Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 100

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 100
á tímabilinu og 243 innlagnir. Mátti þar greina nokkra aukningu sem þó var ekki tölfræðilega marktæk. Karlar voru 88% innlagðra en konur 12%. Ungir karlar é aldrinum 16-30 ára var langfjölmennasti hópurinn með rúmlega helminginn af innlögnunum. Á tímabilinu voru 22 einstaklingar með áverka sem metnir voru sem 2I6 á ISS áverkaskori sem samsvarar alvarlegum áverka. Athygli vakti að þetta voru allt karlmenn. Þrír alvarlegustu áverkarnir drógu allir viðkomandi sjúklinga til dauða. Sá alvarlegasti var hnífsstunga í hjarta sem var metinn sem sjötta stig á AIS áverkakvarða og því ekki lífvænlegur. Ályktanir Svo virðist sem ofbeldistíðni sé að aukast á íslandi en þörf er á frekari rannsóknum sem ná yfir stærra tímabil og þá með auknum tölfræðilegum styrk. Ofbeldi getur haft alvarlegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem dæmi var um dauðsfall í kjölfar eins hnefahöggs. Bráður nýrnaskaði á gjörgæsludeildum LSH íris Ösp Vésteinsdóttir, Kristinn Sigvaidason2, Ólafur Skúli Indriðason3, Gísli H. Sigurðsson' 2 'Læknadeild Háskóla Islands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild LSH, 3Meltinga- og nýrnadeild LSH. Inngangur Bráður nýrnaskaði (Acute Kidney Injury) er algengt vandamál hjá gjörgæslusjúklingum sem kallar á mun dýrari meðferð og veldur verulegri aukningu á dénartíðni sjúklinga. Fram að þessu hafa rannsóknir á bráðum nýrnaskaða verið ómarkvissar þar sem ekki hefur verið samstaða um skilgreiningu sjúkdómsástandsins hjá alþjóðasamfélagi visindamanna. Fyrirfáeinum árum náðist loks sátt um alþjóðlegan staðal á bráðum nýrnaskaða, RIFLE skilmerki, og er því nú hægt að bera saman niðurstöður rannsókna frá einu landi til annars. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi og alvarleika bráðs nýrnaskaða, þar með talda dánartíðni hjá öllum fullorðnum sjúklingum sem lögðust inn á gjörgæsludeildir Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) á einu ári. Einnig voru könnuð tengsl nýrnaskaða við aðra sjúkdóma. Niðurstöður voru bornar saman við nýlegar erlendar rannsóknir sem studdust við sömu skilmerki. Efniviður og aðferðir Úrtakið f þessari afturskyggnu rannsókn var allir sjúklingar 18 ára og eldri sem lögðust inn á gjörgæsludeildir LSH árið 2007. Skrá yfir innlagnir fékkst frá rafrænum gagnagrunni LSH. Aðeins fyrsta gjörgæsluinnlögn það árið var skoðuð. Leitað var að s-kreatínín grunngildi allra sjúklinga í rafrænum rannsóknagagnagrunni LSH og hjá öðrum heilbrigðisstofnunum é höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Hæsta s-kreatínín gildi meðan á gjörgæsludvöl stóð var skráð. Notast var við RIFLE skilmerki til að meta hvort sjúklingur fékk bráðan nýrnaskaða eða ekki. Rafræn og hefðbundin sjúkraskrá þeirra einstaklinga sem hlutu bráðan nýrnaskaða samkvæmt RIFLE skilmerkjum var nánar skoðuð m.t.t. fyrri sjúkrasögu, gjörgæslulega athuguð frekar, mögulegar orsakir og meðferð skráð. Niðurstöður Alls voru 1026 sjúklingar yfir 18 ára aldri lagðir inn á gjörgæsludeildir LSH á árinu (meðalaldur 60,6 ár (±17,8), karlar 61,1%). Þar af töldust 231 (22,5%) með bráðan nýrnaskaða skv. RIFLE skilmerkjum. Meðalaldur þeirra sem hlutu bráðan nýrnaskaða var 67,0 (±16,0) ár á móti 58,7 (±18,0) ár hjá þeim sem ekki hlutu bráðan nýrnaskaða (p<0,001). Sjúklingar með bráðan nýrnaskaða dvöldu nærri þrefalt lengur (8,3±13,1 dagar) á gjörgæsludeild en þeir sem ekki vorum með nýrnaskaða (3,2±4,0 dagar) (p<0,001). Spítaladánartíðni nýrnaskaðaðra varfjórfalt hærri (40,7%) en hjá þeim sem ekki hlutu nýrnaskaða (9,1%). Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að algengi bráðs nýrnaskaða á gjörgæsludeildum LSH sé um 22,5% hér á landi sem er talsvert lægri tíðni en í nýlegum erlendum rannsóknum. Þessi háa tíðni bráðs nýrnaskaða á gjörgæsludeildum ásamt hárri dánartíðni undirstrika hversu algengur og alvarlegur bráður nýrnaskaði er, þrátt fyrir aukinn skilning á eðli sjúkdómsástandsins og miklar framfarir í meðferð bráðveikra á undanförnum árum. Vefjameinafræðileg greining, klínísk einkenni og afdrif sjúklinga með Waldenström s macroglobulinemiu á Islandi 1990-2005 Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir 3.árs læknanemi, Leiðbeinandi: Hlíf Steingrímsdóttir, Meðleiðbeinendur: Vilhelmína Haraldsdóttir, Helga Ögmundsdóttir og Bjarni A. Agnarsson Waldenström's macroglobulinemia (WM) ersjaldgæft hægfara krabbamein sem einkennist af fjölgun eitilfruma í beinmerg og einstofna IgM mótefni í sermi. Markmið rannsóknarinnar er að skoða tíðni sjúkdómsins á fslandi é tímabilinu 1990- 2005, lifun sjúklinga með tilliti til einkenna og lyfjameðferðar, dánarmein og nákvæmni skráníngar. Rannsóknarþýðið eru sjúklingar með einstofna IgM paraprótein í sermi og beinmergsbiopsiu eða mergstrok með útliti sem samrýmist WM frá árunum 1990 til 2005. Fengnir voru listar frá Rannsóknarstofu í meinafræði, Krabbameinsskrá, Læknasetrinu og listi yfir alla einstaklinga sem greinst höfðu með IgM mótefni á prótein rafdrætti en höfðu ekki fengið ákveðna greiningu. Farið var yfir próteinrafdrætti og beinmergssýni þessara einstaklinga og á endanlegum rannsóknarlista voru þeir einstaklingar sem uppfylltu skilmerki um WM. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám Landspítala og Læknasetursins í Mjódd og frá dánarmeinaskrá Hagstofu. Árlegt aldursstaðlað nýgengi var reiknað út fré alþjóðlegum staðli. Kaplan Meier lifunarkúrfur voru gerðar í Stata/IClO til að athuga sjúkómssértæka lifun og gerð voru log-rank test til að athuga hvort munur væri marktækur. Alls fundust 50 WM tilfelli á tímabilinu eða að meðaltali 3,13 tilfelli á ári. Árlegt aldursstaðlað nýgengi var 0,7/100.000 fyrir allt rannsóknarþýðið á tímabilinu en 0,9 hjá körlum og 0,6 hjá konum. Meðalaldur við greiningu var 74,1 ár (±10,04) og meðaleftirfylgnitími var 65,3 mánuðir (±48,3) (frá 2 mánuðum upp í 16 ár) frá greiningu. Sumir greindust einungis fyrir tilviljun og voru 20% einkennalausir við greiningu. Fimm ára lifun var 78% og höfðu 48,5% látist af völdum WM í mars 2009. Marktækur munur var á sjúkdómssértækri lifun hjá sjúklingum sem voru eldri en 80 ára og hjá þeim sem voru með mestu beinmergsíferðina (>70%). Meiri hluti sjúklinga fengu meðferð með alkylerandi lyfjum. Þetta verkefni er fyrsta samantekt sem gerð hefur verið um WM á (slandi. Samkvæmt þessari rannsókn þé virðist aldursstaðlað nýgengi WM vera hærra hér á landi en í öðrum löndum þar sem það hefur verið skoðað. Hugsanlega greinast sjúklingar á íslandi snemma í sjúkdómsferlinu þar sem flestir eru með litla krabbameinsíferð, lágan parapróteinstyrk og væg einkenni við greiningu. Hafa vanabindandi efni áhrif á vonleysi og sjálfskaða hjá einstaklingum sem leita til heilsugæslunnar eða á göngudeild geðsviðs? Jón Áki Jensson, Engilbert Sigurðsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.