Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 80

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 80
hægðalosun. Útbreiðsla og virkni bólgunnar ákvarðar hversu mikil einkenni eru og er þannig talað um vægan, í meðallagi slæman og loks svæsinn sjúkdóm eftir virkni (sjá töflu 1). Þessi skipting er mjög þýðingarmikil við upphafsgreiningu og alltaf þegar verið er að meta sjúkling með versnandi einkenni til að ákveða hvar og hvernig eigi að meðhöndla hann. Endaþarmsbólga (Proctitis) Bólgan er neðst á svæði upp í 15 cm. Einkenni eru oft stöðug og bráð hægðaþörf og losun á blóði og slími frekar en mikill niðurgangur. Reyndar er oft tilfinning um hægðatregðu frekar en niðurgang þar sem bólgan neðarlega í ristli virðist hemja ristil ofar svo að flæðistími i gegnum ristil lengist. Einkenni endaþarmsbólgu eru mjög lík einkennum við til dæmis iðraólgu með innri gyllinæð og því mikilvægt að skoða alla með svona einkenni með holsjárspeglun því meðferðin er gjörólík. Vinstri ristilbólga - allur ristill bólginn (Left-sided colitis - Pancolitis) Ristilbólgan stuðlar að auknum flæðishraða í gegnum ristil sem þá orsakar þrálátan niðurgang, oft mörgum sinnum á sólarhring og næturhægðalosun er ekki óalgeng. Venjulega eru krampaverkir og mikið blóð og slim. Með vaxandi virkni koma almenn einkenni fram, svo sem þreyta, máttleysi, hraður hjartsláttur, hiti og stundum ógleði og uppköst. Líkamsskoðun Er stundum eðlileg í vægari tilfellum en við erfiðari tilfelli er viðkomandi slappur, fölur og máttlaus, kviður er aumur, og blóð og slím sést við endaþarmsþreifingu. Ef viðkomandi er kominn í alvarlegt ástand, með til dæmis toxic megacolon, þá er kviður þaninn og garnahljóð nánast horfin. Ekki er til staðar lífhimnuerting nema rof sé komið á görn og er hægt að finna sleppieymsli og vöðvavörn. Rannsóknir Blóðrannsóknir eru ekki sértækar fyrir sáraristilbólgu en geta verið hjálplegar við greiningu sjúkdómsins og til að meta virkni bólgunnar: • CRP og sökk hækkar, blóðflögufjölgun • Hemóglóbín lækkar • Saur calprotectin hækkar • Albúmín lækkar Ymis önnur blóðpróf geta verað hjálpleg, eins og ANCA, lifrarpróf og járn, járnbindigeta og ferritín. Við greiningu á þarmabólgu þarf alltaf að útiloka þarmasýkingar. • Saurræktun með tilliti til Shigella, Salmonella, Camphylobakter, E-coli 0157 • Clostridium Difficile toxínleit • Sníkjudýraleit Greining sáraristilbólgu byggist síðan á holsjárspeglun. Venjulega er byrjað með stuttri ristilsspeglun og má þannig fá góða yfirsýn yfir bólguna og taka sýni. Seinna getur þurft að gera alspeglun á ristli til að meta útbreiðslu sjúkdóms. Myndgreiningarrannsóknir Þær gegna litlu hlutverki við greiningu á sáraristilbólgu en eru mikilvægar við að leita að aukaverkunum. Ristilinnhelling getur sýnt fínkornóttar breytingar í slímhúð við vægan sjúkdóm en í svæsnari tilfellum sjást sár, þykknun i slímhúð, og síðan hverfa fellingar í ristli og hann verður sléttur (mynd 4). Tölvusneiðmynd er fyrst og fremst hjálpleg við greiningu á aukaverkunum. Aukaverkanir sáraristilsbólgu Langflestir eru með væg einkenni við greiningu en 15% eru verulega veikir strax við greiningu. Það skiptir miklu máli að meta ástand sjúklings snemma og ákveða hversu svæsin sjúkdómurinn er (sjá töflu 1) til að gefa rétta meðferð og forðast aukaverkanir. • Veruleg blæðing: Sjaldgæft en getur kallað á brottnám á ristli. • Toxic Megacolon: Þegar ristill víkkar út og þynnist (þverristill > 5-6 cm í þvermál). Þetta eru alvarleg veikindi og helmingur þarf að fara í brottnám á ristli til að forðast rof á ristli sem hefur háa dánartíðni. • Verulega svæsin ristilbólga: Mikil einkenni með almennum einkennum svo sem hita og hröðum hjartslætti þrátt fyrir lyfjameðferð. Talsverð hætta er á rofi á ristli og margir lenda í aðgerð. Crohn's sjúkdómur Einkenni Sjúkdómseinkenni hafa venjulega staðið í nokkurn tíma við greiningu. Megineinkenni Crohn's sjúkdóms er kviðverkur en einkennin geta verið mismunandi eftir því hvar í þarminum bólgan er mest og hvort bólgan veldur þrengslum (fibrostenotic) eða fistlum (penetrating-fistolous). Smáþarmaristilbólga (ileocolitis) Þarna er sjúkdómurinn aðallega á mótum ileum og ristils umhverfis ileocecal valvulu. Bólgan þrengir að flæði úr smáþarmi yfir í ristil og stíflueinkenni verða áberandi við langvinnt sjúkdómsástand. Oft er saga um endurtekin kviðverkjaköst neðarlega og hægra megin í kvið með niðurgangi og minnkar verkur við hægðalosun. Venjulega lítið sjáanlegt blóð en oft er lystarleysi, megrun og lágur hiti. Við skoðun finnst stundum aum fyrirferð. Þessi einkenni eru oft nauðalík bráðri botnlangabólgu en hafa þó yfirleitt staðið nokkuð lengi, eru langvinn. Á fyrri stigum sjúkdómsins er bólga áberandi en síðan kemur örvefur og þrengsli myndast og svarar þá sjúklingur verr og verr bólgueyðandi lyfjameðferð. Við langvinna bólgu getur komið staðbundið rof og bólgan nær út fyrir þarminn í aðlæga vefi svo sem fitu í mesenterium og finnst þá oft fyrirferð á þessu svæði. Út frá bólgunni geta síðan myndast fistlar eða holrúm á milli þarms og annarrar þarmalykkju (entero-entero), þarms og húðar (entero- cutaneous) og jafnvel inn í þvagblöðru (entero-vesical) og fær þá sjúklingur oft blöðrubólgueinkenni og stundum loft með þvaglátum (pneumaturia). *- *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.