Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 LÍF&STARF „Skógur nú og til framtíðar” – Skógardagur á Suðurlandi miðvikudaginn 23. ágúst Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytja- skógrækt og skjólbeltarækt á Suðurlandi. Markmið ferðarinnar var að fræða og fræðast um nytjaskógrækt á Suðurlandi. Farið var á nokkra vel valda staði þar sem skógarbændur leiddu hópinn inn á milli gróskulegra trjáa. Allt var vel skipulagt og var lagt mikið upp með að þátttakendur tækju þátt í umræðum um fyrir fram skipulögð og valin málefni úti í skógi, sem höfðu áður verið birt í útsendri dagskrá. Mikilvægur þáttur í svona ferð er að styrkja tengslanet innan skógargeirans, bæði milli skógræktenda og eins við þá sem veita skógarbændum þjónustu á öllum sviðum. Það kom vel í ljós, á þessum sólríka og fallega degi, að skiptast á skoðunum úti í skógi getur gert mikið til að fræða og fræðast og auka skilning á mikilvægi skjólbelta og skóga. Áhersla á skjólbelti, aðrar nytjar og umhirðu skóga Í ferðina komu, auk skógar bænda, fulltrúar frá Skóg ræktinni á Suður­ landi og rannsóknarstöðvar á Mógilsá, sviðsstjórar frá Skógræktinni og skógræktarstjóri. Einnig komu fulltrúar Garðyrkjuskólans/FSU á Reykjum, Landgræðslunnar, plöntuframleiðenda, stjórn mála­ flokka, þjónustuaðila í skógrækt, fulltrúar skógræktarfélaga, ásamt fulltrúa skógardeildar BÍ. Alls tóku 65 manns þátt í ferðinni. Áhersla var lögð á skjólbelti, aðrar nytjar og umhirðu skóga, rannsóknir og nýjar áherslur skógarþjónustu Skógræktarinnar. Full rúta fróðleiksþyrstra Full rúta fróðleiksþyrstra skóg­ ræktenda lagði af stað frá Selfossi stundvíslega kl. 9.00 áleiðis að fyrsta áfangastað sem var á Reykjum á Skeiðum. Innan um vöxtuleg skjólbeltin spókuðu sig kýr sem áttu það til að slá um sig, með halanum. Án þess að svara því beinum orðum þótti það alveg kýrskýrt að þær voru ánægðar með skjólbeltin en þau voru einmitt fyrsta efnið til umræðu: „Skila skjólbelti sínu hlutverki?“ Hallur Björgvinsson, ráðunautur hjá Skógræktinni, fór yfir sögu skjólbelta á Íslandi. Hann sagði frá ferð sem félagar hjá Skógræktarfélagi Íslands hefði farið til Danmerkur 1991 í boði danska Heiðafélagsins. Þegar heim var komið hófu félagar í Skógræktarfélagi Árnesinga upp hakann og lögðu út fyrsta skjólbeltið. Líkt og enn er gert var það blanda af fljótvaxta víði í bland við alaskaaspir eða önnur tré. Gjarnan voru gróðursettir berja­ runnar inn á milli, meðal annars til að gleðja enn frekar fiðraða vini okkar. Fyrst um sinn fengu bændur í búskap styrki frá sveitarfélögunum til að girða í kringum fyrirhuguð skjólbelti. Því næst tóku landshlutabundin skógræktarverkefni við keflinu og var þá bætt um betur því bændur fengu einnig styrk fyrir plöntukaupum og skjólbeltaplasti. Vinnuna, tækin og eftir atvikum húsdýraáburðinn áttu bændur að útvega sjálfir. Á Reykjum eru skjólbeltin almennt um 20 ára gömul og má með sanni segja að þau geri sitt gagn, enda getur spretta í skjóli trjáa verið nærri tvöföld á við það sem áður þekktist. Greniskógur og gjörvileg skjólbelti Næst var förinni heitið til hjónanna Sigríðar Jónu Sigurfinnsdóttur og Gunnars Sverrissonar að Hrosshaga í Biskupstungum. Þar vex myndar greniskógur og gjörvileg skjólbelti. Skógurinn vex svo vel að tvisvar hefur skógarhöggsvél verið fengin til að fara um skóginn og grisja. Ekki vantar timbrið. Fyrir nokkrum árum var lagður út göngustígur um skóginn. Björn Bjarndal, forvígismaður í skógrækt á Íslandi, segir að hann hafi að minnsta kosti leitt 500 erlenda skógareigendur um þennan stíg. Það sem gerir þennan göngustíg sérstakan er hversu fróðlegur hann er. Öðru hvoru voru skilti með fróðleik og upplýsingum um skóginn og það svæði sem gengið er um hverju sinni. Fræðslustígurinn var gerður eftir sænskri forskrift en fyrr á öldinni vann íslenski skógargeirinn að verkefninu Kraftmeiri skógur sem enn er í hávegum haft. Gefin var út bókin „Kraftmeiri skógar“ í fjölda eintaka og má telja líklegt að hver einasti skógarbóndi hafi lesið sér til í bókinni síðustu ár enda var bókin hugsuð til að efla og hvetja skógarbændur til dáða í sinni skógrækt, ekki eingöngu til yndisauka heldur ekki síður að benda á þá tekjumöguleika sem skógurinn gefur. Vafalítið er bókin á náttborði einhverra skógarbænda. Hópnum var skipt niður í fimm minni hópa. Þannig sköpuðust fimm spjallhringir víðs vegar um skóginn þar sem aðrar nytjar skógarins voru helsta umræðuefnið. Eftir göngutúrinn var boðið upp á tómatasúpu frá Friðheimum og Aðalsteinn Sigur­ geirsson, fagmálastjóri Skógræktar­ innar, fór með hugvekju um skóga og rannsóknir. Hvenær er tímabært að grisja? Síðasti áfangastaðurinn var að Galtarlæk og Borgarholti í Biskups­ tungum. Skógurinn á jörðunum tveimur er um 350 hektarar. Þar búa Agnes Geirdal og Guðfinnur Eiríksson. Gengið var um ákaflega vel hirtan og fjölbreyttan skóginn. Djúpar og gagnlegar vangaveltur voru um hin ýmsu stig umhirðu á leiðinni. Björgvin Örn Eggertsson, brautarstjóri í Garðyrkjuskólanum/ FSU, lagði upp ýmsar spurningar fyrir þátttakendur. Skeggrætt um skjólbelti á heimreiðinni á Reykjum. Myndir / Hlynur Gauti Glæsileg skjólbelti á Reykjum á Skeiðum. Vörðufell í bakgrunni. Hlynur Gauti Sigurðsson hlynur@bondi.is HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.