Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Í sumum löndum er nokkuð um að komið sé fyrir sérstakri kvörn, tengd eldhúsvaskinum sem malar matarúrgang. Þannig má losa hann út í fráveitukerfið og losna við fyrirhöfnina sem fylgir því að koma honum fyrir á annan hátt. Þetta kerfi er eingöngu mögulegt þar sem fráveitulagnir borga, bæja og sveitarfélaga eru sérstaklega hannaðar fyrir slíka losun. Flestar kvarnir nota miðflóttaaflsdælur til að mylja matarleifar og draga til sín fitu og annan úrgang sem fer þessa leið. Ókostirnir eru margir Hér á landi eru þessi tæki sem betur fer lítið notuð, enda eru fráveitukerfi engan veginn hönnuð til að taka við öllu þessu viðbótarmagni lífræns efnis. Alkunna er hversu slælega mörg sveitarfélög hafa sinnt fráveitumálum enda afar kostnaðarsamt að setja upp fullkomnar hreinsistöðvar. Með réttu verklagi og fullkomnum búnaði er samt hægt að safna skólpi og hreinsa það svo vel að lokafrárennsli stöðvanna getur farið nokkuð hreint út í sjó. Mun erfiðara reynist að losna við afrennsli án neikvæðra umhverfisáhrifa þar sem þarf að notast við enn viðkvæmari viðtaka eins og ár og stöðuvötn. Það hefur reynst ganga hægt að koma upp fullkomnum hreinsistöðvum og almenningur mætti láta betur í sér heyra um þau mál. Hvernig sem því er háttað eru íslensk frárennsliskerfi hreint ekki til þess fallin að taka við möluðum matarúrgangi í viðbót við „hefðbundið“ skólp. Lagnakerfin eru of þröng og oft undir allt of miklu álagi nú þegar. Lausnirnar eru einfaldar Allur afskurður við matseld ætti að sjálfsögðu að fara í endurvinnslu. Sú endurvinnsla gæti sem best átt sér stað á heimilinu, með einföldum jarðgerðaraðferðum. Annar kostur er að notast við lífrænu ílátin sem ættu, lögum samkvæmt, að vera við öll heimili og þjónustuð af viðkomandi sorphirðufyrirtækjum. Flokkun lífræns heimilissorps er einfalt verkefni sem er fæstum ofviða. Hér er um að ræða mikil verðmæti í formi lífrænna efna sem eru notuð ýmist sem jarðvegs-næringarauki í ræktun í heimilisgarðinum eða í miðlægum jarðgerðarstöðvum. Upplýsingar um heimilisjarðgerð er víða að finna, bæði hefðbundna loftháða jarðgerð og loftfirrða vinnslu, sk. Bokashi-gerjun. Samfélagslegar áskoranir Sorpkvarnir eru dýr heimilistæki sem ganga fyrir rafmagni. Til að þær virki sem skyldi þarf að skola efninu niður með miklu vatni sem að sínu leyti veldur auknu álagi bæði á vatnsveitur og frárennsliskerfi. Þær þarfnast viðhalds og það þarf að skipta um síur reglulega. Einnig verður að hafa fyrir því að saxa allan úrgang þannig að hann komist niður í gegnum eldhúsvaskinn. Þá er hætt við að óæskileg efni eins og fita, plast- og málmagnir slæðist með og valdi stíflum og kostnaðarsömum tæknilegum vandamálum í hreinsunarferlinu. Myndist stíflur nærri vaski eða á einkalóð vegna uppsafnaðra matarleifa úr sorpkvörninni er það á ábyrgð húseiganda að sjá um hreinsun, viðhald og hugsanlegar endurnýjanir lagna, sem getur verið erfitt að framkvæma svo vel sé í þeim lagnabúnaði sem við eigum að venjast. Í nágrannalöndum okkar hefur notkun sorpkvarna ekki náð verulegum vinsældum og í mörgum sveitarfélögum er notkun þeirra beinlíns bönnuð. Er þá horft til verulegs kostnaðarauka við hreinsanir á lögnum og tækjabúnaði sveitar- og bæjarfélaga sem af notkun þeirra hlýst auk tæringar lagna, auknum ágangi rotta og músa sem þarf að verjast og að sjálfsögðu vegna þess að aðrar leiðir við losun eru mun skynsamlegri með tilliti til umhverfisáhrifa. Þess eru jafnvel dæmi að sveitarfélög hafi lagt í það átak að greiða heimilum fyrir að taka niður sorpkvarnir vegna alls þessa álags. Umhverfið Staðbundin ofauðgun næringar- efna getur valdið raski á vist- kerfum strandsvæða nærri skólp- ræsum og er oftast tengd frárennsli frá heimilum og alls kyns mannlegum athöfnum. Ekki er á bætandi með því að hleypa í gegnum eldhúsvaskinn auknu magni lífrænna efna í formi hakkaðra matarleifa. Það er fyrst og fremst nitur og fosfór sem getur valdið ofauðgun en þessi efni er einmitt að finna í ríkum mæli í matarleifum. Molta sem myndast við jarðgerð er mjög ákjósan legur næringarauki, bæði í heimilis- garðinum, á opnum svæðum í eigu sveitarfélaga, á golfvöllum og til að bæta jarðveg sem þarf á lífrænu efni að halda sem og við landgræðslustörf og gróðursetningu nýskóga. Önnur afurð jarðgerðar er lífgas sem nota má sem orkugjafa. Þannig má nýta lífrænan eldhúsúrgang sem verðmætt efni í stað þess að láta hann hverfa í gegnum sorpkvörnina, jafnvel með neikvæðum áhrifum á umhverfi og vellíðan fólks. Ingólfur Guðnason brautastjóri garðyrkjubrauta, Garðyrkjuskólanum Reykjum/FSu Sorpkvarnir – Uppfinning andskotans? GARÐYRKJA Á FAGLEGUM NÓTUM Kýr og allir nautgripir hafa afar sterkar grunnþarfir og eru mikil vanadýr, svo þegar við vinnum með þessar skepnur er einn af lyklunum að góðum árangri að gera umhverfið og vinnuna í kringum gripina eins einsleita og hægt er. Þetta er best gert með kerfislægri nálgun með því að útbúa svokallaða SOP ferla (Standard Operating Procedure). Því leiðinlegra sem það er fyrir okkur, því betra er það fyrir nautgripina. Sama umhverfi, sama fóður, sama stjórnun, sama rútína – alla daga, allt árið! Sé þetta í boði gefur það þann stöðugleika og hina kerfisbundnu nálgun sem skepnurnar eru ánægðastar með og það skilar sér í t.d. meiri vexti og/eða mjólk! Notkun á SOP á kúabúum víða um heim hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum og úttekt á hundruðum kúabúa af ýmsum stærðum í fjölmörgum löndum hefur sýnt að þau bú, þar sem notaðir eru fyrir fram ákveðnir og fastir verkferlar, eru að jafnaði betur rekin en hin sem ekki notast við slíka ferla. Þannig eru þeir bændur, sem nálgast verkefnin á sínum kúabúum á kerfisbundinn hátt með notkun á stöðluðu verkferlaskipulagi, almennt að ná betri árangri en hinir. Þetta skýrist fyrst og fremst af því að þó svo að við séum þaulvön ákveðnum verkum, þá getur alltaf komið upp breytileiki í vinnubrögðunum sem hefur áhrif á gripina. Aðeins fyrir stóru búin? En hvers vegna er ekki algengara, en raun ber vitni um, að sjá bændur nota SOP við verk á kúabúunum, jafnvel þótt þeir viti jafnvel að það virki og bæti rekstur búsins? Mig grunar að ástæðan sé sú að flestir bændur gætu nánast séð um algengustu verkin á sínum búum með lokuð augun, þ.a. kunna alla verkþætti svo vel að þegar og ef þeir lesa um góðan árangur við notkun á SOP þá sjái þeir ekki beint tilgang með því. Þeir séu í raun og veru með staðlaða verkferla, þeir séu bara ekki skrifaðir niður. Þetta er a.m.k. mín reynsla og sérstaklega meðal kúabænda sem eru með færri en 500 kýr. Afstaða margra þeirra er að SOP kerfi séu aðallega gagnleg fyrir „stærri bú“ enda væri það nánast flokkað sem kæruleysi ef ekki væru notaðir staðlaðir verkferlar á slíkum búum. Stærri búin eru nefnilega oftast mjög fljót að taka upp fasta verkferla við dagleg störf, ekki síst vegna þess að á þessum búum eru oftast margir starfsmenn og þá sjá bændurnir sér enn meiri hag í því að gera hlutina eins stöðuga og hægt er á milli vakta. Þessi nálgun við dagleg og reglubundin verkefni á kúabúum á þó ekki síður við um minni kúabúin líka. Ef það virkar fyrir flugmenn ... Það er auðvelt að skilja að bændur séu efins um að það hjálpi að skrifa niður þá verkferla sem þeir vinna daglega við, eitthvað sem þeir kunna utan að! Það er þó margsannað að þetta virkar einmitt sérstaklega vel hjá þeim sem vinna við staðlaða vinnu. Hefur þú t.d. einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju atvinnuflugmenn nota alltaf staðlað form? Það hvarflar varla að nokkrum að þeir kunni ekki að taka á loft, fljúga og lenda flugvél enda gera þeir það næstum á hverjum degi, rétt eins og kúabændur sinna sínum daglegu og reglubundnu verkum. En jafnvel með sína mikla reynslu flugmanna þá styðjast þeir við stöðluð form sem taka þá skref fyrir skref í gegnum verkefnið. Hvers vegna? gætir þú spurt. Jú, til að minnka líkurnar á því að mistök verði. Þetta er nákvæmlega það sama og á við um staðlaða verkferla á kúabúum, þeir eru gerðir til að minnka líkurnar á minni háttar mistökum og því einsleitari sem verkin eru, því betra er það fyrir skepnurnar. Hvernig gert? Þegar kemur að því að útbúa SOP fyrir algenga verkferla á kúabúum er oftast byrjað á því að taka fyrir þá verkþætti sem tengjast viðkvæmustu hópunum á búinu. Eftir það er síðan farið yfir önnur dagleg og reglubundin verk þar til búið er að ná utan um öll venjubundin störf búsins. Reynslan sýnir að árangursríkast er að útbúa SOP með myndum og texta en þetta er vissulega misjafnt eftir bændum, þ.e. hvað hentar hverju sinni. Aðalatriðið er að ganga úr skugga um við gerð á SOP að þar sé verkferlinum lýst á þann hátt að hver sem er, sem er vanur búskap, gæti í grundvallaratriðum tekið sig til og fylgt leiðbeiningunum án aðstoðar og klárað verkefnið með sóma. Ef það er hægt, þá hefur tekist vel til! Aðeins 5 SOP? Á hverju kúabúi ættu að vera tugir mismunandi lýsinga fyrir hina daglegu og reglubundnu verkferla Stöðluð vinnubrögð: Ekki einungis fyrir stóru búin Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Þrátt fyrir mikla reynslu nota flugmenn staðlaða verkferla til þess að draga úr hættu á mistökum. Staðlaðir verkferlar í kringum það hvernig kálfar eru meðhöndlaðir við fæðingu, s.s. vigtun, eru mikilvægir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.