Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Síðustu misseri hefur okkur á skrifstofunni, í ljósi umræðu síðustu vikna, verið tíðrætt um atvinnufrelsið sem varið er samkvæmt 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þar er sú grundvallarregla orðuð að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa og til þess að skerðing á þessu frelsi sé lögleg þurfi tvö skilyrði að vera uppfyllt. Í fyrsta lagi verður að kveða á um skerðinguna í lögum. Í öðru lagi þurfa almannahagsmunir að krefjast þess að gripið sé til skerðingarinnar. Dómstólar hafa gert strangar kröfur til þess að skilyrðið um að skerðingar á atvinnufrelsi eigi sér stoð í lögum sé uppfyllt. Þannig er löggjafanum, hinu háa Alþingi, t.d. óheimilt að framselja framkvæmdarvaldinu frjálst mat um slíkar skerðingar. En hvað hefur verið að gerast síðustu mánuði? Í annan stað, þá velti ég því fyrir mér hvort það sé þá heimilt að framselja vald til eftirlitsstofnana í Brussel? Höfum í huga að samkvæmt EES-reglum þá ber aðildarríkjum að sýna sveigjanleika gagnvart framleiðendum og gæta meðalhófs. Til upprifjunar þá var á liðnu þingi til umfjöllunar þingmannafrumvarp frá Flokki fólksins um bann við blóðmerahaldi sem hefur verið lagt fram síðastliðin þrjú löggjafarþing, eða frá árinu 2020, og 154. löggjafarþing sem nú hefur verið sett, verður þar engin undantekning. Vegferð „góða fólksins“ hefur nú birst í því að reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 verður felld úr gildi frá 1. nóvember nk., þrátt fyrir að hafa verið sett með gildistíma til þriggja ára. Eftirlitsaðilinn, MAST, og ráðuneytið klóra sér eflaust í hausnum þessa dagana um hvernig skuli útfæra starfsemina og á meðan bíða bændur eftir svörum um hvort atvinnustarfsemi sem heimilt hefur verið að stunda hér á landi sl. 40 ár eða svo, verði fram haldið með góðu móti. Fyrirsjáanleikinn er enginn. Það sló mig óneitanlega um daginn þegar samtal erlendra mótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta afhjúpaðist í beinni útsendingu. Af hverju? Jú, vegna þess að í samtali þeirra á milli kom fram að hvorugur þeirra hafði séð hval! Ég leyfi mér að fullyrða að fæstir þeir sem tala gegn blóðmerahaldi hafi verið viðstaddir þá framkvæmd og þá veit ég fyrir víst að flutningsmanni frumvarpsins um bann við blóðmerahaldi hefur ítrekað verið boðið að fylgjast með, en hún aldrei þegið. Þingmenn hafa mörgum hlutverkum að gegna en eitt af því getur ekki verið að tala gegn atvinnugreinum sem heimilar eru samkvæmt lögum, og skapa störf og verðmæti. Til viðbótar hlýtur það að vera hlutverk fastafulltrúa Íslands á erlendum vettvangi sem starfa í utanríkisþjónustunni að gæta hagsmuna Íslands en ekki tala gegn atvinnuréttindum samborgara sinna en ekki viðra persónulegar skoðanir sínar í fréttum. Hér þykir manni hreinlega að verið sé að káfa upp á atvinnufrelsið sem varið er samkvæmt stjórnarskrá á grundvelli persónulegra skoðana. Endurskoðun búvörusamninga Undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðræður við samninganefnd ríkisins um endurskoðun gildandi búvörusamninga sem gildir til ársins 2026. Fram til þessa hefur enginn vilji verið til að auka fjármagn inn í búvörusamningana og það endurspeglast í nýbirtu fjárlagafrumvarpi og einnig í fjármálaáætlun sem gildir frá 2024 til 2028. Við höfum ítrekað bent á að samkvæmt búvörulögum segir að ávallt skuli tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skulu vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Hvað séu eðlileg kjör samanborið við aðrar stéttir hefur síðan verið skýrt nánar m.a. í 1. mgr. 8. gr. búvörulaga þar sem fjallað er um verðlagningu mjólkur en þar segir að áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Þá segir í 30. gr. búvörulaga að heimilt sé að mæla fyrir um endurskoðun samnings skv. 1. mgr. á samningstímanum þar sem metin eru áhrif og þróun samkvæmt samningi og teknar upp samningaviðræður að nýju teljist þess þörf. Því verður að telja að samkvæmt lögum sé skýrt að bæði eigi innlend landbúnaðarframleiðsla að anna innanlandsmarkaði auk þess sem afkoma þeirra sem slíka framleiðslu stunda eigi að vera í eðlilegu samræmi við kjör annarra stétta. Bændur bera jafnframt ákveðnar skyldur samkvæmt búvörulögum og búvörusamningnum. Þeir skuldbinda sig m.a. til að framleiða landbúnaðarafurðir og báðir aðilar, þ.e. ríkið og bændur, skuldbinda sig til að stuðla að þróun atvinnugreinarinnar. Það gefur auga leið að slíkt raungerist ekki nema afkoma bænda sé tryggð til framleiðslunnar. Hækkanir aðfanga í landbúnaði árið 2022 hafa ekki gengið til baka. Þar að auki hefur fjármagns- og launakostnaður hækkað verulega milli ára, svo telur í milljörðum. Flestar búgreinar standa frammi fyrir miklum áskorunum í sínum rekstri og hluti þeirra býr við afkomubrest. Staðan er ekkert frábrugðin því sem var árið 2022. Bændasamtökin gera ráð fyrir því að það vanti um 9.400 12.200 milljónir til að landbúnaðurinn geti staðir undir rekstrarlegum skuldbindingum og eðlilegri launagreiðslugetu árið 2023. Sú sviðsmynd sem hefur verið rakin hér er ekki burðug og hefur bæði verið kynnt fyrir þingmönnum í atvinnuveganefnd og fjárlaganefnd á vordögum. Skilnings gætir en fátt er um aðgerðir. Án íslensks landbúnaðar mun þjóðin glata einu því besta sem í henni er og við getum verið viss um að þegar bændur verða ekki lengur til staðar eða þeim mun fækka svo um munar að þá höfum við glatað hlutverki okkar sem sjálfstæð þjóð. SKOÐUN Neytendavernd Hér í blaðinu er viðtal við mann sem hefur tileinkað sér lífsstíl sem felst í því að neyta eingöngu dýraafurða – og í hans tilfelli að mestu leyti nautakjöts. Það sem vakir fyrir honum er að halda heilsu stöðugri í gegnum dagana og vellíðan – sem kann að skjóta skökku við því það er þvert á allar næringarráðleggingar yfirvalda sem mæla með fjölbreyttu fæði og mjög takmarkaðri neyslu á rauðu kjöti. Hann var hrjáður af þrálátum bólgum í líkamanum og ýmsum lífsstílskvillum og illa gekk að fá bót meina sinna innan heilbrigðiskerfisins. Hann fór því að stúdera næringarfræði og náði sæmilegum árangri með lágkolvetna mataræði, en það var ekki fyrr en hann fór alveg yfir í dýraafurðaneyslu eingöngu sem hann öðlaðist góða og stöðuga heilsu. Og þetta var fyrir um sjö árum síðan. Blóðprufur hafa staðfest góð áhrif mataræðisins á líkamann. Hann tilheyrir samfélagi á Facebook sem heitir Carnivore Tribe-kjötætur sem lofsyngur einum rómi þennan lífsstíl. Enda finnur fólkið þar á eigin skinni betri líðan og heilsu – og engin ástæða til að tortryggja það. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur gefið út endurskoðaða bók sína Siðfræði lífs og dauða, um siðfræði og heilbrigðisþjónustu. Í viðtali á dögunum sagði hann frá því að hann hafi þurft að gera breytingar á bókinni í gegnum árin vegna tiltekinna breytinga sem hafa orðið í samfélaginu. Forræðishyggja lækna gagnvart sjúklingum væri til dæmis nú á undanhaldi, sem gekk út á það að hlýða einfaldlega læknisráði. Í staðinn væri tilhneiging í þá átt að líta beri á sjúklinga sem neytendur og þeirra sjálfræðisrétt í samræmi við það – sem Vilhjálmur varar mjög við. Ekki sé skynsamlegt að líta á sjálfræði sjúklinga með sama hætti og sjálfræði neytenda, vegna þess að sjúklingurinn sé alltaf háður hinu faglega mati. Fagmaðurinn verður að vera ábyrgur í að veita viðnám gegn ákveðnum óskum sem stangast á við faglega ábyrgð. Læknirinn hafi þessa faglegu vitneskju en sjúklingurinn hefur annars konar vitneskju um eigin líkama. Þess vegna sé samtal þeirra mjög mikilvægt. Auðvitað væri ákjósanlegt ef það væri alltaf boðið upp á frjóar samræður milli sjúklings og læknis varðandi mögulegar meðferðir við heilsufarsvandamálum. En þar held ég að við eigum enn langt í land, eins og í allri næringar- og lífsstílsráðgjöf til forvarnar gegn sjúkdómum. Framþróunin er hröð á vettvangi læknavísinda og sömuleiðis bætast sífellt við upplýsingar um hvað sé heilsusamlegt og hvað ekki. En svo breytast líka upplýsingar hratt; það sem var heilsusamlegt í gær er það ekki lengur í dag. Upplýsingaóreiðan er nánast yfirþyrmandi. Bæði sjúklingar og neytendur eru að vissu leyti varnarlausir. Læknar þurfa í raun að vera í stöðugri endurmenntun ef vel ætti að vera. Það er líka þörf á ákveðnum rannsóknum sem hagsmunaaðilar hafa ekki áhuga á að fjármagna. Hver hefur áhuga á að kosta langtímarannsóknir á heilsufarslegum áhrifum föstu á fólk? Þótt jafnan beri að virða fagleg læknisráðin þá hafa þau mörg verið misráðin. Það á við um mörg svið heilbrigðismála – ekki síst næringarráðleggingar. Hvað gera svo neytendur þegar hin faglega ábyrgð bregst? – þeir verða að bjarga sér sjálfir og bera ábyrgð á eigin heilsu. Tilhneigingin er sú að neytendur og sjúklingar taka málin æ meira í sínar hendur og ábyrgðina á eigin heilsu. Taka „samræðuna“ þá frekar á netinu eins og við sjáum í dæmisögunni af fyrrnefndri nautakjötsætu. En þá er vissara að vera vel vopnaður gagnrýnni hugsun. /smh Káfað upp á atvinnufrelsið Blómabúðin Dögg stóð meðal annars á horni Bæjarhrauns og Hólshrauns. Árið 1982 ákváðu eigendur hennar, hjónin Ásmundur Jónasson og Halldóra Hermannsdóttir, að byggja þar fyrsta sérhannaða húsnæðið undir blómaverslun. Var húsnæðið sexstrendingur að lögun og sérstaklega hugað að sem bestu birtuskilyrðum. Var verslunin annars stofnuð árið 1977 og stóð lengi vel að Álfheimum 6, en í dag má hana finna að Bæjarhrauni 26 í Hafnarfirðinum. Hurðarop þeirrar verslunar er nákvæmlega sex skrefum frá þeim inngangi er þjónaði gestum frá ómunatíð – kemur fram í Fjarðarpóstinum árið 2011, og tekið fram að sama persónulega þjónustan og úrvalið hafi ekkert breyst. /SP GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Sigurður Már Harðarson (ábm.) smh@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is – Þórdís Anna Gylfadóttir thordisanna@gmail.com Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: 33.000 – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.