Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 FRÉTTIR 2. – 7. desember 2023 Fararstjórn: Marianne Eiríksson Verð 249.300 kr. á mann í tvíbýli Bókaðu núna á bændaferðir.is Í faðmi fjallanna er einstakt að vera á aðventunni og Tíról í Austurríki er alger ævintýraheimur. Dvalið verður í bænum Seefeld og haldið í skoðunarferðir til heillandi borganna Brixen, Innsbruck og Kufstein sem verða í sérstökum jólabúningi. Aðventutöfrar í Tíról Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2 108 Reykjavík Ræktun: Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs samstarfsverkefnis um umhverfis­ væna illgresiseyðingu, AGROSUS. Er um að ræða samevrópskt verkefni og er Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins (RML) þátttakandi. Leitast verður við að afla nýrrar þekkingar í baráttunni við illgresi í ræktun helstu nytjaplantna í Evrópu og leita umhverfisvænna leiða við illgresiseyðingu. Hlutverk RML verður m.a. að afla upplýsinga um aðferðir við illgresiseyðingu hér á landi og prófa nýjar aðferðir. Mun RML hefja þá upplýsingaöflun hjá bændum, hagsmunaaðilum og sérfræðingum á næstu vikum. Gagnagrunnur fyrir evrópska illgresisstjórnun Meðal þess sem unnið verður að er gagnagrunnur fyrir evrópska illgresisstjórnun, skoðaðar hindranir og tækifæri varðandi illgresi í landbúnaðarvistfræði, gerðar athuganir á lífrænum illgresiseyðum og frumgerðaprófanir, unnar ráðleggingar til bænda og hvernig stuðla má að betra eftirliti. Að verkefninu, sem hleypt var af stokkunum í sumar og á að standa yfir í 4 ár, standa 16 samstarfsaðilar frá 11 Evrópulöndum og eru þar á meðal háskólar, samtök, býli, bændasamtök, spænsk rannsóknamiðstöð og RML. Vefur verkefnisins er agrosus.eu. /sá Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. september. Opin býli voru hjá fjórum framleiðendum í lífrænum búskap og einn viðburður var á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík. Að sögn Önnu Maríu Björnsdóttur, verkefnastjóra Lífræna dagsins, gekk hátíðin mjög vel fyrir sig. „Við hjá Lífrænu Íslandi vorum á viðburðinum á Kaffi Flóru þar sem framleiðendur voru á staðnum að kynna, sýna, gefa smakk eða selja sínar vörur. Einnig voru sýnishorn frá fleiri framleiðendum. Svo var lífrænt bingó fyrir börnin og myndir til að lita.“ Nokkur erindi flutt á Kaffi Flóru Nokkur erindi voru á viðburðinum á Kaffi Flóru. Anna María hélt erindi um Lífrænt Ísland-verkefnið, sem er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, Bændasamtakanna og VORs (Verndun og ræktun – félag um lífræna ræktun og framleiðslu) um að auka lífræna framleiðslu á Íslandi. Að sögn Önnu Maríu hélt Stefán Jón Hafstein, höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, erindið Vandinn við matvælakerfi heimsins. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, höfundur bókarinnar Heilsubók Jóhönnu – um áhrif eiturefna á heilsu og umhverfi, hélt erindið Heilsan og lífrænt mataræði. Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarson, lífrænir sauðfjárbændur, héldu erindið Af hverju lífrænn sauðfjárbúskapur? Hliðstæð verkefni „Hliðstæð verkefni við Lífrænt Ísland eru í gangi á Norðurlöndunum og ekki að ástæðulausu. Það er gríðarlega margt sem liggur að baki þegar lífræna vottunarmerkið er á vöru sem skiptir marga neytendur máli, en ekki allir eru meðvitaðir um. Markmið Lífræna dagsins er að vekja athygli á þessari tegund ræktunar á Íslandi og leyfa almenningi að kynnast þessu betur, hitta framleiðendur, fá að smakka afurðir en einnig heyra hvaða máli þetta skiptir fyrir jörðina, umhverfið og jafnvel heilsu okkar,“ segir Anna María. Meira verður fjallað um lífræna daginn í næsta tölublaði Bændablaðsins. /smh Svava úr gróðurhúsinu í Bjarkarási með smakk. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Anna María Björnsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Börn að lita. Anna María útskýrir af hverju hún velur lífrænt mataræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.