Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 gefa mönnum að smakka, sem fallið hefði í góðan jarðveg. Ólíkt mörgum öðrum hryggdýrum hafa hákarlar ekki þvagkerfi. Ferskt kjöt hákarls er því eitrað en efnasambandið trímetýlamínoxíð finnst í því auk þvagefnis. Hafa m.a. hvítabirnir drepist eftir að éta ferskt hákarlakjöt. Verkunaraðferðin til að gera hákarlinn ætan er fólgin í að kæsa hann, áður fyrr í moldar- eða sandgryfju en nú í kari, og láta gerjast uns hann er hengdur upp í hjöllum til þurrkunar í 4–5 mánuði. Fer alveg eftir tíðarfari hvernig til tekst með lokaafurðina, nema menn eigi sérstaka þurrkklefa. Við kæsinguna umbreytist þvagefnið í ammoníak og efnasambandið brotnar niður í trímetýlamín en þetta tvennt til samans veldur bæði stækri lykt og bragði. Afurðin glerhákarl verður til úr kviðnum en skyrhákarl úr bakinu. Elsta íslensk heimild um verkaðan hákarl er í skrá um eignir dómkirkjunnar á Hólum í Hjaltadal 1374 og hefur hann að líkindum verið kæstur og þurrkaður, rétt eins og í dag. Langlífasta hryggdýr heims Hákarl hefur beinagrind úr brjóski og hann gýtur lifandi ungum, um 40 cm löngum, allt að 10 í einu. Hann vex mjög hægt, allt niður í ½–1 cm árlega, er fullorðinn jafnan um 4 metrar að lengd en getur orðið allt að 6–7 metrum. Litur hans er rauðgrár, dökkgrár eða blágrár og jafnvel svartur að ofan en ljós á kviðinn. Líkur eru til að hákarl geti náð óvenjulega háum aldri eða hæstum aldri allra hryggdýra, jafnvel allt að 4–500 árum. Rannsókn sem gerð var á um 245 ára gömlum hákarli, veiddum í haustralli Hafrannsóknastofnunar djúpt vestur af landinu árið 2017, leiddi í ljós að heili hans sýndi engin þekkt merki öldrunar né taugahrörnunar. Leitt er líkum að því að umhverfi og atferli séu ástæður þess hversu lengi hákarl lifir án sýnilegra áhrifa öldrunar á heila. Hákarl er talinn hægsyndur og heldur að mestu til í stöðugu en köldu umhverfi á tiltölulega miklu dýpi í sjó sem er um 4°C heitur. Þetta valdi því að líklega séu efnaskipti hæg og vísbendingar eru um að blóðþrýstingur hákarls sé mun lægri en hjá öðrum hákarlategundum. Lykillinn að háum aldri virðist því vera að hreyfa sig lítið og halda sig í kulda og myrkri, a.m.k. fyrir hákarl. / sá Jón Svansson, hákarlaveiðimaður og skipstjóri á Norðurljósi NS frá Vopnafirði, veiðir hákarl norðaustan af Bjarnarey á Héraðsflóa og hafa gæftir verið með besta móti í sumar. Myndir / Jón Svansson. Goðanes 16 • 603 Akureyri • Sími 5191800 • rafos@rafos.is Opið virka daga milli 08:00 – 16:00 RAFÓS r a f v e r k t a k a r / h e i m i l i s t æ k j a v i ð g e r ð i r RAFÓS Sími 519 1800 rafos@rafos.is Þjónustum allt landið - Verið velkomin Raflagnir - viðhald og nýlagnir Hleðslustöðvar fyrir rafbíla Uppsetning og sala Viðgerðir og sala á öllum gerðum heimilistækja Varmadælur - uppsetning og sala Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is AKURShús - timbureiningahús íslensk hönnun & framleiðsla Afhent uppsett á byggingarstað eða í einingum – Við allra hæfi – „ Kynntu þér húsabæklinginn okkar á akur.is og fáðu verðáætlun í húsið þitt Margar gerðir og stærðir LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS Pressur Skrúfu- og stimpil loftpressur, loftkútar, slöngur, tengi og aðrir fylgihlutir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.