldrei.
Birt með góðfúslegu leyfi aðstandenda.
Unnið i samvinnu við Michael V. Clausen
barnalcekni.
Guðmundur
Vignir Sigurðsson
5. árs lceknanemi
Heimildir
1. Landlæknisembættið.
Tilkynningaskyldir sjúkdómar: fjöldi
tilfella 1997-2008. Uppfært 15. júní
2009 [cited 2010]; Available from:
http://www.landlaeknir.is/lisalib/
getfile.aspx?itemid=4012.
2. Robertson LJ, Hanevik K, Escobedo
AA, Morch K, Langeland N.
Giardiasis-why do the symptoms
sometimes never stop? Trends
Parasitol. 2010 Feb;26(2):75-82.
3. Charlesworth EN. Differential
diagnosis of angioedema.
Allergy Asthma Proc. 2002 Sep-
Oct;23(5):337-9.
4. Kaplan AP, Greaves MW.
Angioedema. J Am Acad Dermatol.
2005 Sep;53(3):373-88; quiz 89-
92.
5. Mortureux P, Leaute-Labreze C,
Legrain-Lifermann V, Lamireau
T, Sarlangue J, Taieb A. Acute
urticaria in infancy and early
childhood: a prospective
study. Arch Dermatol. 1998
Mar;134(3):319-23.
•-
-•