Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 108

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 108
Acousticus Neurinoma á íslandi í 30 ár (1979-2009) Þorsteinn H. Guðmundsson', Einar J. Einarsson', Ingibjörg Hinriksdóttir3, Ingvar Ólafsson2, Sigurður Stefánsson2 & Hannes Petersen12 Inngangur Nýgengi acousticus neurinoma (AN) meðal íslendinga er ekki þekkt, en tilgangur rannsóknarinnar er að kanna það, ásamt því að rannsaka sjúkdóminn með tilliti til greiningar og meðferðar. Með þvi að kalla þá sem greindust síðustu 5 ár í heyrnar-og jafnvægispróf fást frekari upplýsingar um hverju meðferð hefur skilað og hver áhrif AN eru til skemmri og lengri tíma. Efniviður og aðferðir Þýðinu var safnað saman við leit á HTÍ, HNE-deild LSH, heila-og taugaskurðdeild LSH og Sjúkratryggingar íslands (Siglingastofnun). Með afturskyggnum hætti var farið f gegnum sjúkraskrár einstaklinga með staðfesta greiningu AN og m.a. var leitað að heyrnarprófum, niðurstöðum úr myndgreiningarrannsóknum, hvaða meðferð var valin o.fl. Tuttugu og fimm einstaklingar af þeim 35 sem greindust síðustu 5 ár samþykktu að koma í frekari skoðun, heyrnarmælingu, vöðvasvar jafnvægis (VEMP) og jafnvægispróf auk þess sem lagðir voru fyrir þá tveir staðlaðir spurningalistar um heyrn (HMS) og jafnvægi. Niðurstöður Alls fundust 103 einstaklingar með staðfesta greiningu AN þannig að nýgengi er 1/100.000 á ári. Meðalaldur við greiningu er 52 ár. Fjöldi greindra æxla fyrstu 10 árin voru 13, þau næstu 21 og síðustu 10 ár greindust 55 tilfelli. Um 10% æxla voru greind fyrir tilviljun. Aðalkvörtun við greiningu er heyrnarskerðing (69%). Skurðaðgerð var framkvæmd á 47,16 voru meðhöndluð með gammageislun og 30 var fylgt eftir með myndgreiningu. (eftirlitshópnum stækkaði æxlið í 25% tilfella en meðalheyrn breyttist lítið (úr 47,ldB í 47,4dB). Af þeim sem fóru í aðgerð misstu 57% heyrn é sjúka eyranu i kjölfarið, meðan heyrn á heilbrigða eyranu versnaði frá greiningu (úr 18,6dB í 27,7dB) og 38% þeirra fengu algjöra andlitslömun. Heyrn þeirra sem meðhöndlaðir voru með gammageislun versnaði fyrst eftir meðferð m.v. greiningu (frá 43,3dB í 50,9dB) en batnaði síðan (45,2dB). Heildarstigafjöldi úr HMS spurningalistanum er minnstur í eftirlitshópnum (48,4 stig af 228), næst kemur hópurinn sem fór í gammageislun (57,9 stig af 228) og aðgerðarhópur er hæstur (85,8 stig af 228). VEMP svar kom fram í 42% tilfella á sjúka eyra í eftirlits-og gammahópunum en ekkert svar kom á öllum 3 aðgerðareyrunum. Álykun Nýgengi AN á Islandi er svipað og í Evrópu. Eftirlit með MRI er raunhæfur kostur og gammageislun er fýsilegri kostur en skurðaðgerð m.t.t. heyrnar og fylgikvilla en verri m.t.t. jafnvægis samkvæmt mælingum sem framkvæmdar voru. CHAMPIX®(vareniclin) Filmuhúðaðar töflur 0,5 mg og 1 mg. Ábendingar: Hjá fullorðnum til að hætta reykingum. Skammtar: Hefja á meðferð samkvæmt eftirfarandi áætlun: Dagur 1-3: 0,5 mg einu sinni á sólarhring. Dagur 4-7: 0,5 mg tvisvar á sólarhring. Dagur 8-meðferðarloka: 1 mg tvisvar á sólarhring. Heildartími meðferðarer 12 vikur. Skert nýrnastarfsemi: Lítið til í meðallagi mikið skert nýrnastarfsemi: Ekki þarfaöbreytaskömmtum. Alvarlega skertnýmastarfsemi: 1 mg einu sinni á dag eftir þriggja daga skammtaaðlögun (0,5 mg einu sinni á dag). Skertlifrarstarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum. Aldraðir. Ekki þarf að breyta skömmtum. Börn: Ekki er mælt með notkun handa börnum og unglingum yngri en 18 ára. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Aðlaga getur þurft skammta hjá sjúklingum sem samtímis nota teófýllín, warfarín og og insúlín. Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá þunglyndi, sjálfsvígs- hugsunum, -hegðun og -tilraunum hjá sjúklingum sem reynt hafa að hætta reykingum með CHAMPIX. Ekki höfðu allir sjúklingar hætt að reykja þegar einkennin komu fram, ekki höfðu allir geðsjúkdóma fýrir sem vitaö var um. Læknar ættu að vera meðvitaðir um hugsanlega hættu á verulegum þunglyndiseinkennum hjá sjúklingum sem reyna að hætta að reykja og ættu að leiðbeina þeim m.t.t. þess. Hætta skal strax meðferð með ef læknir, sjúklingur, fjölskylda eða aöstandendur verða varir við óróleika, geðdeyfð eða breytingar á hegðun eða ef sjúklingur fær sjálfsvígshugsanir eða sýnir sjálfsvígshegðun. Geðdeyfð, sem í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur í för með sér sjálfsvígshugsanir og -tilraunir, getur verið einkenni nikótínfráhvarfs. Að hætta að reykja, með eða án lyfjameðferðar, hefur einnig verið tengt við versnun undirliggjandi geðsjúkdóma (t.d. þunglyndis). Öryggi og verkun Champix hjá sjúklingum með alvarlega geðsjúkdóma eins og geðklofa, geðhvarfasýki og alvarlegt þunglyndi hefur ekki verið rannsakað. Gæta skal varúðar við meðferð á sjúklingum með sögu um geðsjúkdóma og leiðbeina þeim m.t.t. þess. Enginn klínísk reynsla liggur fyrir um notkun CHAMPIX hjá sjúklingum með flogaveiki.Við lok meðferða gætti aukinnar skapstryggðar, löngunar til að reykja, þunglyndis og /eða svefnleysis hjá allt að 3% sjúklingar þegar meðferð var hætt. Upplýsa skal sjúkling um þetta og ræða hugsanlega þörfáaðminnkaskammtasmámsaman í lok meðferðar. Milliverkanir: Ekki hefurveriðgreintfrá klínísktmarktækum milliverkunum lyfja við CHAMPIX. Meðganga og brjóstagjöf: CHAMPIXá ekki að nota á meðgöngu. Ekki er vitað hvort varencilin útskilst í brjóstamjólk. Meta skal hvort vegi þyngra, ávinningurinn sem barnið hefur af brjóstagjöfinni eða ávinningurinn sem móðirin hefur af CHAMPIX meðferð, áður en ákveðið er hvort halda skuli brjóstagjöf áfram. Áhrif á haefni til aksturs og notkunar véia: Champix getur haft lítil eða í meðallagi mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunarvéla. Ámeðan á meðferðinni stendurgeta sjúklingarfundiðfyrirsundli og syfju. Aukaverkanir: Þegar reykingum er hætt, hvort sem það er gert með eða án lyfjameðferðar, geta komiðfram ýmis einkenni, t.d. andleg vanlíðan og þunglyndi, svefnleysi, skapstyggð, kvíði, einbeitingarskortur, eirðarleysi, hægur hjartsláttur, aukin matarlyst og þyngdaraukning. I klinísku rannsóknunum var ekki aðgreint, hvort aukaverkanimarvoru vegnafráhvarfseinkenna nikótínseðatengdust notkun viðkomandi meðferðarlyfs. í klínískum rannsóknum með Champix voru u.þ.b. 4000 sjúklingar meðhöndlaðir í allt að 1 ár. Aukaverkanirnar voru vægar eða í meðailagi slæmar og komu almennt fram á fyrstu viku meðferðar. Mjög algengaraukaverkanir (>10%): Ógleði, höfuðverkur, óeðlilegar draumfarir, svefnleysi. Algengaraukaverkanir (>1 % og <10%): Aukin matarlyst, syfja, sundl, röskun á bragðskyni, uppköst, hægðatregða, niðurgangur, uppþemba, magaóþægindi, meltingartruflanir, vindgangur, munnþurrkurog þreyta. Aukþess hefur sjaldan verið greintfrá (>0,1% og <1 %) gáttatifi og brjóstverkjum. Ofskömmtun: Veita skal stuðningsmeðferð eftir þörfum. Pakkningar og verð 1. febrúar 2010: Upphafspakkning (0,5 mg 11 stk + 1mg 42 stk): 18.589.- 8 vikna fram- haldspakkning (1mg, 112 stk): 31.726,- Lyfið er lyfseðilsskylt og greiðist skv. greiðslufyrirkomulagi 0 i lyfjaverðskrá. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer, Vistorhf., Hörgatúni2,210 Garðabær. Samantektumeiginleikalyfserstytt isamræmi við reglugerð um lyfjaauglýsingar. Upplýsingarum lyfið er að finna í sérlyfjaskrá og á lyfjastofnun.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.