Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 CLT – EININGAR �r�ssl� �ar ��bur�iningar Grænar  byggingalausnir TIMBURGRINDARHÚS WWW.EININGAR.IS SÍMI: 565 1560 einingar@einingar.is EININGAR EHF Kristján og Kjartan eru ekki snjallmenni á netinu Hringdu í vini og fáðu tilboð hjá fyrirtækjaþjónustu Olís, í síma 515 1100, eða á olis.is. Fyrirtækjaþjónusta Olís Alvöru fólk með alvöru þekkingu og reynslu Þeir eru til í alvörunni og vita allt um rafgeyma fyrir landbúnaðartæki – og almennt flest um vörur fyrir tæki og fyrirtæki. og sækja sér sitt fóður sjálfir. Þetta er kostnaðurinn, kannski 40 þúsund á hvern grip þessa fyrstu mánuði og svo kannski önnur 40 þúsund þessar fjórar rúllur. Afurðirnar eru svo seldar á toppverði. Mér finnst almennt í íslenskum landbúnaði að það mætti huga meira að því hvernig hægt er að gera hlutina á hagkvæmari hátt. Þetta stendur vel undir sér og gott betur, meira segja í grein landbúnaðarins sem hefur átt undir högg að sækja að undanförnu,“ segir Ævar. Hann bætir við að í stað þess að kalla stöðugt eftir meira fjármagni inn í landbúnaðinn mætti huga meira af því að gera hann sjálfbærari og þar með arðbærari. „Það er unnið að því leynt og ljóst að minnka kjötneyslu og kjötframleiðslu. Ef afkoma bænda þarf að treysta á ríkisstyrki verður lítið mál að skikka þá til að hætta eins og verið er að gera til dæmis í Hollandi og Írlandi. Ég vil alls ekki gagnrýna bændur fyrir að beita þeim aðferðum sem þeir hafa lært en allir ættu að vera opnir fyrir að skoða nýjar leiðir. Ég held að aðalástæðan fyrir því að þessum svokölluðu „regenerative“ aðferðum sé ekki haldið að bændum sé sú að það græðir enginn á þessu nema bóndinn því það er minni olíunotkun, minni áburðar og plastnotkun og svo er þetta líka minni vinna samkvæmt þeim sem hafa stundað hvort tveggja.“ Þrálátar bólgur Ævar segist hafa byrjað að prófa að borða bara dýraafurðir áður en hann vissi til þess að sá lífsstíll væri flokkaður sérstaklega sem carnivore. Hann var búinn að vera að glíma við þrálátar bólgur í líkamanum og lífsstílskvilla. „Ég hafði náð sæmilegum árangri með lágkolvetna mataræði og svo var það bara eðlilegt framhald fyrir mig þega mér bauðst að taka þátt í erlendri rannsókn fyrir að verða sjö árum, þar sem átti að kanna áhrif þessa mataræðis á líkamann. Þegar ég hafði verið á þessu mataræði í um tólf daga rann það upp fyrir mér að ég var hættur að haltra. Mér leið svo vel af þessu að ég hef haldið þessu áfram. Blóðprufur hafa líka staðfest mjög jákvæð áhrif af mataræðinu á líkamann.“ Faraldsfræðilegar rannsóknir byggðar á veikum grunni „Ég borða helst eingöngu nautakjöt en lambakjöt líka sem ég þarf þó aðeins meira af, en auðvitað er þetta ekki heilagt. Ef það er matarboð hjá okkur þá borða ég það sama og gestirnir. En ég hef bara komist að því að það sem heldur mér í besta ástandinu líkamlega er nautakjöt – og sem feitast. Mér þykir kjúklingur og svínakjöt bragðgóður matur – og fiskur líka – en ég þarf að borða talsvert meira af því til að halda líkamanum góðum og stöðugum,“ segir Ævar um sínar matarvenjur. Hann er tortrygginn á rannsóknir sem eiga að sýna fram á skaðsemi nautakjötsáts. „Oft eru þessar rannsóknir byggðar á mjög veikum grunni, gjarnan faraldsfræðilegar sem eru þess eðlis að hægt er að finna allt í þeim sem þú leitar að. Þú verður bara að passa þig á því að leita ekki að því sem þú vilt ekki finna.“ Hann segir að yfirlýsingin sem kom frá Alþjóðaheilbrigðis­ málastofnuninni fyrir nokkrum árum, um rauða kjötið og tengslin við krabbamein, sé „algjört kjaftæði“. Þessi skýrsla er sögð byggja á 800 rannsóknum en það gleynist að taka það fram að meira en 700 af þeim geta ekki sýnt fram á orsakatengsl milli kjötneyslu og krabbameina hjá mönnum og þær fáu sem gera það eru gerðar á rottum og músum.“ Hann segist hafa lengi stúderað vísindaskýrslur, bæði sjálfur og með hjálp vina sem eru betur læsir á fræðin, og hafi ekki fundið trúverðug rök fyrir því að það séu tengsl þarna á milli. Hagsmunaöfl ráði mjög miklu í umræðu um almennar næringarráðleggingar. Svínaeldið er ekki eins hagkvæmt og nautaeldið, en alla 17 gripina, sem eru fljótlega á leið í sláturhús, er búið að kaupa í forpöntun. Ævar segir að hann muni líklega hækka verðið á þeim þar sem þetta séu eftirsóttar og einstakar svínakjötsafurðir. FJÓS ERU OKKAR FAG Básamottur MERCURY Góðar mottur fyrir vetrunga, kvígur og á legusvæði fyrir kálfa. Henta einnig fyrir hesthús og jafnvel hestakerruna. Stærð 114*183cm - Þykkt 17mm MEADOW Lúxusdýnur fyrir mjólkurkýrnar sem og geldkýr. 3,5mm latexdýna sem pökkuð er inní plastdúk og þar yfir kemur 4mm sterkur gúmmídúkur. VATNSDÝNUR Vatnsdýnur með undirdýnu og vatnskodda. Einnig er hægt að fá vatnsdýnur sem ætlaðar eru til að nota yfir gamlar og slitnar básadýnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.