Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Í júní síðastliðnum samþykkti framkvæmdastjórn Evrópu­ sambandsins sérstakar ráðstafanir til að bregðast við ójafnvægi á vínmarkaði víða innan ESB. Þessar ráð­ stafanir eru grund vallaðar á sam eigin legri l a n d b ú n a ð a r­ stefnu ESB (e. Common Agri­ cultural Policy, CAP). Samkvæmt gildandi áætlunum um stuð ning við vín fram leiðslu verður nú mögulegt fyrir aðildarríkin að gera ráðstafanir til að fjarlægja umfram vín af markaði. Með öðrum orðum að stýra framboðinu til að koma í veg fyrir verðfall á afurðunum. Einnig var heimilaður aukinn sveigjanleiki í framkvæmd vínstuðningsáætlana til að draga úr vínframleiðslu, svo sem aukinn sveigjanleika til að fjarlægja berjaþrúgur áður en þær eru fullþroskaðar til víngerðar, svokallað „græn uppskera“ eða „green harvesting“. Hvað kallar á aukinn stuðning við vínrækt? Í reglugerð ESB sem innleiðir þennan aukna stuðning kemur fram að víngeirinn hafi orðið fyrir barðinu á samdrætti í neyslu vegna mikilla hækkana á verði matvæla og drykkjarvara, sem auk góðrar uppskeru 2022 og afleiðingar markaðsörðugleika í kjölfar heimsfaraldursins hafa leitt til birgðasöfnunar. Framleiðsla á víni Evrópu­ sambandsins jókst um 4% á þessu ári miðað við árið áður en upphafsbirgðir voru 2% hærri miðað við meðaltal síðustu 5 ára. Samdráttur í vínneyslu á yfirstandandi markaðsári er áætlaður 7% á Ítalíu, 10% á Spáni, 15% í Frakklandi, 22% í Þýskalandi og 34% í Portúgal. Samhliða því hefur vínútflutningur ESB á tímabilinu janúar til apríl 2023 verið 8,5% minni en árið áður, sem stuðlar að því að birgðirnar aukast enn frekar. Fyrrnefndar markaðsaðstæður hafa eins og fyrr segir leitt til sölusamdráttar fyrir vínræktendur og framleiðendur í ESB, lækkun markaðsverðs á víni og þar af leiðandi alvarlegt tekjutap, sérstaklega á ákveðnum svæðum sem helst verða fyrir barðinu á þessari þróun. Ástandið er þó breytilegt innan ESB. Mest hafa áhrifin verið á rauðvín og rósavín frá ákveðnum héruðum Frakklands, Spánar og Portúgals, en önnur vín og/eða aðildarríki gætu lent í svipuðum erfiðleikum á ákveðnum framleiðslusvæðum. Inngrip framkvæmda- stjórnarinnar nú Ráðstafanirnar sem framkvæmda­ stjórnin hefur samþykkt eiga að hjálpa greininni til að takast á við núverandi ójafnvægi á innri markaði ESB. Framkvæmdastjórn ESB segir að nauðsynlegt hafi verið að samþykkja tímabundnar markaðsráðstafanir til að koma í veg fyrir að óselda vínið hefði áhrif á allan innri markaðinn og auk þess sem framleiðendur gætu átt í erfiðleikum með nægjanlegt geymslurými fyrir nýja uppskeru, segir í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB. Með ákvörðun fram kvæmda­ stjórnarinnar verður heimilt til 15. október 2023 að eima vínið sem hefur mest áhrif á markaðskreppuna samkvæmt stuðningsáætlunum fyrir vín. Það er tekið af markaði og áfengið sem fæst má aðeins nota í öðrum tilgangi en matvælum til að forðast röskun á samkeppni. Framkvæmdastjórnin veitti einnig aukinn sveigjanleika í framkvæmd og fjármögnun vínstuðningsáætlana fyrir fjárhagsárið 2023. Þetta mun gera aðildarríkjum kleift að laga ráðstafanir sínar betur að ástandi vínmarkaðarins á yfirstandandi ári og nýta betur „græna uppskeru“ til að koma í veg fyrir að birgðir safnist upp. Við núverandi aðstæður er styrkþegum vínstuðningsáætlana leyft að aðlaga fyrirhugaða starfsemi sína og í tilhlýðilega rökstuddum tilvikum að hrinda upprunalegum verkefnum sínum í framkvæmd aðeins að hluta. Samfjármögnunarhlutfall ESB á aðgerðum sem tengjast endurskipulagningu, grænni uppskeru, kynningu og fjárfestingum verður einnig hækkað úr 50% í 60%. Nýr stuðningur skerðir ekki árlegan stuðning við vínrækt Á vettvangi ESB er víngeirinn studdur með vínstuðningsáætlunum í vínframleiðslulöndum ESB. Þannig er árleg fjárhagsáætlun upp á 1.061 milljón evrur af sjóðum ESB tileinkuð stuðningi við fjárfestingu atvinnulífsins, nýsköpun, kynningu á vörum sínum, endurskipulagningu og tryggingu uppskeru þeirra. Samkvæmt núverandi CAP eru almennar vínstuðningsráðstafanir grundvallaðar á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni en stefnan gerir jafnframt ráð að framkvæmdastjórn ESB geti gripið til ráðstafana sem þessara þegar ójafnvægi myndast á mörkuðum. Þessi nýji og tímabundni stuðningur mun ekki hafa áhrif á annan almennan stuðning ESB við víngeirann og öllum núverandi styrkhæfum aðgerðum er því haldið áfram. Mikilvægi vínræktar í ESB Eins og hér kemur fram er stuðningur við vínrækt innan ESB hluti af sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, CAP. Vínrækt er enda mikilvæg atvinnugrein og hluti af menningu og landslagi á stórum svæðum í Evrópu. Í gamni og alvöru má því segja að hún sé eins konar „sauðfjárrækt“ þeirra. Hér er greinilega gripið til markvissra aðgerða til að forða alvarlegum áhrifum á bændur á stórum svæðum innan sambandsins. Ljóst má vera að sumar af þeim ástæðum sem tilteknar eru í ákvörðun ESB um stuðning við vínbændur (og reyndar einnig aðra bændur) eiga að sönnu einnig við hér á landi. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar. Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023 Erna Bjarnadóttir. Miðhrauni 6, 210 Garðabæ, s. 544 8900 m@malmsteypa.is malmsteypa.is M yn d : B ö ð va r Le ó s Rör og fittings Viðgerðarefni Þorgrímsfótur Festihulsur Ídráttarrör Topphringir Trjáristar Drenrör Brunnkarmar/lok Sandföng/ristar Rennustokkar/ristar Spindillok Kerfislok Tengistykki Húsbrunnar Kúluristar Götubrunnar Tengibrunnar A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.