Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Bílategundin smart (nafnið á víst að vera í lágstöfum) er aftur mætt á sjónarsviðið, nú sem fimm sæta vandaður rafbíll á afar samkeppnis- hæfu verði. Þetta er miðlungsstór fólksbíll sem veitir Volkswagen Id.3, Tesla Model 3 og Nissan Leaf afar sterka samkeppni. Þessi bíll er kominn langan veg frá því sem áður var. Smart bílar voru þekktir fyrir að vera tveggja sæta borgarbílar, það stuttir að hægt var að leggja þvert í stæði. Nú er smart af sömu stærð og venjulegir fólksbílar, eins og Volkswagen Golf. Þetta er ekki endilega ókostur, því þessi bíll hefur mikið og vandað innrarými og er enginn eftirbátur stærri lúxusbíla. Bíllinn í þessum prufuakstri var af gerðinni Pro+, sem þrátt fyrir að vera ódýrasta týpan er með öllum þeim búnaði sem mann vantar. Nú er smart í helmingseigu Mercedes-Benz, á meðan kínverska bílasamsteypan Geely á hinn helminginn – sama fyrirtækið og á Volvo og Polestar. Við þróun þessa bíls sá Benz um allt sem kemur að útliti og útfærslu á innra og ytra byrði. Á meðan þróaði Geely drifrás, rafhlöður og undirvagn, sem á margt sameiginlegt með hinum nýja Volvo EX30. Sjálf framleiðslan á sér stað í Kína. Mörg einkenni Mercedes-Benz Að utan eru alls staðar mjúkar línur og ber bíllinn mörg sambærileg útlitseinkenni og stærri bifreiðar frá Mercedes-Benz. Þau eru skýrust þegar horft er aftan á bílinn, en hann virðist vera eins og smækkuð útgáfa af EQB. Þegar inn er komið tekur á móti manni innrétting með miklum þokka. Þrátt fyrir að hart plast leynist víða er útlitshönnunin og notagildið næstum upp á tíu. Stýrið er með marga stillimöguleika og er mjúkt viðkomu, með tökkum fyrir helstu skipanir, eins og hraðastilli og hljóðstyrk. Smart er fimm sæta og má segja að fjögur af þeim séu lúxussæti. Framsætin eru stillanleg með rafmagni og geta þeir leggjalengstu vel við unað. Einnig er mjóbaks- stuðningur sem er hægt að stilla á fjölmarga vegu. Aftursætin eru afar rúmgóð, jafnvel þó framsætin séu í öftustu stöðu. Fram- og aftursætin eru í raun engu síðri en í stórum Benz, en önnur sætaröðin er til að mynda rúmbetri en sú sem er í Mercedez-Benz EQB. Skottið er alla jafna ekkert sérlega rúmgott, en skotthlerinn er þó stór og flúttir við gólfið. Undir því er nothæf geymsla fyrir hleðslukapla og annað smádót. Þegar aftursætin eru lögð niður verða þau nær alveg flöt og rýmið því afar nytsamlegt. Jafnframt er önnur sætaröðin á sleða og því hægt að láta aftursætisfarþega fórna smá fótarými fyrir stærra skott. Margmiðlunarskjár eins og snjallsími Margmiðlunarskjárinn er stór og með mikla upplausn. Stýrikerfið er með því besta sem markaðurinn býður upp á. Í raun engu verra en í nýjustu snjallsímunum og mjög skamman tíma tekur að átta sig hvar allt er. Jafnframt gefur hann notandanum möguleika á að stilla og fikta í ótrúlegustu hlutum, eins og hversu hátt heyrist í stefnuljósunum. Valmyndin fyrir hita og blástur er alltaf sjáanleg neðst á skjánum og er miðstöðin snögg að hitna eða kólna. Myndavélar eru að framan og aftan og undir báðum hliðarspeglum. Þær gera akstur í þröngum rýmum auðveldan, en þær sýna skýra og stóra mynd í öllum birtuskilyrðum. Þegar lagt er í stæði sést meira að segja hversu margir sentímetrar eru í fyrirstöðu. Fullkomlega lyklalaust aðgengi Þegar kemur að akstri þarf notandinn einungis að vera með lykilinn í vasanum. Þegar gengið er að bílnum fer hann úr lás og um leið og sest er um borð og ýtt á hemlafetilinn er bifreiðin komin í gang. Gírstöngin er við stýrið og þarf ökumaðurinn einungis að ýta á D til að aka af stað. Þegar á leiðarenda er komið ýtir maður bara á P og stígur frá borði. Bíllinn sér sjálfur um að slökkva á sér og læsa öllum hurðum þegar hann skynjar að lykillinn er fjarri. Akstursupplifunin er með þeim hljóðlátustu og skákar smart mun stærri bílum. Því er hægt að slaka á og njóta tónlistar sem spilast úr fyrsta flokks hljóðkerfi. Rétt er að nefna sérstaklega hversu mjúk fjöðrunin er, sem er ólík mörgum nýrri rafmagnsbílum sem eiga það til að vera hastir, þar sem fjöðrunin þarf gjarnan að vera stíf til að bera þungar rafhlöðurnar. Í innanbæjarakstri er smart léttur og lipur. Lítil fyrirhöfn er að snúa stýrinu og allt viðbragð er snöggt, enda úr 272 hestöflum að moða. Ef rafmagnsfóturinn (það sem áður nefndist bensínfótur) er settur í botn þrýstast þeir sem eru í bílnum aftur í sætin og næst hundrað kílómetra hraði á 6,7 sekúndum. Með því að ýta á hnappa í stýrinu virkjast akstursaðstoðin, sem er meðal annars skynvæddur hraðastillir og akreinavari. Þessu tölvukerfi er vel hægt að treysta til að sjá um mest allan aksturinn á vegum þar sem vegmerkingar eru í lagi. Þrír ókostir Eins og áður segir er smart með nánast allt upp á tíu, en það eru þrír smávægilegir ókostir sem rétt er að nefna. Fyrst er það inngjafarfetillinn sem er ekki upphengdur, heldur á löm í gólfinu. Þetta gerir hægri fótinn þvingaðan í akstri. Ókostur númer tvö eru stefnuljósin, en þau virðast geta hangið inni í óratíma, löngu eftir að búið er að beygja. Þriðji ókosturinn eru handföngin í hurðunum. Þau eru ankannalega formuð og of framarlega þannig að erfitt er að hafa stjórn á hurðinni þegar opnað er á þröngum bílastæðum – sérstaklega ef það er einhver vindur. Undirritaður endaði á að halda í brúnina á hurðavasanum til að missa dyrnar ekki í næsta bíl. Tölur Helstu mál í millímetrum: Lengd, 4.270; breidd, 1.822; hæð 1.636. Eigin þyngd 1.820 kílógrömm. Rafhlaða er 66 kílóvattstundir. Hægt er að hlaða með allt að 150 kílóvatta straum (með því besta sem býðst). Smart #1 Pro+ er afturhjóladrifinn, með 272 hestöfl og með drægni allt að 420 kílómetrum. Verðið á Pro+ er frá 5.990.000 krónum. Að lokum Þessi bíll er sá besti sem undirritaður hefur prufað lengi og fór langt fram úr öllum væntingum! Hér er tæki sem er vandað, hlaðið útbúnaði, vel útfært og á góðu verði. Tekið skal fram að bíla- og vélaumboð borga hvorki nú né endranær fyrir umfjöllun hjá Bændablaðinu og þetta því einlægt álit blaðamanns. VÉLABÁSINN Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Prufuakstur á smart #1 Smart #1 er nýr bíll sem veitir öðrum rafknúnum fólksbílum afar öfluga samkeppni. Allt útlit að innan sem utan er hannað af Mercedez-Benz, á meðan vélbúnaður og rafhlöður koma frá kínverska fyrirtækinu Geely. Myndir / ÁL Innréttingin er á pari við það sem þýskir bílaframleiðendur bjóða. Að aftan minnir Smart á Mercedez-Benz EQB. Aftursætin eru rúmgóð, jafnvel þó framsætin séu í öftustu stöðu. Skottið er ekki mjög stórt en sætin leggjast nær alveg flöt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.