Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 105

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 105
hjá körlum. Af þeim sem höfðu brot með milliflaska fundu 63% fyrir verkjum á móti 38% sem voru verkjalausir, sem mæidist þó ekki marktækur munur. Fimmtíu og átta prósent þátttakenda hafa verki við að beita handleggnum og tæpur helmingur greinir fré erfiðleikum við tómstundir sem krefjast þess að hreyfa handlegginn frjálst eða þar sem kraftur verkar é hendina, s.s. tennis eða golf. Ályktanir Stór hluti þátttakenda hefur vandamál i kjölfar viðbeinsbrots og margir með hærri DASH útkomu en eðlilegt telst. Niðurstöður styðja útkomu erlendra rannsókna um að konur séu í meiri hættu á að hafa vandamál tengt viðbeinsbrotum en karlar. Einnig benda niðurstöður til þess að brot með milliflaska sé áhættuþéttur fyrir verri útkomu eftir viðbeinsbrot. Ljóst er að árangur hefðbundinnar meðferðar er ekki eins góður og taiið hefur verið. Heilsa og lífstíll í framhaldsskóla (HLÍF) Samband þreks, fitu og ýmissa áhættuþátta lífstílssjúkdóma í blóði framhaldsskólanema. Stefán Guðmundsson', Sigurbjörn Árni Arngrímsson2 'Læknadeild Háskóla (slands, Hþróttafræðasetur Háskóla fslands Inngangur Heilsufarsvandamél sem tengjast lifnaðar- háttum ungs fólks hafa aukist á undanförnum áratugum. Mikilvægi góðrar heilsu er ekki aðeins fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fyrir samfélagið í heild þar sem velferðarsjúkdómar eru mjög kostnaðarsamir. Tilgangur rann- sóknarinnar var skoða samband milli þreks (fitness), holdafars (fatness) og ýmissa áhættuþátta Íífstílssjúkdóma í blóði hjá framhaldsskólanemum, ásamt þvíað gefa mynd af líkamsástandi (þreki og holdarfari) unglinga á framhaldsskólaaldri. Efniviður og aðferðir Um er að ræða þverskurðarrannsókn meðal 18 ára framhaldsskólanema (129kvkog 140kk) úr þremur framhaldsskólum á höfuð- borgarsvæðinu. Heilsufarog líkamsástand þeirra var skoðað út frá eftirfarandi mæl- ingum: Hámarkssúrefnisupptöku (V02max), holdarfari [líkamþyngdarstuðli (BMI), hlutfalli líkamsfitu (%fita), kviðfitu, þykkt sjö húðfellinga (SKF), mittismáli], áhættu- þáttum lífsstílssjúkdóma í blóði [magn heildarkólesteróls, háþéttni fitupróteina (HDL), lágþéttni fitupróteina (LDL), þrígiýseríða, insúlíns og glúkósa] og blóðþrýsting. Niðurstöður íslenskir nemendur í framhaldsskólum erum illa á sig komin hvað varðar holdarfar, bæði útfrá BMI og %fitu. Almennt er þrekið mjög gott og flokkast innan við tíundi hluti þeirra með lélegt þrek. Fáir (<3%) flokkast með efnaskiptavillu. Almennt voru jákvæð tengsl á milli holdarfars og blóðbreyta en neikvæð milli blóðbreyta og þreks, HDL var undantekning. Holdarfar hafði sterkari tengsl við blóðbreyturnar heldur en þrek. Skipting gagnanna í þrjá flokka þreks og %fitu studdu í meginatriðum fylgniniðurstöðurnar. Ályktanir Almennt er þrek framhaldsskólanema gott en hlutfalli líkamsfitu þeirra er mjög ábóta- vant. Slæmt holdarfar hefur sterkt tengsl við áhættuþætti í blóði sem eykur hættu á (lífsstíls)?sjúkdómum. Gott þrek hefur hinsvegar jákvæð áhrif á áhættuþætti I blóði. Slæmt holdarfar virðist bó vega meira en gott þrek. Því er áhyggjuefni hátt hlutfall íslenskra nemenda sem eru of þung eða með háa %fitu í tiliti til lífsstílssjúkdóma og lífsgæða. Áhrif æðaþels á bandvefsumbreytingu þekjuvefsstofnfruma í brjóstkirtli Steindór Oddur Ellertsson Leiðbeinendur: Valgarður Sigurðsson, Magnús Karl Magnússon, Þórarinn Guðjónsson Brjóstkirtillinn er samsettur úr greinóttum þekjuvef og umliggjandi bandvef. Þekjuvefurinn myndar mjólkurganga kirtilsins sem enda í kirtilberjum þar sem mjólkin er mynduð. Breytingar eiga sér stað í brjóstkirtlinum í hverjum tíðarhring þar sem frumufjölgun, frumusérhæfing og frumudauði sjá um að viðhalda formgerð og starfrænu hlutverki kirtilsins. Frumufjölgun og frumusérhæfinger hvað mest áberandi á meðgöngu og á mjólkunarstigi þegar brjóstkirtillinn nær hámárkssérhæfingu. í brjóstkirtlinum eru stofnfrumur sem sjá um endurnýjun þekjuvefsfrumanna og nýlega tókst rannsóknarhópi mínum að einangra stofnfrumur úr kirtlinum og útbúa ódauðlega frumulínu sem nýst hefur afar vel til rannsókna. Frumulínan, sem nefnist D492, myndar bæði kirtilþekju og vöðvaþekjufrumur og í þrívíðri frumurækt myndar hún greinótta mjólkurganga sem líkjast þvf sem sést í brjóstkirtlinum. Tilgangur verkefnisins var að skoða betur hvaða áhrif æðaþel hefur é D492. Frumurnar voru ræktaðar sér eða í samrækt með æðaþeli. Eftir ræktun var frumusérhæfing metin með mótefnalitunum, flæðifrumusjé og smásjérskoðun. Þegar þekjufrumurnar og æðaþelsfrumurnar voru ræktaðar saman sást engin breyting é æðaþelsfrumunum. Hins vegar sést breytt tjáning kennipróteina þekjufrumanna. Greinileg lækkun sást á tjáningu cytokeratin 14 í D492 ásamt lækkaðri tjáningu á CD24 sem er sérhæfingarkenniprótein fyrir þekjufrumur. Minnkuð tjáning á cytokeratin 14 og CD24 bendir til þess aö frumulínan tapi einkennum þekjufruma og sé því búin að gangast undir fyrstu skref bandvefsumbreytingar sem einkennast oft af tapaðri tjáningu keratína og annarra kennipróteina þekjufruma. Hvernig veita kennarar í verknámi læknanemum leiðsögn varðandi siðferðileg álitamál og samskipti við sjúklinga? Höfundur; Svava Guðmundsdóttir, læknanemi við Háskóla íslands Leiðbeinandi; Stefán Hjörleifsson, Aðjúnkt læknadeild Hí /nngangur í klínískri læknisfræði og kennslu sem henni tengist reynir stöðugt á samskiptahæfileika og siðferðilega dómgreind kennara jafnt sem læknanema. Þrátt fyrir það hefur til þessa lítil sem engin formleg kennsla verið veitt í samskiptafræði og siðfræði eftir að fyrstu tveimur árum læknanámsins við Háskóla íslands lýkur. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort og hvernig kennarar leiðbeina læknanemum með óformlegum hætti varðandi siðferði og samskipti við sjúklinga þegar vandamál koma upp á þeim sviðum í verknámi á spítala. Efniviður Tvö eigindleg hópviðtöl voru framkvæmd þar sem annars vegar var rætt við 6 fjórðaárs nema og hins vegar 6 fimmtaárs nema, Viðtölin voru hljóðrituð og orðrétt handrit af þeim var síðan unnið og greint. í ritgerðinni er tekið mið af fyrri rannsóknum á því hvernig siðferðileg afstaða læknanema, dómgreind þeirra og framkoma mótast. Niðurstöður Mikilvægt er að sögn læknanemanna að fá gagnrýni fré kennurum á eigin framkomu og samskipti við sjúklinga og einnig að samskipta- og siðfræðismál í verknáminu séu rædd á opinskáan hátt. Þannig segjast nemarnir styrkjast í því sem þeir gera rétt og eru þakklátir fyrir leiðréttingu á því sem er rangt. Því miður segjast nemarnir hins vegar sjaldan fá góða leiðsögn og stundum fá þeir enga. Á hinn bóginn læra nemarnir mikið af því að fylgjast með framkomu kennara sinna. Nemarnir veita því eftirtekt að þegar læknar koma vel fram uppskera þeir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.