Læknaneminn - 01.04.2010, Side 101

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 101
Hafrún Kristjánsdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson Bakgrunnur Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl notkunar iöglegra vanabindandi efna, nánar tiltekið áfengis og tóbaks, við vonleysi og sjálfskaða hjá einstaklingum sem leita til heilsugæslunnar og reynast glíma við algeng tilfinningavandaamál svo sem þunglyndi og kvíða. Aðaltilgáta okkar var sú að regluleg notkun áfengis yki líkur á vonleysi, sjálfsvígshugsunum og sjálfsskaða. Við settum einnig fram þá tilgátu að reykingar hefðu ekki slík áhrif. Efniviður og aðferðir Úrtakið (n=640) var valið með þeim hætti að 2/3 komu inn í rannsóknina eftir að heilsugæslulæknar á höfuðborgarsvæðinu og á tveimur stöðum úti á landi vísuðu einstaklingum sem leituðu til þeirra í hópmeðferð við þunglyndi og kvíða ef þeir métu að þörf væri fyrir slíka meðferð. Hópmeðferðin byggði á hugrænni atferlisnálgun, á heilsugæslustöðinní. Eínn af hverjum þremur kom inn í rannsóknina eftir að hafa leitað sér hjálpar vegna þunglyndis eða kviða í göngudeild geðsviðs. Meðferðin varði í 5 vikur, tvo tíma í hvert skipti. Fyrir meðferð og reglulega á meðan meðferðin stóð yfir voru notaðir staðlaðir spurningarlistar til að meta þunglyndis- og kvíðaeinkenni auk þess sem lýðfræðilegum upplýsingum var safnað um þétttakendur. Niðurstöður Einstaklingar sem notuðu áfengi „alltaf" eða „oft" til að minnka vanlíðan voru marktækt líklegri til að þjást af miklu vonleysi en aðrir. Sama gilti um sjálfsvígshugsanir og sjélfskaða. Þegar allir sem reykja voru metnir án tillits til áfengisneyslu fengust sambærilegar niðurstöður nema varðandi sjálfskaða, en þar voru tengslin tölfræðilega ómarktæk. Þegar einstaklingar sem nota éfengi reglulega voru ekki teknir með breyttust niðurstöðurnar lítið og það reyndist áfram tölfræðilegur munur á milli reykinga og vonleysis, og milli reykinga og sjálfsvígshugsana, en sem fyrr ekki milli reykinga og sjálfskaða. Umræða Aðaltilgáta okkar um að éfengi yki líkur é vonleysi, sjélfsvígshugsunum og sjálfskaða var studd í rannsókninni. Það kom hins vegar á óvart að að reykingar hefðu sambærileg tengsl við þessa þætti óháð áfengisneyslu. Vélindakrabbamein á íslandi 1992-1996 og 2002-2006: Vefjagerð, meðferð og lifun Katrín Ólafsdóttir1, Guðjón Birgisson2, Halla Skúladóttir2, Jón Hrafnkelsson2, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Agnes Smáradóttir2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús. Inngangur Vélindakrabbamein eru fremur sjaldgæf á , Vesturlöndum en það er eitt af banvænustu krabbameinunum. Algengustu vefjagerðirnar eru flöguþekjukrabbamein (squamous cell carcinoma) og kirtilkrabbamein (adenocarcinoma) og orsaka þau um 95% vélindakrabbameina. Nánast allstaðar í heiminum er vélindakrabbamein algengara í körlum. Undanfarin ár hafa erlendar rannsóknir lýst hlutfallslegum breytingum á vefjagerð og meðferð vélindakrabbameina. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort svo væri einnig á íslandi, en einnig að athuga hvort breyting hefði orðið á lifun sjúklinga. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn og náði til allra þeirra sem greindust með vélindakrabbamein á (slandi á árunum 1992-1996 og 2002- 2006 á íslandi. Fengnar voru upplýsingar frá Krabbameinsskrá Islands um alla þá sem höfðu greinst á þessum tveimur tímabilum og vefjagerð meinanna. Klínískar upplýsingar og meinafræðileg stigun var fengin úr sjúkraskrám. Einnig voru fengnar upplýsingar um meðferð og reiknuó var út lifun sjúklinganna með Kaplan-Meier aðferð. Öll vefjasýni frá æxlunum voru endurskoðuð af rannsakendum og endurmatið borið saman við fyrri vefjagreiningar, Niðurstöður frá þessum tveimur tímabilum voru bornar saman. Niðurstöður Á árunum 1992-1996 og 2002-2006 greindust 149 einstaklingar með vélindakrabbamein á (slandi, 73 á fyrra tímabilinu og 76 á þvi síðara. Hlutfallsleg aukning var á kirtilkrabbameini hjá körlum eða úr 27% i 47% milli tímabila en slík breyting sást ekki hjá konum. Meðalaldur þeirra sem greindust með kirtilkrabbamein lækkaði úr 76 árum i 68 ár. Einnig hefur breyting átt sér stað á meðferð en lyfjameðferð er orðin mun algengari en geíslameðferð sjaldnar beitt. Líknandi inngripum hefur fjölgað til muna. Meðaltalslifun á fyrra tímabilinu var 6,2 mánuðir en í 8,4 mánuðir á þvi seinna. Ályktanir Miklar hlutfallslegar breytingar hafa átt sér stað í tíðni megin vefjagerða vélindakrabba- meina á fslandi á siðustu árum. Lyfjameðferð og líknandi inngripum er oftar beitt hin síðari ár en geislameðferð er sjaldnar notuð. Rann- sóknin bendir til betri lifunar hjá þeim sjúk- lingum sem greinast með kirtilkrabbamein í seinna fímahilinu Lungnarek og tengsl við hægri hjartabilun: Hægri hjartabilun metin í sjúklingum með lungnarek á LSH 2006 og áhrif hennar á framvindu og horfur sjúklinga Kristján Óli Jónsson1, Uggi Þ. Agnarsson2, Guðmundur Þorgeirsson2, Jón V. Högnason2 1 Háskóli íslands, 2Landspítali, háskólasjúkrahús Inngangur Blóðrek til lungna (LR) er algengt vandamál í sjúklingum á spítala og getur haft talsverð áhrif é framvindu og dénartíðni sjúklinga. Sjúkdómsmyndín erafarfjölbreytileg og greining oft flókin. Algengi LR er að miklu leyti órannsakað hér á landi en árlega deyja um 300.000 manns í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins. Markmið þessarar rannsóknar er að meta faraldsfræði LR á LSH og afla upplýsinga um tíðni hægri hjartabilunar og lungnaháþrýstings og áhrif þeirra á framvindu sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir Skimaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga á LSH árið 2006 sem fengu greininguna 126 í ICD-10 kerfinu (LR). Því næst voru skoðaðar sneiðmyndir, ísótóparannsóknir, hjartarafrit og hjartaómskoðanir og gögn metin. Rannsóknarheimilda var aflað. Niðurstöður Þýðið var 109 sjúklingar sem fengu greininguna LR á LSH 2006. Hlutfall úrtaksins af heildarfjölda sjúklinga á LSH árið 2006 var 0,44%. Níu sjúklíngar létust innan 30 daga frá innlögn (8,26%). Hjartaómun sýndi stækkuð hjartahólf hjá 38% sjúklinga en ekki var sýnt fram é aukna 30 daga dánartíðni í þeim sjúklingum. Hjartarafrit var tekið hjé 83% þýðis og reyndist óeðlilegt í 82% tilfella, Sjúklingar með stækkuð hjartahólf höfðu mun oftar óeðlileg hjartarafrit. Ályktanir Tíðni LR í sjúklingum á LSH 2006 virðist vera um fjórum sinnum hærri en tíðni LR i öðrum rannsóknum og vekur það spurningar um fyrir- byggjandi meðferð sjúklinga íáhættuhópum, Einnig má spyrja hvort hjartaómun sé ekki vannýtt rannsókn i sjúklingum með LR. Þá sýnir dénartíðnin fram á hversu alvarlegur sjúkdómurinn er. Samanburður á árangri sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu með og án læknis Kristófer Sigurðsson (a), Jón Baldursson (b), Már Kristjánsson (b), Hilmar Kristjánsson (c), Mikael Mikaelsson (c), Brynjar Friðriksson (d) (a) Háskóli íslands, Læknadeild (b) Landspítalinn, Slysa- og bráðasvið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.