Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Side 30

Ferðir - 01.05.1988, Side 30
Skemmtiför Ég var staddur í Amtsbókasafninu fyrir nokkru. Erindið var að fletta blaðinu Degi frá 1936 og athuga hvað stæði þar um 50 ára afmæli K.E.A. en það var 19. júní 1936. Þá voru tæpir tveir mánuðir liðnir frá stofnun F.F.A. Ég varð meira en lítið undrandi þegar í þessu sama blaði blasti við mér frásögn af fyrstu skemmtiferð, sem farin var á vegum F.F.A. Greinina hafði skrifað Friðgeir H. Berg, en hann var kjörinn einn af þremur varamönnum í stjórn á stofnfundi Ferðafélags Akureyrar 8. apríl 1936. Greinin var ljósrituð á staðnum og mér fannst tilvalið að hún birtist í Ferðum 52 árum síðar. Akureyri 22. mars 1988. B)örn Þórðarson, Oddagötu 5. Dagur 11. júní 1936. Fyrst skemmtiför Akureyrardeildar Ferðafélags Islands var farin á annan í hvítasunnu. Ekið var fram að Feyningshólum, síðan gengið um hólana og skoðaðar fornar skógarleifar, en að því loknu var gengið upp í Villingadal. Er þá komið að kalla má í nýjan heim, því dalur þessi er víðari og fegurri en margir aðrir smádalir. Á rennur eftir dalnum, og mun austari helm- ingur hans í daglegu tali nefndur Torfufellsdalur, en sá vestari Villingadalur. Nokkuð fram á dalnum austan megin ár eru fornir grjót-

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.