Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 4

Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 4
4 FERÐIR þoldi því ekki sáran sult. Um sumarið fóru gangnamenn með lengsta móti og allt fram í Laugafell. Þar fundu þeir ána og Svanhildi og höfðu hvorutveggja með sér til byggða. Eftir þetta var Svanhildur jafnan mjög fálát og aldrei með heilu sinni.“ Þórunn ríka á Möðruvöllum Aðra frásögn af mannavistum þarna er að finna í Sókna- lýsingum séra Einars Thorlaciusar í Saurbæ. Hún var færð í letur árið 1840 og hefur trúlega átt að gerast í Seinni plágunni í lok 15. aldar. Einar segir að Þórunn ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði hafi flúið suður að Laugafelli meðan svartidauði geisaði, svo bætir hann því við, að síðan hafi hún haft þar sumarsel. Af þessari frásögn verður ekki séð hve lengi Þórunn hefur haldið til við Laugafell, en hitt er víst, að landkostir hafa þá verið aðrir og betri en nú, en það verður vikið betur að því síðar. Eiginlega liggur það í orðum séra Einars, að Þórunn hafi haldist þarna við yfir vetur þar eð hann kallar áframhaldandi veru hennar þarna “sumarsel“. Eyfirsk munnmæli herma allmiklu nákvæmara frá dvöl Þórunnar þarna við laugarnar. Séra Einari hefur vafalaust verið kunnugt um þau, en ekki talið ástæðu ti! að fara meira út i það, eða honum hefur ekki fundist þau eiga heima í sóknarlýsingu. Manni finnst það gegna nokkurri furðu að hann skyldi setja þessa frásögn þarna í sóknarlýsingu Möðruvalla. Hún á þar ekki heima. Einari hefur fundist þetta merkileg saga og ekki viljað láta hana falla alveg í gleymsku, því hefur hann gripið þetta tækifæri til að bjarga henni frá glötun. Munnmæli Eyfirðinga eru dálítið þjóðsögukennd á köfl- um, en við verðum samt að láta þau duga til að fræða fólk

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.