Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Féð rennur í átt til réttar. Friðrik Þórarinsson á Grund fylgist með sonarsyninum Hafþóri Loga að draga. Tungurétt í Svarfaðardal Heldur var blautt og kalt þegar réttað var úr Sandbrekkuafrétt 9. september. Svæðið liggur m.a. undir Dyrfjöllunum og segja Sólveig Björnsdóttir og Guðmundur Karl Sigurðsson, bændur í Laufási í Hjaltastaðarþinghá, að fimm afréttarsvæði séu í fjallgarðinum, þ.e.a.s. Ósfjall, Hrafnabjargarfjall, Sandbrekkuafrétt, Hraundalur og Hálsar. Þeirra fé gengur þó mestan partinn í heimalandi á láglendinu milli fljóta. Í Laufási er blandað bú sem telur tæplega 200 fjár á fóðrum og um 60 nautgripi í fjósi sem skiptist í mjólkurkýr, geldneyti og kálfa. Nokkuð vel gekk að fá smala í þessa göngu og skipaðir 11 smalar í hana. Sumarið var að sögn hjónanna einstaklega gott, en lítil væta sem tafði nýtingu áburðar og sprettu. „Jörð var því orðin mjög þurr þannig að elstu menn muna vart lægri vatnsstöðu. Heyskapur gekk vel og heyfengur hjá okkur var meiri en í meðallagi og hey sæmilega góð.“ Bændum í hefðbundnum búskap hefur fækkað mjög á Úthéraði á undanförnum árum en þó er eitthvað af fólki að koma í sveitirnar sem sækir vinnu í þéttbýlið. Myndirnar tók Sólveig Björnsdóttir. /sá Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar í Fljótsdal. Réttað var 17. september. Réttardagurinn fór vel fram enda margt um manninn og veitingasala, sögulestur, tónlist og handverk á boðstólum til að metta andann og svanga munna. Haldið var réttarball í Végarði um kvöldið, að vanda. Þorvarður Ingimarsson, ævinlega nefndur Varsi, er fjallskilastjóri í Fljótsdal. Melarétt er úr hlöðnu grjóti sem tekið var úr Bessastaðaánni og þykir ekki gott hleðslugrjót. Reynt er að halda henni við jafnóðum og er hún falleg tilsýndar, þótt eigi til að hrynja úr henni, jafnvel þegar rekið er inn. Gunnar Gunnarsson tók myndirnar. /sá „Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mun fleira fólk en fé. Á Tungurétt kemur fé úr afrétti innst í Skíðadal, þangað er rekið fé í sumarhaga af nokkrum svarf- dælskum bæjum og er þetta mikil menningar- samkoma,“ segir Friðrik Vilhelmsson sem tók meðfylgjandi myndir. /sá Fé af afrétti innst í Skíðadal rennur að Tungurétt. Gunnsteinn Þorgilsson á Sökku. Handtökin eru þrautþjálfuð. Kristjana Arngrímsdóttir á Tjörn með Hrólfi, dóttursyni sínum. Sandbrekkuafrétt í Hjaltastaðarþinghá Fé af Sandbrekkuafrétt er að jafnaði lagðprútt en vill helst fara sínar eigin leiðir. Sumt hefur það í áranna rás fremur hlaupið í Bjarglandsána en að láta fanga sig eftir sumarið. Eskfirðingurinn Einar Sverrir Björnsson eltist við fé fyrir Tjarnalandsbónda. Melarétt í Fljótsdal Staðið fyrir svo féð renni rétta leið til Melaréttar. Réttardagurinn er ævinlega gríðarlega skemmtilegur og auk bænda drífur að gesti sem eru mjög áhugasamir um fjárdráttinn. Vöngum velt yfir mörkum: Hver er hvurs og hvurs er hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.