Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlaga- frumvarp sitt fyrir næstkomandi ár. Fjárlög leggja tóninn fyrir rekstur ríkisins á komandi ári en þar má einnig sjá pólitískar áherslur hvers tíma endurspeglaðar í fjárhagslegri forgangsröðun. Til að mynda koma aukin framlög til heilbrigðisþjónustu og lítils háttar skattalækkun fyrir þau tekjulægstu með hækkun skattleysismarka og persónuafsláttar, enda hefur verið mikið ákall um þess háttar aðgerðir í samfélaginu öllu. Mikið hefur verið rætt og skrifað um ýmsar aðgerðir sem eiga að vega á móti verðbólgunni og auknum álögum á rafmagnsbíla. Minna fer hins vegar fyrir stöðu landbúnaðarmála í hinni almennu umræðu og því brýnt að gera það hér. Heildarframlag til landbúnaðar árið 2024 verður 22.961,2 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu. Skiptast þau í 21.200 milljónir króna til Stjórnunar landbúnaðarmála, 741 milljónir í Rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum og 1.020 milljónir í Stjórnsýslu matvælaráðuneytis. 0,2% lækkun er á fjármagni til landbúnaðarins á föstu verðlagi, nemur það um 47,7 milljónum króna. Helstu breytingar frá fyrri fjárlögum eru 192 milljón króna framlag til eflingar kornræktar og sem fellur undir liðinn Ýmis stuðningur við landbúnað og 100 milljón króna aukning við Greiðslur vegna varna gegn dýrasjúkdómum. Aukning er einnig í framlög til Matvælastofnunar en eru þau eyrnamerkt verkefnum tengd fiskeldi. Framlag til búvörusamninga lækkar um 343 milljónir og er það í samræmi við fjármagnsliði samninganna. Í fjárlagafrumvarpinu eru dregin fram þrjú meginmarkmið sem lögð er áhersla á á næsta ári. Eru þau eftirfarandi: 1. Efla fæðuöryggi og standa vörð um heilbrigði plantna og dýra, velferð dýra og öryggi matvæla. 2. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna landbúnaðar og auka bindingu. 3. Skapa skilyrði til fjölbreyttari landbúnaðarframleiðslu með sjálfbæra landnýtingu og nýsköpun að leiðarljósi. Skiptist hvert þessara markmiða í tvö til sex verkefni sem er úthlutað á viðeigandi ábyrgð aðila innan stjórnsýslunnar. Einnig er tekið fram hvort þeim verkefnum sé veitt aukið fjárframlag eða hvort þau skuli fjármögnuð innan rammans. Einu verkefnin sem hlutu aukið fjárframlag að þessu sinni voru áðurnefnd verkefni tengd eflingu kornræktar og dýrasjúkdómum en því verkefni er sérstaklega beint að riðuvörnum. /SFB HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Auglýst eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar Matvælaráðuneytið auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar samkvæmt reglugerð nr. 144/2022 um stuðning við sauðfjárrækt (III kafli). Umsóknum skal skilað inn á skrifstofu Matvælaráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum sem stofnunin lætur í té eigi síðar en tveimur vikum eftir birtingu auglýsingar. Stuðningur til söfnunar ullar er háður því að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði: 1. Aðili skal vera reiðubúinn að taka við allri vinnsluhæfri ull af öllum framleiðendum sem þess óska. 2. Aðili þarf að sækja ull heim til framleiðanda eða taka á móti ullinni á móttökustöð sem ekki er lengra frá hverjum einstökum framleiðanda ullar en 100 km. 3. Að minnsta kosti 30% allrar ullar sem aðili móttekur skal þvegin hér á landi og jafnframt unnið úr þessari sömu ull band, lopi eða samsvarandi vara hérlendis. Umsóknarfrestur er til 9. október næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Matvælaráðuneytið. Netfang postur@mar.is Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið Markaðir 144,9 kr. Evra 135,26 kr. USD 167,97 kr. Pund 318,8169 kr. 95 okt bensín 315,3026 kr. Díesel 18,35 USD Mjólk (USD/100 pund) 5,95 USD Korn (USD/sekkur) 23,5 EUR Kartöflur (EUR/100 kg) 1150 AUD Ull (AUD/100 kg) 1,85 USD Ostur (USD/pund) 4400 EUR Smjör (EUR/tonn) Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024 Ýmis stuðningur við landbúnað Greiðslur vegna varna gegn dýrasjúkdómum Fjárlög 2023 með verðbótum (7,4%) Fjárlagafrumvarp 2024 Mismunur 12 Landbúnaður 23.009,1 22.961,4 -47,7 12.10 Stjórnun landbúnaðarmála 21.154,2 21.200,2 46,0 04-234 Matvælastofnun 2.316,9 2.436 101 Matvælastofnun 1.932,3 2039,7 107,4 111 Samningur við dýralækna 348,7 361 12,3 601 Tæki og búnaður 35,9 35,3 -0,6 04-801, 805, 807 - Búvörusamningar 121 Samningur um starfsskilyrði í nautgripaframleiðslu 8.994,9 8876,8 -118,1 121 Samningur um starfsskilyrði sauðfjárræktar 6.710,5 6484,3 -226,2 121 Samningur um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða 1.102,5 1103,8 1,3 04-811 Búnaðarlagasamningur 1.791,9 1769,4 -22,5 04-851 Greiðslur vegna varna gegn dýrasjúkdómum 132,7 233,3 100,6 04-983 Ýmiss stuðningur við landbúnað 104,7 296,6 191,9 12.20 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum 805,6 741,3 -98,5 04-432 Matvælaöryggi 615,5 581,3 -34,2 110 Matvælarannsóknir 503,3 480 -23,3 115 Tilvísunarrannsóknastofur 26,7 24,1 -2,6 120 Sýklalyfjaónæmi 85,6 77,2 -8,4 04-853 Bjargráðasjóður 41,2 8,3 -32,9 04-981 Ýmis framlög í landbúnaði 148,8 151,7 2,9 12.60 Stjórnsýsla matvælaráðuneytis 1.049,3 1.019,9 -58,9 04-101 Matvælaráðuneyti, aðalskrifstofa 1.049,3 1019,9 -29,4 101 Matvælaráðuneyti, aðalskrifstofa 1.043,1 1013,7 -29,4 601 Tæki og búnaður 6,2 6,2 -0,0 *Upphæðir fjárlaga 2023 hafa verið uppreiknaðar viðað við verðlagþróun til að sjá raunbreytingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.