Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Efni: Einn þráður Þingborgarlopi í sauðalit og einn þráður Hörpugull, sem er litaður Þingborgarlopi. Eins má nota Slettuskjótt sem er litaður tvöfaldur Þingborgarlopi. Hægt er að nota nánast hvað sem er sem er svipað að grófleika og tvöfaldur lopi, t.d. einn þráð lopa og einn þráð Love Story eða Gilitrutt frá Helene Magnússon, Lambaband frá Gilhaga og einn þráð af Love Story. Jurtalitað Dóruband (Þingborgarband) og einn þráður lopi er líka frábært saman. Möguleikarnir eru óendanlegir, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Tillögur: 100 g Þingborgarlopi og 100 g (2 dokkur) Hörpugull. 200 g (4 dokkur) Slettuskjótt 100 g plötulopi og 50 g (2 dokkur) Love story. Þessi blanda er mjög fíngerð og létt. 100 g plötulopi og 100 g (4 dokkur) Gilitrutt 100 g plötulopi, 100 g (2 hespur) Dóruband Svo er hægt að nýta afganga sem til eru og hægt að blanda ýmsu saman og útkoman getur orðið mjög skemmtileg. Áhöld: 6 mm prjónar, þægilegast er að prjóna þennan trefil á 80 sm hringprjón, en líka hægt að nota bandprjóna. Aðferð: Trefillinn er prjónaður með garðaprjóni fram og til baka. Kantur er tveggja lykkju snúrukantur (I-Cord) og er gerður svona: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóninum, takið bandið fram fyrir prjóninn og takið þessar tvær lykkjur sem eftir voru óprjónaðar á hægri prjóninn. Á Skáney hefur sama ættin búið frá 1909. Lengst af var blandaður hefðbundinn búskapur. Hross, kýr og kindur. Hrossarækt hefur verið markviss frá því um 1940 en til eru skráðar ættir hrossa frá því fyrir aldamótin 1900. Kúabúskap var hætt fyrir rúmum 2 árum. Býli: Skáney í Reykholtsdal í uppsveitum Borgarfjarðar. Ábúendur og fjölskyldustærð: Haukur Bjarnason og Randi Holaker ásamt dætrunum Kristínu Eiri, 14 ára og Söru Margréti, 7 ára. Ásamt því að foreldrar Hauks, þau Bjarni Marinósson og Birna Hauksdóttir, búa þar einnig. Á bænum eru 2 hundar og 2 kettir. Stærð jarðar: Skáney og það sem tilheyrir er um 1.000 hektarar. Gerð bús: Á Skáney er rekið allsherjar hrossaræktarbú með öllu því sem tilheyrir, ræktun, þjálfun, sala, stóðhestahald og reiðkennsla en bæði Randi og Haukur eru útskrifaðir tamningamenn og reiðkennarar frá Hólaskóla. Randi er auk þess menntuð hjúkrunarfræðingur og starfar sem verkefnastjóri Reiðmannsins hjá LbhÍ. Einnig eru fáeinar kindur til gamans. Fjöldi búfjár: Tæplega 100 hross og um 90 kindur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig: Vaknað milli kl. 7–8 og börnum komið af stað í skólabílinn sem kemur kl. 8.00. Skepnum gefið og hirt um þær. Hross þjálfuð allan daginn og snúist í því sem þarf hverju sinni. Reynt að ljúka dagsverkum ekki mikið seinna en milli kl. 19 og 20 á kvöldin. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Skemmtilegast að sjá ungviðið komast heilbrigt á legg og springa út. Leiðinlegast: óhöpp og uppákomur hjá dýrum þegar ekkert er hægt að gera fyrir þau og eins þegar vélar og tæki bila. Hvernig sjáum við búskapinn fyrir okkur eftir 5 ár: Við sjáum hann fyrir okkur með svipuðu sniði en með betri úrvinnslu á hrossum í keppni og sýningar, jafnvel með aukinni hestatengdri ferðaþjónustu og reiðkennslu. Hvað er alltaf til í ísskápnum: Epli og tómatsósa. Hver er vinsælasti maturinn: Ærfille, lambalæri og folaldasteik. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Nú í seinni tíð þegar nýtt hesthús og reiðhöll var tekið í notkun 2013. Skáney BÆRINN OKKAR HANNYRÐAHORNIÐ Vetrartrefill – Uppskriftin er í einni stærð en auðvelt er að breyta bæði breidd og lengd Þingborg Þegar prjónað er til baka er bandið fyrir aftan þessar tvær lykkjur. Gerið eins þegar komið er á hinn endann. Myndbönd á YouTube sýna þetta mjög vel. Trefillinn: Fitjið upp 50 lykkjur. Prjónið 2 lykkjur, sláið upp á prjóninn og prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið tvær lykkjur saman og gerið snúrukant á endann eins og lýst er að ofan. Prjónið til baka þar til 2 lykkjur eru eftir og gerið snúrukant þar einnig. Endurtakið þessar umferðir þar til trefillinn er orðinn nógur langur og fellið þá af, en hann má alveg ná 150 sm svo hægt sé að vefja honum um hálsinn á sér. Hönnun: Katrín Andrésdóttir Skaftárhreppur Auglýsing um skipulagsmál Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 14. september að auglýsa eftirfarandi deiliskipulag: Deiliskipulag Hemruhlíðar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Tillagan felur í sér 29 sumarhúsalóðir á bilinu 0,51-0,67 ha. Aðkoma að svæðinu er frá Hrífunesvegi 209. Tillagan liggur frammi til kynningar á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, á skrifstofutíma sveitarfélagsins frá 19. september til og með 31. október 2023. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á www.klaustur.is. Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustri eða á netfangið klaustur@klaustur.is. Sveitarstjóri Skaftárhrepps Einar Kristján Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.