Ferðir - 01.05.1988, Page 23
FERÐIR
23
félagsfólki. Nokkru áður en byggingu Ingólfsskála lauk, var
farið að gera áætlanir um næsta verkefni og varla höfðu menn
náð andanum eftir byggingu skálans er hafist var handa um
byggingu annars, og nú var litið sér nær. Félagsfólk hafði gert
sér grein fyrir, að áherslubreyting var að eiga sér stað í ferða-
lögum fólks og kynnum þess við landið sitt. Áhugi fyrir
gönguferðum, jafnt sumar sem vetur, var og er að stóraukast.
Tiltölulega litlir skálar, sem skipta skemmtilegum leiðum í
hæfilega áfanga, stuðla því mjög að því að auka og bæta
möguleika fólks á þess háttar ferðalögum, auk þess sem þeir
auka öryggi, einkum á vetrum.
Á milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu er mikið
fjalllendi, þar sem skiptast á háir fjallgarðar og einstakir
tindar, og djúpir, grösugir dalir. Sumir þessara dala, e.t.v.
flestir, voru á öldum áður meira og minna byggðir, og má víða
sjá þess merki. Mest af þessu svæði er þó orðið afréttarland.
Nokkuð er svæðið snjóasælt, og hafa því íbúar beggja sýslna
sótt mjög þangað í skíða- og vélsleðaferðir. Landslag er allt
mjög skemmtilegt og fallegt, jafnt sumar sem vetur. Hug-
myndin um að byggja dálítinn skála á þessum slóðum hafði
því, eins og fyrr segir, lengi blundað í brjósti félagsfólks. Eftir
allmargar skoðunarferðir, bæði að sumri til og e.t.v. ekki síður
á vetrum, komust menn að þeirri niðurstöðu, að æskilegt væri
að skálinn yrði framarlega á Skálarhnjúksdal. Voru menn þá
jafnframt með í huga, að kannske yrðu burðir til þess í fram-
tíðinni, að reisa annan skála allnokkru sunnar, máske nærri
Litla-Vatnsskarði. Hafa menn engan veginn gleymt þeim
draumi, og ekki ólíklegt, að Húnvetningar og Skagfirðingar
eigi einhverskonar samstarf um það, eins og raunar margt
fleira á hinum ýmsu sviðum.
Landeigandi á þeim stað, sem menn litu aðallega til, er
Skarðshreppur í Skagafirði, og veittu forráðamenn sveitar-
félagsins góðfúslegt samþykki sitt fyrir þessum áformum.
Þegar spurðist um þessar fyrirætlanir félagsins, kom fram
mikill áhugi hjá Skátafélaginu Eilífsbúum um samstarf á
þessu sviði, en meðal þeirra hafði hugmyndin um fjallaskála