Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 en til að draga saman efnið verður hér útbúið dæmi þar sem einungis er hægt að búa til 5 SOP. Ef svo væri, þá myndi greinarhöfundur leggja til við viðkomandi kúabónda að gera eftirfarandi: Nr 1, skrá niður og staðla hvernig staðið er að því að meðhöndla kálfa við fæðingu. Hvað eigi að gera og hvenær, eins og t.d. broddmjólkurgjöf (magn, gæði brodds og hvenær), skráningu, merkingu, vigtun, hreint umhverfi o.fl. mætti skrá niður, Nr 2, hvernig næstu dagarnir í lífi kálfsins eiga að vera. Hvernig staðið skuli að daglegri mjólkurfóðrun, hvenær kálfur fái aðgengi að kjarnfóðri í fyrsta skipti, hvernig fylgst sé með áti á kjarnfóðri, hvernig daglegt heilsufarsmat skuli framkvæmt og skráð, hvenær eigi að byrja að draga úr mjólkurgjöf o.þ.h. Nr 3, myndi tengjast því hvernig eigi að bregðast við ef kálfur veikist. Hér gæti t.d. verið lýst atriðum eins og meðferð, einangrun, hvernig eigi að sótthreinsa umhverfið þar sem veikur kálfur hefur verið o.s.frv. Nr 4, gæti t.d. snúið að því hvernig staðið er að vinnu við mjaltir og þá fyrir þá sem eru með mjaltaþjóna hvernig vinnubrögðunum er háttað í kringum þær kýr sem þarf að sækja svo dæmi sé tekið. Bændur með hefðbundin mjaltatæki gætu hér t.d. verið með lýsingu á því hvernig koma eigi fram við kýr við mjaltir, hvernig auðkenna eigi kýr sem eru hægmjólkandi eða í meðhöndlun, hvernig standa eigi að því að þrífa spena og spenaenda, hversu langur örvunartíminn eigi að vera o.s.frv. Nr 5, í þessu tilbúna dæmi hér gæti t.d. snúið að kúm með ætlaða júgurbólgu. Hér má tiltaka hvernig á t.d. að taka spenasýni, hvernig á að gefa lyf og hvenær, hvernig frátöku á mjólk sé háttað hjá viðkomandi grip, hvað eigi að gera við mjólkina o.s.frv. Hér að ofan voru tekin 5 dæmi um SOP fyrir kúabú, en í raunveruleikanum ættu bændur ekki að halda aftur af sér og búa til eins mörg SOP og þeir vilja: fyrir fóðurblöndun, til að fóðra, til að ýta að fóðri, fyrir þrif á mjaltaaðstöðu eða legubásum og svona má lengi telja. Sé þetta gert aukast líkurnar á því að búið verði enn betur rekið en nú er! Skráning á því hvernig standa eigi að þrifum á drykkjarstöðum nautgripa getur reynst mjög gagnleg. Framkvæmdir við nýtt baðlón í Laugarási Biskupstungum eru í undirbúningi en stefnt er að opnun í maí 2025. Baðlónið verður staðsett á bökkum Hvítár og mun heita Árböðin. Hönnun stendur nú yfir og framkvæmdir munu hefjast í upphafi næsta árs. Arkitektar eru T.ARK, verkfræðihönnun er hjá Eflu og Hildiberg sér um lýsingarhönnun. Staðsetningin í Laugarási er í miðju uppsveitanna, nærri gullna hringnum og stutt í helstu náttúruperlur og sögustaði. ÁRBÖÐIN Í LAUGARÁSI VERKEFNASTJÓRI ÓSKAST ÁRBÖÐIN Í LAUGARÁSI Mannverk leitar að öflugum verkefnastjóra til að stýra byggingaframkvæmdum við nýtt baðlón á Suðurlandi. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild. Fag- og fjárhagsleg umsjón með framkvæmdum Undirbúningur og stjórnun verkefna Áætlanagerð og eftirfylgni Kostnaðareftirlit STARFSSVIÐ Verkfræði- eða tæknimenntun Farsæl starfsreynsla af verkefnastjórnun byggingaframkvæmda Þátttaka í baðlónaverkefnum kostur Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð Góð kunnátta í ensku og íslensku MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR Mannverk er verktaka- og þróunarfélag sem sérhæfir sig í verkefna-, hönnunar og byggingastjórnun ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.mannverk.is Umsóknarfrestur er til 4. október og skal senda ferilskrá á mannverk@mannverk.is. Nánari upplýsingar veitir Hjalti Gylfason (hjalti@mannverk.is) í síma 7711100. Ekki tapa öllu úr frystinum! Með hitaeftirliti færðu skilaboð um leið og eitthvað er að. www.maelibunadur.is - sími 661-1169 - sala@maelibunadur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.