Ferðir - 01.05.1988, Síða 28
28
FERÐIR
hnjúksdal. Er dalbotn Tröllabotna nokkru hærri en Skálar-
hnjúksdalsins, og verða fossar og flúðir í Tröllánni meðan hún
er að jafna hæðarmuninn. Heitir þar m.a. Tröllafoss og er
þeirrar náttúru, að ganga má bak við fossinn án þess að blotna
tiltakanlega. Rétt austan fossins stendur skálinn, sem hér
hefur verið gerður að umræðuefni. A Trölleyrunum, niður og
austur frá skálanum er talið að býlið Trölleyrar hafi staðið.
Svo til beint í austur frá skálanum sér í djúpt skarð eða dal
norðan Hryggjafjallsins, sem þó lokast að nokkru af fram-
hruni er nefnist Selhólar. Þar stóð lengi samnefndur bær og
sér þar til tófta. Einkum eru fjárhúsatóftir greinilegar, en það
stafar af því að beitarhús voru þarna löngu eftir að búsetu
lauk. Austan Selhóla er Kálfárdalur. Opnast hann til austurs í
Gönguskörðum, svo til beint á móti bænum að Veðramóti. Á
dalnum stóð samnefndur bær, er hefur verið í eyði í um það
bil þrjátíu ár. Standa þar bæjarhús enn, og eru sumarbú-
staður afkomenda síðustu ábúenda. Um Kálfárdal og Selhóla
er tíðust ferðaleið þeirra, er koma fótgangandi í Trölla úr
Skagafirði. Um aðrar Ieiðir er þó að velja, eins og síðar verður
vikið að. Skálarhnjúksdalur er gróðri vafinn og hið ágætasta
afréttarland. Eins og fyrr segir, er mjög á reiki, hvar endimörk
Skálarhnjúksdals eru, og hvar Laxárdalur tekur við, en þetta
er í raun einn samfelldur dalur. Liggur hann nokkru vestar en
í norður allt að Engjalæk. Dalurinn sveigir þá til norðausturs
allt að Skíðastöðum, en breytir þá stefnu nær norðri. f norð-
austur frá Trölla, handan dalsins, er hnjúkur einn er Skálar-
hnjúkur heitir. Undir honum stóð bær er bar nafn hnjúksins.
Um þessar mundir eru liðin eitt hundrað ár frá því síðast var
búið á Skálarhnjúk. Sagnir eru um, að svo skjótt hafi verið
brugðið búi þar, að skyrsár hafi orðið eftir í búri, og hafi
smalamenn notað sér af innihaldi hans áratugum síðar. Hafi
langt fram á þessa öld mátt sjá þar hvíta skellu, áður en yfir
greri. Nokkru utar mun býlið Þórðarsel hafa staðið, og vestan
ár eigi miklu utar en svonefnd Bakdalsá kemur austan úr
samnefndu dalverpi stóðu Fannlaugarstaðir, þar sem síðastur
bjó Sigurður Gíslason trölli. Sunnan Skálarhnjúks er skarð