Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2010, Qupperneq 83

Læknaneminn - 01.04.2010, Qupperneq 83
skurðaðgerð að halda. Með notkun nýrri lyfja eins og TNF-alfa hemjara er von um að það takist að breyta náttúrulegum gangi þessara sjúkdóma og fækka innlögnum og skurðaðgerðum. Ýmislegt bendir til að svo sé að gerast með aukinni líftæknilyfjanotkun. í þessari grein er ekki hægt að fara ítarlega í lyfjameðferð þarmabólgusjúkdóma en bent er á nýlega góða yfirlitsgrein3. I töflu 4 er listi yfir helstu lyfin sem eru notuð í dag. Almennt má segja að hafin sé meðferð með minna virkum lyfjum fyrst í vægari tilfellum því þau virka oftast og þeim fylgja fáar aukaverkanir. Kröftugri lyf eru síðan tekin inn ef þörf þykir og er þetta kallað að stiga upp meðferð (step- up) og er ennþá algengasti meðferðarmáti þessara sjúkdóma. Við val á meðferð verður einnig að fara eftir væntanlegri útbreiðslu sjúkdómsins og um leið leggja mat á hversu svæsin bólgan er. Við upphaf meðferðar er megintilgangur að koma sjúklingi í sjúkdómshlé (remission) en síðan er reynt að viðhalda sjúkdómshléi eins lengi og hægt er (maintenance). Sem dæmi um hefðbundna meðferð má taka sjúkling með í meðallagi svæsna vinstri ristilbólgu. Til að innleiða sjúkdómshlé er reynt að nota 5 ASA lyf (til dæmis mesalamin) stundum bæði töflur og innhellingar. Ef einkenni svara illa er oft bætt við bólgueyðandi sterum á töfluformi til að ná sjúkdómshléi. Þegar sjúkdómshléi er náð er meðferð tröppuð niður en reynt að nota áfram 5 ASA lyf til að viðhaida svörun og sjúkdómshléi. Þannig er meðferð breytt eftir einkennum og maður þarf að vera tilbúinn að meðhöndla versnanir ef þær gerast. Ekki er talið ráðlegt að nota stera lengi og helst ekki meira en þrjá mánuði í senn vegna þess að þeir virka ekki sem langtímalyf og svo vegna margra erfiðra aukaverkana. Þá er reynt að taka inn svokallað stera-sparandi lyf eins eða azothioprin í sáraristilbólgu og azothioprin og methotrexate í Crohn's sjúkdómi. Ef framgangur sjúkdómsins er áfram mikill og lyfin eru ekki að gera gagn er farið í hin nýrri líftæknilyf eins og infliximab og adalimumab. Þessi lyf eru kröftug og um 50-70% af erfiðum tilfellum svara vel þessum lyfjum og hafa forðað mörgum frá skurðaðgerð, allavega um sinn. Lyfjameðferð i Crohn's sjúkdómi er svipuð og í sáraristilbólgu nema hvað 5 ASA lyf virðast vera gagnslítil í Crohn's sjúkdómi og nú fara fáir nýir Crohn's sjúklingar á þessi lyf. I erfiðum þarmabólgutilfellum getur meðferð verið mjög flókin, jafnvel áhættusöm og oftast mjög kostnaðarsöm. Slíkir sjúklingar þurfa gott eftirlit ef vel á að fara. Aukin notkun ónæmisbælandi lyfja hefur opnað á ýmis ný vandamál sem hafa þarf i huga hjá þessum sjúklingahópi, eins og tækifærissýkingar og eitilfrumæxli (lymphoma) sem tengjast EB sýkingum. Samvinna við skurðlækna, sérfræðinga í ónæmisfræðum og smitsjúkdómum er því oft nauðsynleg í flóknari tilfellum. Þegar lyfjameðferð dugar ekki þá þarf að huga að mögulegri skurðaðgerð. I sáraristilbólgu getur brottnám ristils verið algjör lækning en þarf gott klínískt nef til að ákveða hvenær rétt er að beita skurðaðgerð meðal annars með tilliti til aukaverkana eftir aðgerð. Skurðaðgerðir í Crohn's sjúkdómi eru hinsvegar fyrst og fremst til að leysa aukaverkanir eins og þrengsli, fistulur og graftarkýli en þær eru ekki lækning á sjúkdómnum eins og getur verið í sáraristilbólgu. Ristilkrabbamein og þarmabólgusjúkdómar Það er aukin tíðni á ristilkrabbameini í báðum þessum sjúkdómum. Stór framsæ rannsókn sýnir að tíðnin í sáraristilbólgu er: 2,5% eftir 20 ár, 7,6% eftir 30 ár og 10,8% eftir 40 ár. Áhættuþættir eru löng sjúkrasaga, allur ristill bólginn, ættarsaga um ristilkrabbamein og Primary Sclerosing Cholangitis. I þarmabólgu byrjar æxlisvöxtur oftast í áður bólginni slímhúð og stundum á fleiri en einum stað samtímis. Reglubundið eftirlit með ristilspeglun og víðtækri sýnatöku getur greint þessa þróun svo hægt sé að mæla með brottnámi alls ristils í tíma. Flestir byrja slíkt eftirlit 10-15 árum eftir greiningu á þarmabólgu sem nær ofar en endaþarmsbólga. Lokaorð Þarmabólgusjúkdómar eru algengir á Islandi og geta haft veruleg áhrif á líf einstaklinga. Orsök þeirra er enn óþekkt en ljóst að erfðir og umhverfisþættir skipta máli. Óeðlileg ónæmissvörun er lykilatriði í bólgumynduninni og með betri skilningi á henni hefur tekist að opna fyrir nýja meðferðarmöguleika. Erfið tilfelli eru bæði flókin og dýr i meðhöndlun en mikilvægt er að hugsa um heildarmyndina og reyna að forðast aukaverkanir þessara sjúkdóma til að minnka óþægindi og kostnað fyrir sjúklinga. Reglubundið eftirlit og notkun nýrri lyfja er viðleitni til þess. Töflur eru á nœstu síðu. Kjartan Örvar lceknir Meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítali -Sólvangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.