Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2023
Leikfélag Hveragerðis er eitt
fyrsta, nú með haustinu, að bjóða
leikhúsunnendum að fá sér sæti,
en ætlunin er að gleðja áhorfendur
með söngleiknum heimsfræga,
Litlu hryllingsbúðinni.
Prufur hófust strax í
byrjun júní og var fljótlega
skipað í hlutverkin. Unnu
leikarar ötullega að
því yfir sumarið
að læra textann
sinn og hófust
æfingar á fullu í
ágúst, enda gleði
og tilhlökkun í
mannskapnum.
Söngleikurinn
Litla hryllingsbúðin,
sem gerður var eftir
samnefndri kvikmynd
frá árinu 1960
(og svo aftur árið
1986) hefur verið
margverðlaunaður og
sýndur víða um heiminn.
Gaman er að segja frá því að
af söngleikjum sem sýndir hafa
verið í hvað lengstan tíma samfellt
var Litla hryllingsbúðin í þriðja sæti,
en hann var m.a. sýndur í rúm 2.200
skipti í Orpheum leikhúsi New York-
borgar frá árinu 1982.
Litla hryllingsbúðin fjallar
um uppburðarlítinn ungan mann
að nafni Baldur sem vinnur í
blómabúð ásamt henni Auði sem
honum finnst mjög sæt. Auður á þó
kærasta, leðurklædda tannlækninn
og sadistann sem nýtur þess að
beita hana ofbeldi. Eins og þeir sem
þekkja söguna, endar sá kauði í kjafti
mannætublóms sem Baldur keypti
óvart og áætlaði að selja í búðinni.
Blómið sem Baldur nefndi Auði
II vex og dafnar, en
honum að óvörum
hefur hún
skyndilega
upp mál
sitt.
Hið innra eðli hennar
kemur þá skjótt fram, en Baldri til
skelfingar nærist Auður II helst á
fersku mannakjöti ...
Mörg þekkt lög eru í söngleiknum
og þekktustu lögin á Íslandi eru
eflaust Þú verður tannlæknir og
Gemmér (í þýðingu Megasar).
Hefjast sýningar Litlu hryllings-
búðarinnar í byrjun október og sýnt
verður í Leikhúsinu í Hveragerði
að Austurmörk 23. Miðaverðið er
3.900 krónur en miðasala á tix.is
verður auglýst síðar. /SP
MENNING
Elsti starfandi áhugaleik-
hópur Reykjavíkur, sem ber
hið skemmtilega nafn
Hugleikur, fagnar nú
fertugasta afmæli sínu og
má nærri geta að mikið
verður um hátíðahöld.
Hefur leikhópurinn þá
sérstöðu meðal íslenskra
leikfélaga að þau verk sem
fara á svið eru nær öll samin
af meðlimum félagsins, auk
þess sem umfjöllunarefnið
er oftar en ekki sprottið úr
íslensku þjóðlífi.
Á hugleikskan máta
Gaman er því að segja frá því að mörg
leikrit félagsmanna hafa verið tekin til
sýninga hjá öðrum áhugaleikfélögum
um land allt.
Leikhópur Hugleiks hefur
reynt að þróa sérstakan stíl innan
sinna vébanda sem nefndur hefur
verið hugleikskur leikmáti eða
bara hugleikska – en þó hefur þótt
erfiðleikum bundið að skilgreina
þann ritstíl og leikmáta. Samkvæmt
vefsíðu félagsins
kemur fram að
ski lgre in ingin
felist í „togstreitu
milli hefðar og
nýsköpunar eða
s k e r s p e n n u m
milli nútímalegra
spunakenninga
og húmanískra
leiklausna“.
Vitnað er í
sögu þjóðarinnar,
þjóðsagnaarfinn
og gullaldar-
bókmenntirnar,
en einnig stinga
nútímalegri verk upp kollinum af
og til. Tugir leikrita í fullri lengd og
hundruð stuttverka standa eftir hópinn
en auk áherslu á íslensk, frumsamin
verk hefur söngur og tónlist jafnan
sett svip sinn á sýningarnar.
Jólaævintýri Hugleiks
Nýverið hófst samlestur á ævintýrinu
sem allir þekkja, Jólaævintýri
Hugleiks, sem fyrst fór á fjalirnar
árið 2005, en er um afar viðamikla
og skemmtilega uppfærslu að ræða.
Byggir söguþráðurinn á hinu
vel kunna Jólaævintýri Dickens,
en sögusvið þeirra Hugleikara
er íslenska sveitin. Þar sjáum við
Ebenezer, gamla skrögginn, nú
kominn inn í íslenska nítjándu aldar
baðstofu, Tommi litli leikur sér að
legg og skel og draugarnir þrír eru
íslenskar skottur og mórar. Og
þrátt fyrir dramatískan undirtón
sögunnar bregða leikararnir ekki
út af vananum, enda þekktir fyrir
að ærslast með efniviðinn og gera
hann að sínum.
Höfundar eru þau Sigríður Lára
Sigurjónsdóttir, Sigrún Óskars-
dóttir, Snæbjörn Ragnarsson og
Þorgeir Tryggvason en Jólaævin-
týrinu í ár leikstýrir Gunnar Björn
Guðmundsson.
Sýnt verður sunnudagana
10. og 17. desember, báða daga
klukkan 16 og svo 20.
Miðasölu er að finna á Tix
(www.tix.is), og rétt er að taka
fram að sýnt verður í Gamla bíói
og því ekki við öðru að búast en
að stemingin verði sérstaklega
jólaleg og falleg. /SP
Leikfélag Hveragerðis:
Litla hryllingsbúðin
Frá Jólaævintýri Hugleiks sem var fyrst sett á svið árið 2005. Myndir /
Hugleikur:
Stórafmælisveisla!
Hér eru leikendur úr verkinu Skugga-Björg frá 1985 en það var annað leikritið sem Hugleikur setti upp.
Jógúrtkerlingin margfræga úr
leikritinu „Ég sé ekki Muninn“,
árið 2000.
Leikendur í Embættismannahvörfunum frá 1997, en verkið gerist á Korpúlfsstöðum, „... því glæsta en niðurnidda kúabúi á mörkum borgar og sveitar... “
„Ég bera menn sá“, sem var sett upp
1993, fékk stórfenglega dóma fyir
hressleika þeirra er stóðu á sviðinu.
Hér má sjá skjáskot úr upprunalegu gerð myndarinnar um Litlu hryllingsbúðina
árið 1960, þar sem tannlæknirinn sadíski stendur í tannviðgerðum á Baldri.