Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Page 31

Ferðir - 01.05.1988, Page 31
FE RÐIR 31 Myndþessi er tekin í Ytri- Villingadal á svipuöum tíma ogferd sú var farin sem hér segir frá. Ekki hefur þó tekist að ársetja hana með öryggi ne' þekkja alla sem sjást. Hœgra megin með hakþoka og göngustaf er Steindór Steindórsson, fyrsti formaður FFA, maðurinn með alskeggið er Hjálmar Þorláksson, bóndi í Ytri- Villingadal og í baksýn vinstra megin líklega Jón Hjálmarsson sonur hans og siðar bóndi í Villingadal. hólar, sem nefndir eru Draughólar; eiga Eyfirðingar og Skagfirðingar að hafa barist þar á dalnum fyrr á tímum og hafa munnmæli látið svo heita, að Skagfirðingarnir hafi allir verið drepnir og séu hólarnir dysjar þeirra; er sú saga sögð í þjóðsögum Odds Björnssonar. En svo að horfið sé frá fortíð- inni og munnmælum hennar, þá er það að segja af ferða- mönnum, að þeir skemmtu sér við veðurblíðu og náttúru- fegurð á dalnum. Nokkrir þeirra, sem léttastir voru á fæti, gengu upp á Torfufell, en það er hátt fjall austanmegin dals- ins. Voru þeir nokkra klukkutíma í þeirri för, en hún gekk þeim að óskum; höfðu þeir skyggni gott af fjallinu og blöstu þeim við augum jöklarnir í suðri. Snjór lá á fjallinu, en gangfæri þó ágætt. Þegar haldið var heim á leið úr dalnum, var gengið niður með ánni, en hún fellur í svipmiklu gljúfra-

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.