Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 89
ómögulega talið/munað hvað ég hafði
séð marga sjúklinga. Allt frá minniháttar
tognunum, lungnabólgum, liðhlaupum
og upp í diabetes ketoacidosu, akút
psychosur og sjálfsvígstilraunir og
alvar-lega slasaða sjúklinga. Sem sagt
allt milli himins og jarðar. I raun er
þetta bráðamóttaka fyrir allt nema börn
og þungaðar konur. Deildin er mjög stór
og flott. Þar eru fjögur risastór herbergi
til að taka á móti alvarlega slösuðuðum.
Herbergin eru fullkomnlega útbúin,
með röntgentækjum í loftinu og í
sjúkrabekkjunum, ómtækjum og öllum
hugsanlegum áhöldum og tækjum í seil-
ingarfjarlægð, einnig sér tölvusneið-
myndatæki í herbergi við hliðina á.
Einnig er þarna sér móttaka fyrir
alvarlega veika medisinska sjúklinga,
ásamt almennri bráðamóttöku, fast track
og CDU. Lyfta frá slysaherbergjunum
sem kom beint inn á gjörgæsluna,
á hæðinni fyrir ofan. En sú deild er
glæný og mjög flott, með 50 rúmum
(yfirmennirnir lýstu deildinni sem þeirri
nýjustu og flottustu í Astralíu!).
Þrátt fyrir að vera mikið á slysa-
deildinni gaf ég mér góðan tíma til að
skoða Melbourne en þar er svo sannarlega
mikið að sjá og gera... Ströndin, siglingar,
tívolí, skemmtigarðar, dýragarður, leik-
hús, útimarkaðir, skrautleg úthverfi,
listasöfn, hæsti turn á suðurhveli jarðar
(SkyDeck 88), tónlistarhátíð, útibíó og
fleira mætti telja. Kynntist skemmtilegu
fólki, borðaði á mörgum framandi og
skemmtilegum veitingastöðum, dash
af bruna á öxlunum og sushi overdose.
Flaug einnig yfir til Sydney og tók þar
„Sidney at a Glance!“ Óperuhúsið,
Harbour Bridge, ströndin, Taronga Zoo,
Hyde Park.. -> check!
Þegar ég komst á netið kíkti ég
auðvitað inn á íslenska vefmiðla, þar var
alltaf sama sagan! Á þessum tíma lék allt
á reiðiskjálfi á íslandi; reiði, mótmæli og
afsögn ríkisstjórnarinnar voru brot af
því „besta“. Þá fannst mér yfirleitt bara
voða gott að slökkva á netinu og drífa
mig út í sumarið og sólina!
Ég var alveg ofsalega ánægð með
dvölina í Melbourne, kom mun fróðari
heim og með helling af skemmtilegri
reynslu og gamani í farteskinu. Mæli
eindregið með þessu!
Sandra Dis Steinþórsdóttir
kandidat
Traumaherbergið á The Alfred.
Gráðugur gíraffi
»-