Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 FRÉTTIR Sjávarútvegsráðstefna: Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði á ráðstefnunni í ár er samfélagsleg ábyrgð í sjávar- útvegi, skráning hefst í september. Á ráðstefnunni mun verða farið yfir fjölbreytt efni tengt sjávarútvegi í 16 málstofum og erindi um 70 talsins að sögn forsvarsmanna en dagskráin er þó enn í vinnslu. Rafrænt ráðstefnuhefti verður gefið út í lok október. Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti árlegi vettvangur þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Viðfangsefnin nú eru m.a. þessi: • Samfélagsleg ábyrgð sjávar­ útvegs • Þróun í frystitækni • Breyttur heimur og áskoranir við markaðs setningu sjávarafurða • Verndun hafsvæða – áhrif á sjávarútveg • Hvernig löðum við til okkar fólk? • Upplýsingagjöf um sjálf bærni: Hvar liggja tækifærin? • Hámörkun verðmæta við nýtingu sjávarlífvera: áskoranir og tækifæri • Siglum í átt að hringrásarhagkerfi • Hverjir borða íslenskan fisk? • Umbúðalausnir, staða og þróun • Matvæla­ og fæðuöryggi sjávarútvegs • Fjölmenning á vinnustað – áskoranir og samfélagsleg ábyrgð • Verðmætasköpun með notkun mynd greiningar tækni • Hollar sjávarafurðir og ímynd þeirra • Orkuskipti og innviða­ uppbygging Hvatningarverðlaun Sjávar­ útvegsráðstefnunnar og TM verða veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs, eins og segir í fréttabréfi ráðstefnunnar. /sá Náttúruvernd: Innviðauppbygging til 2025 Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta álagi af ferðamennsku. Umhverfis­, orku­ og loftslags ­ ráðuneytið hefur gefið út nýja verkefnaáætlun innan landsáætlunar um upp­ byggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og á hún að gilda fram til 2025. Í skýrslu sem kom út í sumar segir m.a. að með áætluninni sé haldið áfram að takast á við mikla og uppsafnaða þörf fyrir innviðauppbyggingu á svæðum sem búa við álag af völdum ferðamennsku. Jafnfram sé vaxandi þörf á fjármagni til viðhalds og reksturs þeirra innviða sem byggðir hafa verið. Fjárheimild landsáætlunar 2023–2025 nemur samtals tæpum 2,7 milljörðum króna og eru áætluð verkefni 127 talsins á um 82 stöðum. Eru 56 þeirra ný af nálinni. Sem dæmi um verkefni má nefna fuglaskoðunarhús og fuglasjónauka á nýrri hringleið í Dyrhólaey, hönnun og framkvæmd nýs aðkomusvæðis í Friðlandi að fjallabaki, endurnýjun göngubrúa í Friðlandi Svarfdæla, bætta aðstöðu tjaldsvæða á Hornströndum og brú yfir Staðará, fyrsta áfanga eldaskála í Hallormsstaðarskógi og hönnun gönguleiðar og útsýnispalls að Svartafossi í Skaftafelli. Þá á að fara í aðgerðir til verndar minjum að Örlygsstöðum í Skagafirði, svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að fylgjast þurfi sérstak­ lega með auknu álagi á eftirfarandi staði sem ekki njóta friðlýsingar: Flatey (vesturhluta, utan friðlands), Hjörleifshöfða, Glym, Kirkjufells­ foss, Skála á Langanesi, Brúarfoss, Sólheimajökul og hluta Reykjanes­ fólkvangs. /sá Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. sept- ember í Bíó húsinu á Selfossi. Sýnir hún frá ferðalagi fjallkóngsins Kristins Guðnasonar og fjall- mönnum í leitum í stór brotnu landslagi á Landmanna afrétti. Myndin gefur raunsanna mynd af leitum og er afrakstur nokkurra ára vinnu þar sem fjallmönnum var fylgt eftir um króka og kima afréttarins í þremur leitum. Myndin sýnir samspil manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. „Mér fannst myndin rosalega flott enda svæðið sem hún er tekin upp alltaf jafnfallegt. Þó mér finnist nú samt alltaf smá sérstakt að horfa á sjálfan mig. Myndin sýnir nákvæmlega hvernig smalamennskur fara fram enda hefur mér alltaf fundist best að koma fram bara eins og ég er,“ segir Kristinn og bætir við að ekkert sé leikið í þessari mynd. Stoltir af afréttinum Sauðfjárbændur eru sjálfstætt fólk en fyrir þessa vikuferð er valinn fjallkóngur til að stjórna leiðangrinum. Í stöðu fjallkóngs eru valdir menn með leiðtogahæfileika sem eru úrræðagóðir og svo stað kunnugir að þeir geta sagt ókunnugum til um leiðir hvar sem er á afréttinum. Kristinn hefur gegnt þessu hlutverki í rúma fjóra áratugi, eða frá árinu 1981. „Ég er mjög fylgjandi afréttar­ notkun eins og kemur fram í myndinni. Það eru skiptar skoðanir á þessu málefni en tel ég að neikvæðu röddunum fari fækkandi þó þær séu háværari. Það virðist vera að fólk sem byrjar þessa umræðu hætti aldrei þó það hafi ekkert til síns máls. Við erum búin að friða helming afréttarins og höfum staðið sjálfir í uppgræðslu í samstarfi við landbótasjóð. Við erum sannfærðir um það að við getum sýnt fram á það með góðum rökum að afrétturinn okkar er í mjög mikilli framför hvað varðar gróður enda er hófleg beit ekkert nema góð fyrir gróðurinn. Við skömmumst okkar ekki fyrir neitt og erum stoltir af afréttinum okkar. Ég tel framtíð afréttanna vera bjarta. Ég er orðinn gamall og fer að verða enginn burðarás í þessu og hef kannski aldrei verið en ég vona að þeir sem taka við reyni hvað þeir geta að halda áfram afréttarnotkun,“ bætir hann við. Mikilvæg heimild Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórn kvikmyndatöku. Fram­ leiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdi­ marsdóttir en saman reka þær framleiðslufyrirtækið HeklaFilms. Áslaug var í sveit í Skarði þegar hún var yngri og hlakkaði alltaf til að komast á fjall en hugmyndin aðgerð myndarinnar var einmitt sú að fanga það ævintýri sem hún upplifði og gefa áhorfendum innsýn inn í þann ævintýraheim. Telja þau öll að Konungur fjallanna sé mikilvæg heimild um þessa ævafornu hefð enda sauðfjárhald samofið sögu okkar Íslendinga. Sýningar á myndinni hófust þriðjudaginn 12. september og er myndin sýnd í Bíóhúsinu Selfossi og Laugarásbíói. /HF Kristinn Guðnason í Skarði hefur verið fjallkóngur á Landmannaafrétti í rúma fjóra áratugi. Úr myndinni Konungur fjallanna. Algalíf: Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum – Verkefnið fékk 100 milljóna evrópskan þróunarstyrk Algalíf, íslenska líftækni fyrir- tækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu á náttúru legum plöntu- varnarefnum úr ör þörungum. Um samstarfsverkefni er að ræða við franska líftæknifyrirtækið ImmunRise Biocontrol. Hafa fyrirtækin fengið þróunarstyrk sem nemur 100 milljónum íslenskra króna úr Eureka Eurostars áætlun Evrópusambandsins. Plöntuvarnarefni er samheiti á ýmsum tegundum efna sem eiga að verja plöntur fyrir óværu eins og til dæmis skordýrum og sveppum. Tryggvi Stefánsson, aðstoðar­ forstjóri Algalífs, segir að hin náttúru­ legu varnarefni sem séu í þróun verði notuð til að verja matjurtir, til að mynda vínvið og korntegundir eins og bygg og hveiti. Fyrst og fremst væri vörnin gegn sveppategundum og kæmi því í stað hefðbundins sveppaeiturs. Markmiðið sé að klára skráningar og tilraunir og koma vörum á markað á árunum frá 2025 til 2026. Stór alþjóðlegur markaður er með plöntuvarnarefni og í tilkynningu Algalíf segir að áætlað sé að hann velti nálægt eitt þúsund milljörðum íslenskra króna – og markaðurinn fari ört stækkandi þannig að hann muni tvöfaldast á næstu fimm árum. Stór hluti þessara efna sé kemískur en mikil eftirspurn sé eftir náttúrulegum staðgönguefnum. Þá þróun styðji Evrópusambandið og þar sé stefnt á að dregið hafi úr notkun kemískra varnarefna um helming fyrir árið 2030. Algalíf er meðal helstu fram­ leiðenda örþörunga í heiminum og stærsti framleiðandi Evrópu á fæðubótarefninu astaxanthín sem unnið eru úr örþörungum. ImmunRise Biocontrol sérhæfir sig í rannsóknum og þróun lífvirkra varnarefna úr þörungum. Umhverfisvæn sveppavarnarefni fyrir landbúnað eru fyrstu afurðir þess. /smh Náttúrulegu plöntuvarnarefnin eiga að verja matjurtir eins og korn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.