Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Page 18

Ferðir - 01.05.1988, Page 18
18 FERÐIR Miðvikudagur 14. 08. „Þetta er ótrúlegt. Það er ennþá þoka.“ Þennan morgun fóru allir skálagestir að tygja sig til heimferðar og um hádegisbil veifuðum við síðasta bílnum. Var þá haldin af- veisla því til heiðurs að nú værum við orðnar einar í heimin- um en síðan var skálinn þrifinn. Þegar við gáfum okkur loks tíma til að líta upp úr gólffötunum hafði veðrið aldeilis breytst. Kominn var 15 stiga hiti og ekki sást ský á himni. Þustum við því út og reyndum kraftana við hinar ýmsu að- ferðir við að höggva og brjóta við í eldinn. Eftir kvöldmat gengum við á Virkisfellið og skírðum smá- sandhól við virðulega athöfn. Hlaut hann nafnið Afgangur. Fimmtudagur 15. 08. Því miður var miklum tíma af þessum morgni eytt í svefn. Komið var fram undir hádegi þegar við risum úr rekkju og því passlegt að slá morgun- og hádegisverði saman í allsherjar veislu sem var haldinn austan undir húsinu í 20° hita. En verkefni dagsins var að brenna rusli og ganga inn að íshelli. Við fórum því niður að ofni vopnaðar eldspýtum og olíudunk og nú skyldi ruslinu brennt „snöggvast“. Sú fyrirætlun breyttist heldur betur þegar í ljós kom að blessaður ofninn var fullur af ryðguðum blikkdósum. Boðaður var í skyndi fundur og á honum var einhljóða samþykkt að taka blikkdósunum gröf og jarðsetja þær. Eftir mikinn mokstur sórum við þess dýran eið að aldrei skyldum við fara með svona dósir upp á fjöll og viljum við hér með hvetja aðra til að gera hið sama. Þegar þessu var lokið gengum við inn í íshelli. Hann var hrikalegur að venju og mikið sprunginn. Heimferðin gekk fljótt því hungrið hrjáði okkur eins og reyndar alltaf en þó gáfum við okkur tíma til að taka nokkrar myndir. Þegar í skálann kom voru komnir gestir, ung hjón úr Reykjavík sem voru álíka þreytt og við svo fljótlega var farið að sofa. Föstudagurinn 16. 08. Þessi dagur varð nokkuð viðburðaríkur. í hádeginu fengum

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.